Eru listamenn ekki hluti af þjóðinni?
10.10.2010 | 16:04
Vissulega skilar listsköpun gjaldeyri í landið. Vissulega er margt fólk sem hefur viðurværi sitt af listum og menningu.
Það er ekki verið að gagnrýna það, heldur að á meðal listamanna skuli vera fólk á framfæri ríkisins, fólk sem þiggur laun af ríki án þess að hafa neina vinnu eða verkefna skyldu. Oft á tíðum er þetta fólk í annari vel launaðri vinnu, jafnvel þingmenn.
Þegar að kreppir verður að forgangsraða. slík forangsröðun hlýtur að leiða til þess að listsköpunin þurfi að taka að minnsta kosti sömu skerðingar á sig og aðrir. Listamenn eru ekki svo skyni skroppnir að þeir átti sig ekki á þessu! Listamenn eru hluti af Íslenskri þjóð og verða að taka á sig birgðar eins og aðrir.
Þegar verið er að skerða heilbrigðisþjónustuna langt niður fyrir öll velsæmismörk, reyndar svo að jafnvel heilu byggðirnar gætu lagst af, er ekki með nokkru móti hægt að réttlæta að listageirinn skuli fá aukin útgjöld!! Grímur Atlason, sem hefur farið um landsbyggðina og stjórnað sveitafélögum þar, ætti manna best að átta sig á þessu.
Ég er ekki að hallmæla listsköpun eða listamönnum, heldur þeirri vitfyrringu sem fjárlagafrumvarpið ber með sér!!
Listsköpun skilar gjaldeyristekjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála, og fjölgar í þeim hóp.
Geir Ágústsson, 10.10.2010 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.