Hvernig ætli þeir sem kusu þessa flokka en eru ekki flokksbundnir hugsi þá?

Trúnarmenn segja sig úr VG, mikill fjöldi flokksfélaga hefur sagt sig úr Samfylkingunni.

Hvernig ætli þeir sem kusu þessa flokka en eru ekki flokksbundnir hugsi þá? Fólkið sem kaus þá af því það hélt raunverulega að þessir flokkar myndu hafa einhverjar raunverulegar lausnir til að koma okkur út úr kreppunni, fólkið sem hélt virkilega að fólkinu í þessum flokkum væri treystandi. 

Vinstri Grænir og þá sérstaklega formaður flokksins hefur svikið sína kjósendur um öll kosningaloforð flokk síns. Engu formanni nokkurs stjórnmálaflokks frá stofnun Íslenska lýðveldisins hefur tekist að svíkja sína kjósendur eins mikið á jafn stuttum tíma og honum! Sá stóri hópur fólks sem kaus þennan flokk í síðustu kosningum en er ekki flokksbundinn er vorkun!

Samfylkingin var stofnuð um það eitt að koma Íslandi undir ESB. Fyrir kosningar hefur þessi flokkur þann háttinn á að valið er úr stefnuskrám annara flokka það sem best þykir til að vinna atkvæði. Þeir sem valist hafa til þingmennsku fyrir þennan flokk horfa fyrst á niðurstöður skoðanakannana áður en ákvörðun er tekin, eina undantekningin er varðandi ESB, þar dugir hvorki mikill meirihluti á móta né nokkur rök. Enda hefur marg oft komið í ljós að þingmenn þessa flokks geta ekki komið sér saman um neitt nema ESB.

Það er öllum ljóst að þessari stjórn hefur mistekist fullkomlega að koma málum hér til betri vegar. Stjórnarhættir eru eins og verst er talið í hrunskýrslunni, baktjaldamakk og svínarí. Oftar en einu sinni hefur þessi stjórn ætlað að koma málum gegnum þingið án þess að þingmenn fái að kynna sér forsendur málsins. Má þar nefna að strax á upphafsdögum þessarar stjórnar ætlaðist hún til að þingmenn samþykktu lög um icesave án þess að kynna sér forsemdur samningsins, áttu ekki einusinni að fá að skoða hann. Nú síðast ætlaði ríkisstjórnin að halda frá þingmönnum þeim gögnum sem Atlanefndin (aftökunefndin) vann sínar tillögur eftir.

Lengi væri hægt að telja upp þau mál sem þessari ríkisstjórn hefur klúðrað, bæði viljandi og af getuleysi!

Þessi stjórn er algjörlega vanhæf og á að segja af sér. Ef ekki mun illa fara fyrir lýðveldinu Íslandi!!

 


mbl.is Þrír trúnaðarmenn segja sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband