Engin fyrirtæki - engin vinna - engir skattar!
25.9.2010 | 08:17
Það er öllum ljóst að Steingrímur getur illa sætt sig við að fyrirtækin í landinu fái einhverjar leiðréttingar. Fjölskildurnar eru meira að segja mjög neðarlega á listanum hjá honum, en fyrirtækin, sem flest eru rekin af kapitalistum, ekki til umræðu hjá þessum manni. Hann vill frekar hjálpa og styðja þá sem komu hér öllu til fjandans.
Steingrímur verður að fara að átta sig á þeirri staðreynd að við komumst ekki út úr kreppunni með skattahækkunum. Eina leiðin er aukin verðmætasköpun.
Annars fer þetta að verða búið, með sama áframhaldi munum við ekki þurfa að ausa úr reiðum skálana hér né annarsstaðar. Ef ekkert verður að gert verða þeir sem enn eru eftir í landinu uppteknir af því að reyna að afla sér matar, hugsanlega er hægt að dorga sér í matinn á bryggjunni, þ.e. ef Steingrímur fréttir ekki af því. Hann verður þá fljótur til og skattleggur aflann!
Vel rekin fyrirtæki falla einnig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég skil ekki af hverju fjármálafyrirtæki og stjórnvöld geta ekki skilið þetta. Fyrir utan að það er þjófnaður og ekkert annað, að skila ekki afslætti af yfirtökuverði lánasafnanna til lántakanna.
Marinó G. Njálsson, 25.9.2010 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.