Þvermóðska fjármálaráðherra!

Fjármálaráðherra er að takast að klúðra því að gagnaver komist á legg hér lendis. Hann hefur klifað á því frá því hann fyrst fór að skipta sér af pólitík, að stóriðjan væri rót alls hins versta og finna þyrfti aðrar leiðir til uppbyggingu atvinnu.

Nú þegar einhverjir sýna því áhuga að koma hér upp gagnaveri leggur hann stein í götu þess. Það er alveg deginum ljósara að til að fá slíka starfsemi inn í landið þarf skattaumhverfið að vera með svipuðum hætti og annarsstaðar. Ef það eru ekki greiddur virðisaukaskattur af búnaði til slíkra vera annarsstaðar verður svo að vera hér líka. Það er einnig ljóst að til að fá fjárfesta inn í landið verður að vera stöðugleiki, ekki er hægt að hlaupa úr og í. Fjármagnseigendur innlendir sem erlendir eru ekki að leggja fé sitt til uppbyggingar á fyrirtæki í landi þar sem ekki er hægt að treysta stjórnvöldum.

Að einblína á einn skattstofn, sem að vísu gæfi ríkinu nokkurn pening, er með ólíkindum. Það hlýtur að þurfa að horfa á heildarmyndina. Hverjar heildartekjur ríkisins eru og hver áhrifin eru þjóðfélagslega. Það er nokkuð sem núverandi fjármálaráðherra hefur ekki getu til!!


mbl.is Gagnrýnir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er með ólíkindum hvernig græningjarnir haga sér, í 20 ár eða meyra hafa þeyr sett  stefnuna á eitthvað annað, en það hefur því miður ekki gefið neitt af sér, hvað er þetta eitthvað annað. Er ekki hægt að reka nein fyrirtæki hér á landi út af einhverju öðru, ég hef aldrey séð þetta fyrirbæri eða neinn sem ég hef spurt, þið ættuð að skammast ikkar og hipja ikkur frá stólunum meðan skerið er á floti.

Eyjólfur G Svavarsson, 12.9.2010 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband