Þyrnirósarsvefn Jóhönnu

Vissulega hefur Jóhanna áhyggjur af stjórnarandstöðunni. Hún á erfitt með að hlusta á gagnrýni og hefur ekki það kverkatak á stjórnarandstöðunni sem hún virðist hafa á Vinstri Grænum. Hótanir og frekja virka ekki á stjórnarandstöðuna.

Það eiga fáir gott með að sjá allann þennan uppgang og viðsnúning í þjóðarbúskapnum sem Jóhanna og Steingrímur tala um. Skattapíningin er að gera út af við fyrirtækin og fjölskyldurnar í landinu.

Öllum stórframkvæmdum hefur verið haldið í óvissu vegna ósamkomulags innan stjórnarflokkana, þannig að fá ef nokkur Íslensk fyrirtæki hafa orðið bolmagn til að bjóða í stærri verkin.

Jarðboranir eru byrjaðar að flytja bora sína úr landi og ef fram fer sem horfir munu sennilega engir borar verða eftir í landinu eftir fáa mánuði!

Stór hluti af stórvirkum vinnuvélum hefur verið flutt úr landi og eru geimdar í eigu Íslenskra lánastofnana erlendis. Þetta eru flest allt nýrri vélar, eftir standur gamall og úrsér genginn vinnuvélafloti sem ekki er til stórræðana. Þetta hafa lánastofnair getað gert í skjóli aðgerðarleysis stjórnvalda, að ekki sé minnst á feluleik einstakra ráðherra á gögnum sem leiða í ljós lögbrot þessara lánastofnana.

Laun hafa lækkað verulega og eru margir á strípuðum töxtum, með nánast enga yfirvinnu, þ.e. þeir sem eru svo heppnir að hafa vinnu ennþá.

Orkuveitu Reykjavíkur er leyft að hækka gjaldskrá sína um nærri 30%, það má vel vera að OR þurfi þessa hækkun, en það er ljóst að flest fyrirtæki eru á sama báti og líklegt að skriða hækkana sé framundan. OR hefur enga sérstöðu umfram önnur fyrirtæki til slíkrar hækkunar og því eðlilegt að önnur fyritæki fylgi á eftir. Væntanlega fylgja svo launahækkanir í kjölfarið!!

Það er eytt hundruðum miljóna í ESB aðlögun, nokkuð sem stór meirihluti landsmanna er á móti! Peningum sem eru í raun ekki til heldur þarf að taka að láni í erlendum gjaldmiðlum!

Því verður vandséð hvar þessi viðsnúningur er og í hverju hann liggur. Vissulega hefur innflutningur minnkað verulega, er nánast enginn. Það er kannski frekar merki um ördeiðuna á vinnumarkaði frekar en góða hagstjórn.

Það er ljóst að ef ekkert er gert eða framkvæmt eru útgjöld lítil sem engin, en það er eins og að pissa í skó sinn, ylur um stund og síðan verður kuldinn meiri en áður.

Það er ekki beinlínis tilhlökkunarefni að fá Árna Pál sem ráðherra efnahagsmála, maður sem á sínum stutta ráðherraferli hefur náð að klúðra nánast öllum meiriháttar ákvörðunum sem hann hefur þurft að taka.

Því er von að Jóhanna hafi áhyggjur af stjórnarandstöðunni, það passar ekki í hennar plön að haldið sé á lofti staðreyndum, Jóhanna vill bara hlusta á lofræður vina sinna í AGS.

Jóhönnu væri nær að hafa áhyggjur af fólkinu í landinu, meðan fyrirtækin eru látin leggja upp laupana hvert af öðru blæðir fólkinu!!

Það hlýtur að vera kominn tími fyrir stjórnvöld að vakna til lífsins og átta sig á alvarlegri stöðu almennings í landinu.

 


mbl.is Hefur áhyggjur af stjórnarandstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband