Þrýstingur á hæstarétt?
31.8.2010 | 20:36
Þessi fréttatilkynnig frá Avant lyktar af þrýsting a hæstarétt.
Í fréttinni segir meðal annars: Viðræðurnar eru unnar í nánu samráði við helstu kröfuhafa og Landsbankinn hefur léð máls á því að stigið verði formlegt skref til nauðasamninga með formlegri beiðni til héraðsdóms sem ég er að undirbúa".
Í næstu málsgrein segir; en miklu skipti, hvað varðar framtíð Avant, niðurstaða Hæstaréttar varðandi gengistryggðu lánin. Verður málið flutt í Hæstarétti þann 6. september nk. Fjárhagsgrundvöllur Avant ræðst af þeirri niðurstöðu.
Ekki er hægt að túlka þetta öðru vísi en sem dulbúna hótun, ef hæstiréttur dæmir ekki lánastofnunum í vil munu nærri 30 manns missa vinnuna!
Öllum sagt upp hjá Avant | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hæstiréttur á að fara eftir lögum...það þarf engann þrýsting...ég er ekki að sjá að vextirnir eigi að breytast...enda er það ekki Hæstiréttur sem á að taka ákvarðanir í þeim málum..það gerir Seðlabankinn..og hann á ekki í hlut hérna..þannig að vextirnir á gengistryggðu lánunum skulu standa.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 31.8.2010 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.