Að sjálfsögðu!

Að sjálfsögðu á að afgreiða þessa tillögu strax þegar þing kemur saman. Mörður telur að hún verði felld og það muni styrkja stöðu samninganefndarinnar. Vissulega myndi sú niðurstaða styrkja samninganefndina, ekki að nein sérstök þörf sé á styrkingu hennar. Það er ekki um margt að semja.

Fyrst og fremst mun afgreiðsla á tillögunni styrkja stjórnun landsins, hvort sem hún verður felld eða samþykkt. Að vísu bendir Mörður á að ef hún verður samþykkt þurfi að boða til nýrra kosninga, sem er hugsanlega rétt. Þó má benda á þá staðreynd að þó samfylkingin geti ekki hugsað sér að vera í ríkisstjórn sem ekki hefur umboð til að ausa peningum í ESB vitleysuna, þá hafa þeir einungis 20 þingmenn af 63, svo tæknilega er hægt að mynda stjórn án aðkomu samfylkingar.

Styrkingin í stjórn landsins liggur fyrst og fremst í því að ef tillagan verður samþykkt munu stjórnvöld geta farið að einbeita sér að stjórnun landsins í stað þess að vera í eilífum deilum um ESB. Ef það þarf stjórnarskipti til verður svo að vera.

Þessa bloggfærslu Marðar er frekar hægt að túlka sem ögrun eða hótun til vinstri grænna, hann er að segja að "ef þið fellið ekki tillöguna missið þið stólana"! Þetta virkar kannski, alla vega er hætt við að formaður VG reyni hvað hann getur til að fá sitt fólk til að fella tillöguna, honum er stóllinn of verðmætur!

 


mbl.is Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband