Mútufé!

Munurinn á þessum mútum og þeim sem útrásarvíkingarnir greiddu þingmönnum er fyrst og fremst sá að útrásarvíkingarnir ákváðu ekki hvernig peningunum yrði varið að minnsta kosti ekki opinberlega. Það gera núverandi mútugreiðendur hins vegar, þeir ákveða hvaða verkefni skulu verða fyrir valinu, þeir ákveða einnig að mútuþeginn skuli greiða 20% af þeim kostnaði sem þau verkefni kosta!

Nú þegar er byrjað að búa til bákn að hætti ESB til að hafa umsjón með þessum fjármunum, bæði mútufénu sjálfu og því sem við bætist úr ríkissjóði! Væntanlega fer stór hluti fjársins til reksturs þessa ESB bákns.

Ríkisstjórn fólksins telur sig geta eitt ótakmörkuðum peningum til þessa málaflokks, peningum sem ekki eru til! Það er spurning hvernig fjármálaráðherra ætlar að réttlæta það fyrir sínum kjósendum að ausið sé fé í málaflokk sem hans kjósendur eru á móti og kusu þennan mann á þing fyrir sig til þess að standa vörð um þá trú sína!! Á meðan verður almenningur að herða sultarólina enn frekar, reyndar vandséð hvernig það er hægt.

 


mbl.is ESB leggur milljarða í aðlögun Íslands að stofnana- og regluverki þess
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég vissi að einhver snillingur mundi kalla þetta mútufé.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2010 kl. 19:19

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Við förum kannski að sjá hér Bændasamtökin, fjármagna setningu nýrra búvörulaga, LÍÚ fjármagna ný lög um stjórnun fiskveiða eða Samtök verslunar og þjónustu fjármagna ný samkeppnislög.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.8.2010 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband