Svik og prettir ohf

Enn svíkur Steingrímur J kjósendur sína.

Flokkar þeir sem skipa núverandi ríkisstjórn fengu sín atkvæði vegna loforða til kjósenda. Sérstaklega á það þó við um Vinstri Græna, en stórsigur þeirra fyrir síðustu alþingiskosningar var einkum vegna þessara loforða auk þess sem fólk trúði á formann flokksins og heilindi hans. Samfylkingunni er vorkun, eina kosningaloforð þess flokks var innganga í ESB.

Strax við myndun þessarar stjórnar sveik formaður VG eitt helsta kosningaloforðið, til þess eins að komast í stjórn. Síðan hefur hann svikið nánast öll kosningaloforðin. Samfó fékk í gegn umsókn inn í ESB, sem reyndar er orðið að aðlögunarferli, nokkuð sem sennilega enginn eða að minnsta kosti mjög fáir þingmenn áttuðu sig á þegar kosið var um þessa umsókn.

Stjórnarsáttmálinn var stuttur og fallegur; í meginatriðum fjallaði hann um að slá átti skjaldborg um heimili landsinn. Það gleymdist hinsvegar að segja frá því að skjaldborgin átti að sjá til þess að heimilunum væri haldið í gíslingu fátæktar. Flestir héldu að skjaldborgin ætti að verja heimilin, en það var víst misskilningur.

Baktjaldamakk og leinimakk er einkunarorð þessarar stjórna, sem lofaði opinni og gegnsærri stjórnsýslu. Einstrengisstefna olli því að Icesave fór í hnút og er enn óleyst. Einkavæðing bankanna var unnin með svikum og það mál nú í uppnámi. Atvinnusköpun hefur verið markvisst haldið niðri og ná á að skattpína fyrirtækin og fólkið enn meira.

Erfðafjárskatt á að hækka, arfur er væntanlega fé eða eignir sem þegar hefur verið borgað fulla skatta af og er það því tvísköttun.

Formaður Vinstri Grænna, Steingrímur J hefur á rétt rúmu einu ári tekist að svíkja sína kjósendur meira en nokkrum öðrum stjórnmálamanni hefur tekist, jafnvel á nokkrum kjörtímabilum. Það eru sennilega fá ef nokkur kosningaloforðin sem hann á eftir að svíkja!!


mbl.is Ætla að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband