Til hvers þurfum við banka þegar fólið og fyrirtækin eru komin á hausinn?

Verði sett lög í samræmi við tilmæli Seðlabankans og FME, er stjórnin að skrifa sinn loka dóm. Stjórnvöld þurfa að gæta að því að slík lög þurfa að fá samþykki alþingis og trúi ég ekki að meirihluti þingmanna sé tilbúinn að kasta réttarríkinu fyrir róða.

Stjórnvöld og lánastofnanir hafa verið drjúgar í því að koma sínum sjónarmiði í fjölmiðla, einkum hefur fréttastofa RUV verið iðinn við að halda þessu áróðursstarfi á lofti, en síðustu daga hafa nánast allir fréttatímar byrjað á umfjöllun um skelfingu þess ef dómurinn félli nú lántakendum í vil. Kostnaður sem af mun hljótast, ef dómur fellur á þann veg, hefur hækkað nánast daglega síðustu daga og er nú kominn upp í allt að 400 miljarða. Þetta eru kostnaðartölur sem lánastofnanir og seðlabankinn hafa verið að gefa út og engum fjölmiðlamanni dettur í hug að sannreyna þær eða gagnrýna, það er einna líkast því að þeim sé uppálagt að flytja þessar fréttir algerlega athugasemdar- og gagnrýnislaust!

Það er ljóst að ef stjórnvöld setja slík lög hafa þau kastað stríðshanskanum. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar, mun verri en nokkurntíma áður. Þá er hætt við að bankahrunið verði hjóm eitt.

Það er einnig ljóst að ef slík lög verða sett mun bankakerfið hrynja aftur, fólk sem skuldar meira en veðið sem lánið var tekið út á, mun einfaldlega hætta að borga og láta lánin fara í innheimtu. Við það ráða bankarnir alls ekki!!

Ef stjórnvöld sýna slíkan þvermóðskuhátt og fyrirlitningu til almennings, mun almenningur ekki vera tilbúinn að leggja á sig þær byrgðar sem til þarf til uppbyggingu efnahagskerfisins.

Það er lítið gagn af bönkum þegar fjölskildurnar og fyrirtækin í landinu eru kominn á hausinn!!

 

 


mbl.is Öruggt að dómi verði áfrýjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ef samingsvextir fá að halda á erlendu lánunum þá verður búið að reka fleyg á milli þjóðarinnar, annars vegar þeirra sem tóku stöðu með krónunni og tóku verðtryggt íslenskt lán og hins vegar þeirra sem tóku stöðu á móti krónunni og tóku erlend lán. Öll sanngirnismarkið verða þá fallin!

Með þessum orðum ertu í raun að segja að hluti þjóðarinnar eigi ekki að sitja við sama borð og þeir sem ekki vildu erlendu lánin. Ef þetta fólk er á hausnum miðað við þær forsendur að það hefði tekið íslenskt lán á sínum tíma....þá er það á hausnum hvort sem er og augljóst að allar forsendur fyrir upprunalegu lántökunni hafa aldrei verið til staðar.

Eðlilegast væri að miða við þau lánakjör á íslenskum lánum sem í gangi voru á þeim tíma sem erlenda lánið var tekið...annað mun sundra þjóðinni sem að mér finnst meira miður en að þessi ríkisstjórn falli.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 23.7.2010 kl. 10:37

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

En ég er sammála því að Hæstiréttur þarf að skera úr um málið, annað er bara rangt.

Ellert Júlíusson, 23.7.2010 kl. 10:38

3 identicon

Þrátt fyrir að hafa engan hlýhug í garð þessara lánafyrirtækja þykir mér það ósanngjörn krafa að ætlast til að samningsvextir munu halda, á samningi sem dæmdur er ólöglegur.  Ekki má gleyma að samningsvextirnir eru svokallaðir LIBOR vextir á þann eða þá gjalmiðla sem voru notaðir til útreiknings á láninu, þar að seigja millibankavextir með einhverju álagi í öllum viðskiptum með þessa gjaldmiðla.  Nú ef að það var ólöglegt að lána með verðtryggingu í þeim gjaldmiðlum hljóta vextirnir að falla ásamt samningnum.  Enn frekar má ekki gleyma því að samkvæmt þeim tilmælum sem að hafa verið gefinn út eru vextir seðlabankans látnir standa einir og sér án nokkurs álags, eins og tíðkaðist fyrir þá sem að tóku venjuleg Íslensk okurlán verðtryggð eða óverðtryggð.  Þannig að skuldarar erlendra lána munu standa betur heldur enn þeir sem að tóku þau ekki.

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 10:44

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Út frá sanngirnissjónarmiði séð má segja að þið hafið rétt fyrir ykkur. Málið er þó það að þessum lánastofnunum var boðið að koma að samningsborði þar sem komist væri að sanngjarnri niðurstöðu. Þær höfnuðu því tilboði og ákváðu að láta skera úr um þetta fyrir dómstólum. Því er ekki lengur hægt að nota sanngirnis sjónarmið, lánastofnanir vildu fara dómstólaleið og ber þeim því að hlýta úrskurði dómsins. Nú er fallinn dómur í héraðsdómi þessum stofnunum í hag, sem er ákaflega undarlegt þar sem þær höfðu jú verið dæmda sekar um lögbrot. Sá dómur mun fara fyrir hæstarétt og ætla ég rétt að vona að allir aðililar séu tilbúnir til að hlýta þeim dómi, stjórnvöld líka!

Það gleymist einnig oft  í þessu máli að þessar stofnanir ásamt FME og SÍ áttu að vita að þessi lán stæðust ekki lög. Að ætla að halda því fram að allur almenningur hefði átt að vita þetta líka er út í hött. Margir þeirra sem voru að taka sér lán átti ekki annara kosta völ en taka gengistryggð lán, sumar lánastofnanir voru einfaldlega ekki með aðra kosti í boði fyrir almenning!

Það voru því lánastofnanir sem brutu lög, ekki lántakendur!

Það var því FME og SÍ sem brást eftirlitsskyldu sinni, ekki lántakendur!

Gunnar Heiðarsson, 23.7.2010 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband