Að finna upp hjólið!

Vísindamenn láta ekki að sér hæða. Bandarískur vísindamaður er nú staddur hér á landi og í samvinnu við Keilir hefur hann komist að þeirri merkilegu niðurstöðu að hægt sé að framleiða eldsneyti úr matarolíu! Einnig að hægt sé að framleiða metangas úr lífrænum úrgangi!

Blessað fólkið veit sennilega ekki að þetta eru ekki ný vísindi, matarolía hefur verið notuð hér á landi og erlendis sem eldsneyti um nokkuð langan tíma, bæði sem íblöndun í díselolíu og einnig hafa menn jafnvel notað hana eingöngu. Vandamálið er hversu mikil fita er í matarolíunnu, en einföld tækni er til að laga það. Matarolían er einfaldlega fitusprengd með heitu vatni og látin skilja sig. Þessa einföldu tækni er hægt að sjá t.d. á youtube, en menn eru jafnvel að stunda slíka framleiðslu í bílskúrnum sínum. Lyktin hverfur einnig við fituspenginguna.

Metangas hefur verið framleitt úr lífrænum úrgangi í áratugi. Ég heyrði fyrst um þessa tækni árið 1978, en Sænkur bóndi var þá farinn að framleiða slíkt gas!

 


mbl.is Lykt af frönskum kartöflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú tókst kannski ekki eftir að þetta er hluti af námi hjá Keili? Ert þú kannski þeim eiginleikum gæddur að ef einhver hefur lært eitthvað þá kannt þú það? Ef svo er þá öfunda ég þig mikið.

Banani (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 21:08

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta eru nú engin geimflaugatækni sem þarna er verið að tala um Banani.

Þessa kunnáttu er hægt að nálgast hvar sem er og þarf varla að kenna á háskólastigi. Hafi komið lykt af frönskum kartöflum þegar vélin var keyrð á matarolíunni, bendir það til að einungis hafi verið sigtuð drullan úr henni og síðan sett á vélina. Varla þarf háskólapróf til að sigta matarolíu!

Varðandi "vinnslu" á gasi úr lífrænum úrgangi, væri nær að tala um söfnun. Gasið verður til sjálfkrafa.

Ef þetta er eitthvað sem þú þarft að fara í háskóla til að læra ertu sennilega tregari en flestir aðrir!

Gunnar Heiðarsson, 14.7.2010 kl. 02:15

3 identicon

 Þetta finnst mér stórsniðugt. Að nemendum sé kynnt tækni sem hefur ekki verið sett í fulla notkun. Ég tel það, af minni reynslu,  muna miklu að nemendur fái að gera sjálft til að fá meiri áhuga á efninu. Því finnst mér það ekkert nema jákvætt að nemendur séu að leika sér í þessu. Vonandi vekur þetta áhuga hjá þeim hvort sem það verður matarolía eða eitthvað annað sem getur tekið við af 95 oktaninu og dísel sullinu.

Símon (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 13:54

4 identicon

Nei, þetta er ekki geimflaugatækni, geimflaugar kæmust ekki langt á sigtaðri matarolíu, en það veist þú því einhver er búinn að komast að því.

Nei, það þarf örugglega ekki háskólapróf til að sigta matarolíu þannig að þetta hentar mjög vel þarna, enginn nemendanna er með háskólapróf, það er eiginlega tilgangurinn með veru þeirra þarna.

Hvað með Sænska bóndann? Framleiddi hann metan eða safnaði hann því? Fer kannski svolítið eftir mataræðinu hjá honum...

Það er kannski fróðlegt fyrir nemendur að vita hvernig metan verður til, við hvaða aðstæður, hvað er hægt að gera til að flýta ferlinu, hvernig má hámarka nýtingu hauggassins og hvaða afleiðingar það hefur að nýta það ekki.

Ég veit ekki hvort ég er tregari en flestir aðrir en ég hlýt að vera tregari en þú, svona yfirburðavera. Segðu mér, hvar nýtast þínir undraverðu hæfileikar? Hjá NASA? MIT? Ertu kannski að kenna hjá einhverjum háskólanum? Eða væri það fyrir neðan virðingu þína?

Banani (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband