Gott á meðan er

Minnkandi atvinnuleysi er alltaf af hinu góða, en hversu varanlegt er þetta?

Vinnumálastofnun tekur fram að um eðlilega árstíðarsveiflu sé að ræða, að hluta. Hugsanlega spilar atvinnuátak stjórnvalda líka inn í dæmið, þar sem fundin voru hin ýmsu tímabundnu störf fyrir námsfólk í sumar. Þær aðgerðir, eins og reyndar flestar aðgerðir stjórnvalda, eru einna líkastar því að pissa í skóinn sinn. Vissulega er gott fyrir námsfólk að fá vinnu, en þessi aðgerð skilar í raun engu og alls ekki til framtíðar.

Hvernig verður haustið? Ekki er að sjá annað en stjórnvöld ætli að áætla og spá í mannaflsfrekar framkvændir áfram. Lítið sem ekkert er gert til að koma þeim af stað. Reyndar hafa stjórnvöld áætlað og spáð svo lengi að allur máttur er dreginn af flestum stærri fyrirtækjum landsins, sérstaklega í verktakaiðnaðinum. Með þessu sleifarlagi hefur stjórnvöldum tekist að koma því svo fyrir að meiri líkur en minni eru á því að erlendir verktakar með erlent vinnuafl muni ná öllum stærri framkvæmdum sem fram undan eru. Íslensk fyrirtæki hafa ekki lengur bolmagn til að bjóða í verkin!!

Mig kvíður fyrir haustinu og komandi vetri, hugsanlega eigum við eftir að sjá meiri eymd en nokkurri sinni áður. Hugsanlega eigum við eftir að sjá hreppaflutninga fólks eins og tíðkaðist í upphafi síðustu aldar.

Þökk sé "velferðarstjórninni" sem lofaði að slá skjaldborg um heimilin. Sú skjaldborg virðist hafa verið slegin um heimilin til að útiloka að þau kæmust út úr vanda sínum.

 


mbl.is Dregur úr atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Gunnar það sem þú sér er það sem ég sé, það verður svart í haust.

Sigurður Haraldsson, 13.7.2010 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband