Sóley Tómasdóttir klórar í bakkann

Öfgatrúarkonan Sóley Tómasdóttir getur varla ætlast til að hún fái vægari meðferð en aðrir stjórnmálamenn. Þegar fólk fer í stjórnmál er fyrsta skrefið að átta sig á að einkalíf minnkar mikið, verður nánast ekkert, einnig að persónulegar árásir verða mjög miklar. Þeir sem ekki treysta sér í slíkt eiga að láta opiber stjórnmál í friði.

Í fréttinni segir að hún ætli að láta skoða ummæli sem eru frá öðrum komið og ætluð henni auk orða sem hún lét falla á öðrum vettvangi.

Ummæli frá öðrum komið verða hennar orð ef hún notar þau, varðandi það að hún geti látið frá sér fara eitthvað á einum vettvangi og það hafi ekki áhrif annarstaðar, er það mikill misskilningu. Póitíkus verður að geta staðið við allt sem hann segir, sama á hvaða vettvangi það er.

Bloggfærslur pólitíkusa eru sem hverjar aðrar yfirlýsingar frá þeim og ekki hægt að segja að það sé einhver annar vettvangur.

Sóley Tómasdóttir verður að viðurkenna ósigur sinn, ummæli sem féllu í kosningabaráttunni kom ansi lítið hennar tapi við. Hún hafði jafnan möguleika og aðrir til að koma sínum skoðunum á framfæri fyrir kosningar, þar átti hún að svara þessum ummælum sem hún telur að hafi skaðað sig.

Á kosningadag lýkur kosningabaráttunni, eftir það eiga stjórnmálamenn að slíðra sverðin og vinna að hag kjósenda.

 


mbl.is Kannar réttarstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband