Guðni er góður

Ekki veit ég hvern mann Óskar Bergson hefur að geima, sjálfsagt hinn vænsti drengur, en það getur enginn sagt annað en samstarf hans og Hönnu Birnu, seinni hluta síðasta kjörtímabil, gekk vel.

Sú skoðun Guðna Ágústsonar að prófkjörsbaráttan hafi verið hörð og skaðað flokkinn í Reykjavík er að nokkru rétt, en útskýrir ekki hrun flokksins þar. Störf Björns Inga voru til skammar, þó meira hafi reyndar verið gert úr hanns þætti en raunverulega var, þá voru aðgerðir hanns til skammar. Það eru meiri lýkur á að það eigi stærri þátt í hruninu á flokknum. Einnig er almenn andstaða gegn aðildarumsókn ESB innan Framsóknarfólks, þó svo fámennur hópur hafi náð að koma þessari óværu inn í stefnu flokksins, reyndar með miklum höftum, en það er bara ekki um neina málamiðlun um þetta mál að ræða hjá flestum kjósendum Framsóknar. Þetta mál verður að fara út áður en nokkuð annað er gert, ef takast á að ná kjósendum til baka.

Fullyrðing Guðna um að Reykvíkingar séu haldnir "Silvíar Nætur heilkenni" er nokkuð góð, um það hvort Jón Gnarr sé að gera kvikmynd skal ósagt látið.

Í öllu falli er ákaflega langsótt að kenna formanni flokksins um ófarirnar, hann tók ekki við því embætti fyrr en fyrir rúmu ári síðan og var þar að auki ekki í kjöri til borgarstjórnar. Eina sem hann er hugsanlega sekur um, er að skipta sér ekki meira af baráttunni. Það er þó ekki að sjá að VG hafi grætt mikið á hjálp síns formanns í kosningabaráttunni í Reykjavík.

Framsóknarfólki og þá sérstaklega forusta flokksins ætti þó að taka með varúð gott gengi á landsbyggðinni. Víðast er verið að kjósa um persónur í sveitastjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn á í vandræðum, á þeim verður að taka. Mikil endurnýjun hefur orðið í forustuliðinu, þó má betur gera þar. Vandamálið verður þó ekki leyst með því einu að skipta út fólki, það þarf að skoða vilja kjósenda og grasrótarinnar. Þetta verður ekki unnið á einu augabragði, það tekur tíma að vinna traustið aftur. Til þess verður fólk að sjá og finna að virkilega er verið að vinna í málunum.

Flokkurinn lifði síðustu þingkosningar af, sennilega var það meira afrek en nokkurn grunar, næstu þingkosningar eru í raun prófsteinn á hvort flokkurinn á sér framtíð. Ef vel verður að verki staðið gæti flokkurinn orðið öflugur aftur, þó hann nái sennilega aldrei sínu besta fylgi aftur.

Til að þetta geti orðið er fyrsta skrefið að þingmenn flokksins virði skoðanir félagsmanna og gera sér grein fyrir stöðu sinn. Þingmenn eru fyrir flokkinn, ekki flokkurinn fyrir þingmenn. Þetta þurfa þeir að taka til sín sem gera grín að grasrótinni!

 


mbl.is Harðvítug prófkjörsbarátta skaðaði flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband