Forgangsröðin er á hreinu, landsbyggðarpa...ð skal fá að finna fyrir því
27.5.2010 | 16:26
Enn á að draga saman í vegaþjónustu!
Þetta kemur ekki niður á þeim sem sjaldan fara út fyrir borgarmörkin og enn sjaldnar út á malarvegina.
Þetta bitnar fyrst og fremst á því fólki sem býr við þessa vegi og einnig á ferðaþjónustunni. Hætt er við að ferðaskrifstofur skipuleggi ferðir sínar þannig að sneiða megi hjá þeim svæðum sem enn eru svo frumstæð að ekki er búið að leggja bundið slitlag.
Svo er stóra spurningin; hvernig er hægt að skera niður þjónustu sem er nánast engin?
Víða um land þar sem enn eru malarvegir er þegar búið að skerða þjónustuna, jafnvel niður í eina heflingu yfir sumarið. Hvernig er hægt að skeraða meira þar? Á kannski að hefla bara annann kantinn í sumar og hinn svo á næsta ári?
Sparnaður í þjónustu við malarvegi er ekki til sparnaðar fyrir þjóðina.
Fyrir það fyrsta er ótrúlegt að þeir íbúar landsins, sem ekki hafa fengið þau sjálfsögðu mannréttindi að búa við vegi með bundnu slitlagi, skulu þurfa að fá enn verri þjónustu en aðrir.
Í öðrulagi eru ekki miklir peningar sem sparast hjá vegagerðinni við þetta.
Í þriðja lagi mun þetta valda mun meira tjóni á þessum vegum, þegar til lengri tíma er litið.
Í fjörða lagi eru þau tjón sem hljótast mun á þeim faratækjum sem um þessa vegi fara, mun dýrari fyrir þjóðarbúið, ef þessum vegum er ekki haldið vel við.
Það væri lengi hægt að benda á rök fyrir því að sparnaður í viðhaldi og þjónustu á malarvegum er eins og að pissa í skóinn sinn!
Rykugir og holóttir sumarvegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.