Steingrímur hleypur á s..
26.5.2010 | 11:12
Það væri kannski rétt af Steingrími sjálfum að taka Bjarna sér til fyrirmyndar og fara að leggja eitthvað sjálfur uppbyggilegt fram.
Hann gæti til dæmis brotið odd af oflæti sínu og tekið til alvarlegrar skoðunar tillögu hagfræðingsins Lilju Mósesdóttur um skattgreiðslur af séreignasparnaði, jafnvel þó sú hugmynd sé eignuð Sjálfstæðisflokki.
Hugmynd Steingríms sem hann kastaði fram í fjölmiðlum í gær um að heldur ætti að leifa frekari úttekt á séreignasparnaði, er arfavitlaus og greinilega algerlega vanhugsuð.
Fyrir það fyrsta eru flestir þeirra sem verst eru staddir með litla eða enga eign í séreignarsparnaði og gagnast því þetta ekki. Í öðru lagi er alveg út í hött að þeir sem gátu myndað sér slíkan sparnað fari að skerða réttindin sem þeir hafa byggt sér til efri áranna, sérstaklega þegar hinir hefðbundnu sjóðir eru farnir að skerða rétt fólks.
Það er því greinilegt að þessi hugmynd er ekkert hugsuð, heldur eingöngu slegið fram til að slá ryki í augun á fólki. Enda sást að maðurinn hljóp í burtu eftir þessi ummæli, væntanlega áttað sig á ruglinu!
![]() |
Umpólun í Sjálfstæðisflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.