Ég er svo ofboðslega dýr...eiginlega Rándýr

Sigurður Einarsson hefur ráðið dýrasta lögmann Bretlands í vinnu við að verja sig, þessi lögmaður er einnig í vinnu hjá Hreiðari Má.

Í fréttum í kvöld er haft eftir þessum manni að Sigurður telji sig saklausann og muni því ekki mæta til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara eigi hann á hættu að verða handtekinn.

Hann sagði einnig að saksóknari hagaði sér eins og John Wayne, vildi handtaka menn til að sýnast stór kall!

Þessi ágæti maður sagði einnig að ef saksóknari vildi lyfta símtólinu og tala við sig, myndi hann sjá til þess að Sigurður mætti til Íslands, ekkert mál!

Í viðtali við sérstakan saksóknara sagðist hann ekki vilja eiga orðastað við þennann mann í gegn um fjömiðla.

-

Við virðumst ætla að verða vitni að fáráðnleika lögræðiruglsins. Það er greinilegt að þessi dýri lögfræðingur ætlar ekki að virða lög né reglur, heldur á að vinna málið með því að reyna að gera lítið úr saksóknara og efast um getu hans. Það gæti verið að þessi ágæti maður sem vinnur eftir hæðsta lögfræðitaxta í Bretlandi sé að vanmeta getu sérstaks saksóknara. Hanns helstu rök í viðtalinu eru hversu dýr hann sé, hann telur víst að þar með hafi hann rétt til að taka lög allra landa í sínar hendur.

Hvenær hefur það verið nóg til að komast hjá yfirheyrslu að segjast telja sig saklausann? Það hlýtur að vera dómstóla að skera úr um sekt eða sakleysi, ekki ákærða eða lögfræðing hans þó vel launaður sé.

Ef ég man rétt leysti John Wayne ekki ágreiningsmál sín við sakamenn með yfirheyrslum, hann notaði einfaldlega marghleypuna. Við getum verið viss um að sérstakur saksóknari beytir ekki þeirri aðferð.

Að sérstakur saksóknari vilji ekki munnhöggvast við þennann rándýra lögfræðing í fjölmiðlum er hárrétt ákvörðun. Á svona menn er ekki eyðandi orði.

Vonandi gera fjölmiðlar þessum dýra lögfræðingi ekki of auðvelt að tjá sig, við eigum ekki að þurfa að hlusta á bull frá svona manni. Það er nóg að dómstólar þurfi þess.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er ljóst af viðbrögðum Sigurðar að hann er hræddur og hvenær hræðast menn sannleikann.  Það er þegar hann hefur verið gefin skrattanum og er þar með  glataður.  Við getum því alveg leift okkur að dæma hann götudómum þar til hann kemur og gerir hreint fyrir sínum dyrum.  

Það er nefnilega rangt að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð fyrir dómi.  Því grunur um sekt fær meira vægi ef maðurinn leggur á flótta og ræður sér dýrustu fáanlega varnarkosti áður en hann þorir að svara spurningum saksóknara.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.5.2010 kl. 01:07

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ættli lögfræðingurinn fái borgað með peningum okkar Íslendinga, meiga menn taka við þýfi, ef hann dæmist sekur þá hefur hann fengið greitt með þýfi, nei ég held að hann ætti að hipja sig heym saklaus maðurinn. ( Að eginn sögn)

Eyjólfur G Svavarsson, 16.5.2010 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband