Slóðar eða slóðar

Akstur utanvega er ekki til fyrirmyndar, hvort heldur er á svokölluðum torfærutækjum eða öðrum farartækjum. Um þetta eru skýr lög á Íslandi, vandinn er hinsvegar að í þeim lögum er talað um slóða og ekki skilgreint nánar. Nú er  verið að vinna að kortlagningu slóða á hálendinu og ætti ekki að vera mikið mál fyrir Suðurnesjamenn að fá að vera með í þeirri vinnu.

Aðal vandinn er að löggæslan hefur ekki þann mannafla sem þarf til að hafa eftirfylgni með þessum lögum. Kortlagning slóðanna breytir engu um það.

Við megum samt ekki gleyma okkur alveg, það má svo sem segja að frjálsræðið hjá okkur sé mikið miðað við hjá öðrum þjóðum, en lögin eru samt skýr. Vandamálið er að framfylgja þeim. Það er helst að sumir sýslumenn hafi sent sína lögreglumenn upp á heiðar til að sekta bændur sem nota fjórhjól til smölunar á sínum bústofni.

Það hefur orðið gífurleg aukning á fjölda fjórhjóla og torfærumótorhjóla. Torfærumótorhjól eru eins og nafnið segir, ætlað í torfærur. Þau hjól eiga ekki erindi á vegi eða vegslóða, enda illmögulegt að ferðast langar leiðir á þeim. Ferðamótorhjól eru mitt á milli tofæruhjóla og götuhjóla. Þessi hjól eru ætluð til aksturs á vegum og vegslóðum. Fjórhjólin skiptast einnig í flokka, leikhjól og vinnuhjól. Leikhjólin eru til að leika sér á og eiga ekki erindi á vegi eða slóða. Vinnuhjólið eða ferðahjólið eins og þau eru einnig kölluð eru ætluð sem vinnu- og ferðatæki. Þessi hjól eru ætluð til aksturs jafnt á vegslóðum sem utan þeirra. Þessi hjól skilja nánast engin spor eftir sig og valda, ef rétt er farið, minni skaða en reiðhestar.

Eigendur þessara tækja eiga að hafa sama rétt og aðrir, ríkið leifir influtning á þeim og verður því að sjá til þess að réttur eigandanna sé ekki fyrir borð borinn. Eigendum tækjanna ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem í landinu er.

Mörg sveitafélög hafa verið dugleg að hlúa að eigendum torfæruhjólanna, látið þeim eftir landsvæði til að gera æfinga og keppnisbrautir og janvel styrkt félög þeirra á annan hátt.

Eigendur ferðahjólanna eru hinsvegar í erfiðari aðstöðu. Sum þessara hjóla er götuskráð en önnur eru einungis torfæruskráð. Þetta er reyndar algerlega óskiljanlegt. Hvernig má það vera að tvö nákvæmlega eins hjól frá sama framleiðanda eru ýmist götuskráð eða torfæruskráð. Hvers vegna eru ekki öll ferða og vinnuhjól bara götuskráð? Vandi  þeirra sem eru með sín hjól torfæruskráð er að þeir geta ekki ekið eftir vegum, þau henta ekki á leiksvæði leikhjólanna og enn er spurning hvort þau megi aka eftir merktum slóðum!! 

Það er til gamans rétt að benda þeim sem vilja banna alla umferð, að þeir ættu að hugsa sér hvernig Ísland liti út í dag ef þau lög sem banna utanvegaakstur hefðu komið um miðja síðustu öld. Þá hefði vegir verið lagðir af þörf en ekki forvitni. Engir vegir væru utan byggðar og hálendið algerlega ósnortið. Það eru örugglega margir sem væru til í þetta en þá gætum við lagt nánast niður ferðamannaiðnaðinn.

Sprengisandsleið var farin af forvitni og ævintýraþrá, enginn vegur væri þar í dag ef þessi lög hefðu gilt þegar fyrsta ferðin var farin. Hvergi væri aðgengi upp á jökla landsins ef ekki hefðu ævintýramenn leitað leiða upp á þá. Svona mætti lengi telja. Flestar perlur okkar á hálendinu eru aðgengilegar ferðamönnum í dag vegna utanvegaaksturs forvitinna ævintýramanna um og eftir miðja síðustu öld.

Það er hinsvegar spurning hvenær nóg er að gert, samkvæmt lögum er þegar búið að finna allar perlur landsins, akstur utanvega er bannaður og því ekki hægt að sannreyna það úr þessu.

 


mbl.is Nauðsynlegt er að taka á vanda vegna torfæruaksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög góð grein hjá þér. Ætti að vekja áhuga allra um útivist. En því miður skrifa fæstir athugasemdir við góðar greinar þar sem menn gæta ekki jafnræðis. Einugis greinar þar sem ofstæki ríkir og menn geta verið með eða móti eru spennandi.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband