"Breytingar breytinganna vegna" af því Jóhanna vill það
9.5.2010 | 23:12
Er stjórnin loksins að springa, eru Vinstri grænir búnir að fá nóg af frekjunni í forsætisráðherra.
Jóhanna áttar sig ekki á því, frekar en fyrri daginn, að það eru tveir flokkar í stjórn. Nú vill hún keyra í gegn með afli breytingar á ráðuneytum. Væntanlega er hún búin að átta sig á þvi að ef þær breytingar eiga að gerast, verður það að vera á þessu þingi. Þetta er síðasti séns fyrir hana.
Nú á að beyta sömu rökum af hennar hálfu og við samþykkt icesave, "ég er forsætisráðherra og þið hlýðið mér".
Það má svo sem segja að rétt sé að skoða fækkun ráðuneyta en forsemda fyrir því er að málið sé skoðað vel. Breytingar breytinganna vegna eru tilgangslausar. Það verður að vera sýnilegur hagnaður af breytingum til að réttlæta þær, á það bæði við fjáhegslegur og stjórnunarlegur hagnaður, að kerfið verði skilvirkara og betra fyrir íbúa landsins. Ef hægt er að sýna fram á slíkt er allt í lagi að skoða breytingu.
Það er hins vegar ekki að sjá eða heyra að sú vinna liggi fyrir. Þó tvö ráðuneyti séu búin að ræða saman og séu sammála, hefur ekki verið sýnt fram á nein gögn því til staðfestu.
Það má ekki æða áfram í blindni, þá er hætt við að gengið verði fram af brúninni.
Ríkisstjórnin fundar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.