Siðferði?
28.4.2010 | 17:44
Hvernig getur þingið kveðið upp siðferðisdóm yfir öðrum? Hvers vegna telja þingmenn sig vera í aðstöðu til þess?
Nú ætla ég ekki að verja gjörðir Björgúlfs Thors, eða reyna að réttlæta hann á neinn hátt. Hann fær vonandi þann dóm sem honum ber, frá dómsvaldinu, fólkið í landinu hefur þegar látið hann fá sinn siðferðisdóm.
En hvernig geta þingmenn, sem flestir virðast hafa glatað sínu eigin siðferði, dæmt nokkurn annan? Hvers vegna var það þá ekki gert gagnvart Jóni Ásgeir og hanns fjölskildu, í stað þess að færa þeim á silfurfati 365 fjölmiðla? Fleiri dæmi er hægt að nefna.
Þingmenn ættu að taka til í eigin ranni áður en þeir fara að dæma aðra, látum dómsvaldið sjá um að dæma menn.
Þessi stefna, ef að verður, er ógnvænleg. Þarna er verið að breyta löggjafarvaldinu úr því að setja lög, yfir í að hlaupa eftir dutlungum þingmanna hverju sinni. Það getur hver maður séð hvert slíkt gæti leitt okkur.
Málflutningur sumra þingmanna við að reyna að réttlæta eigin misgjörðir er búinn að vera sorglegur og bendir ekki til að þeir átti sig á stöðu sinni í þjóðfélaginu. Þeir hafa meðal annars borið því við að vegna þess að fjárframlög til þeirra hafi farið í kosningasjóð en ekki í eigin vasa séu þeir ekki sekir. Þeir hafa einnig sagt að þeir hafi ekki brotið nein lög og séu því ekki sekir. Afsakanir þeirra eru með ólíkindum, hvort þeir hafi brotið lög skiptir ekki neinu máli. Hvort styrkirnir hafi runnið í kosningasjóð en ekki eigin vasa, skiptir heldur ekki máli, enda nokkuð það sama.
Staðreyndin er að þingmenn sitja í umboði kjósenda, þeir eiga að vera hafnir yfir allann vafa um siðferðisbrest. Þar skiptir engu máli hvort brotin séu lög eða ekki, eða hvort hártogast sé með hvert styrkir fara samkvæmt bókhaldi. Þingmaður sem þiggur ölmusur frá stórfyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum eru ekki hafnir yfir vafa um siðferðisbrot. Þegar einhver sem á að hafa eftirlit með öðrum þiggur gjöf frá þeim sama, er ekki hægt að trúa því né treysta að ekki muni koma til hagsmunaárkstra.
Þingmenn verða að skilja stöðu sína í þjóðfélaginu, fyrr en þeir hafa gert það er ekki von um neina sátt.
Þingið kveður upp siðferðisdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sé ekki að það sé verið að dæma einhvern góðan eða vondan (eða setja neinn á skala þar á milli) þetta er bara bull.
Sófismi, þvættingur, kjaftæði. Sama og venjulega.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.4.2010 kl. 21:52
Eg er sammala thessu bloggi. Loggjafinn er ad fara langt ut fyrir sitt valdsvid.
Blehh (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 07:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.