Svavar Gestsson telur.....

Samkvæt frétt á visir.is telur Svavar Gestsson að forsætisráðuneytið þurfi að setja siðareglur um störf forseta Íslands. Hefur forsætisráðherra vald til þess?

Hann lætur einnig að því liggja að sennilega ætti bara að leggja niður embætti forsetans. Það þurfi að ríkja sátt um þetta embætti og á honum er að skilja að það geti reynst erfitt.

Það er alveg ljóst að það skiptir engu máli hvort settar verði siðareglur um embættið eða hvort það verði lagt niður, meðan menn eins og Svavar Gestsson, menn sem þola ekki minnstu gagnrýni á sín störf og þykjast öðrum fremri, fá að tjá sig á opinberum vettvangi mun engin sátt nást um neitt.

Það er naumast að Svavar ætlar að láta sárindi sín út í ákvörðun forsetans fara illa með sig. Hann skilur væntanlega ekki að hann ætti frekar að láta þessi sárindi bitna á fólkinu í landinu, það var jú það sem felldi lögin í kosningu, forsetinn vísaði lögunum einungis til þjóðarinnar.

Það er svo sem ekki von að Svavar skilji þetta. Hann sem sat á þingi til margra ára í umboði fólksins skilur ekki að almenningur hafi sjálfstæða hugsun og skynsemi til að taka ákvarðanir. Fyrir honum er almenningur ómenntaður skríll sem eingöngu er hægt, á fjögurra ára fresti, að nota til athvæðagjafa.

Ef einhver hefði sagt við mann fyrir svona hálfu ári síðan, að Svavar Gestsson og Davíð Oddson ættu eftir að verða harðir samherjar, hefði maður talið þann mann eitthvað geggjaðann. En svona er Ísland í dag, það er nóg ef sett er spurningamerki við störf pólitíkusa þá gerast þeir samherjar um leið, þvert á alla flokkapólitík. Hörðustu andstæðingar verða mestu samherjar.

Þetta væri kannski leiðin til að fá alþingi til að starfa saman, forsetinn lesi upp nöfn allra sextíu og þriggja þingmannana og sett út á störf hvers og eins. Alþingi stæði þá sennilega saman sem einn maður og gæti farið að vinna fyrir þjóðina.

Sjá link: http://visir.is/article/20100425/FRETTIR01/824635574


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Svavar vill losna við fosetann til að geta níðst á lýðræðinu, það þarf að hafa forseta sem lætur ekki valtra yfir almenning, ef ekki væri forsetinn hefði komma stjórnin þvingað icesafe upp á þjoðina.

Eyjólfur G Svavarsson, 27.4.2010 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband