Kunnugleg rök
22.4.2010 | 21:50
Steinun Valdís segir að fjármunirnir hafi ekki runnið í hennar eigin vasa heldur í kosningasjóðinn! Heldur eru þetta kunnugleg rök. Flokksstuðningsmaður hennar, Jón Ásgeir, hefur verið duglegur að nota svipuð rök. Að vísu fór féð sem hann tók ófrjálsri hendi ekki í neinn kosningasjóð hjá honum, heldur til einhvers af fjölda fyrirtækja hans. Sama má segja um flesta útrásarglæpamennina.
Það er hætt við að flestir eða allir þeir þingmenn sem ásakaðir hafa verið um óhóflega styrki frá fyrirtækjum og bönkum geti notað þessi rök. Eða eiga þau kannski eingöngu við um þingmenn Samfylkingarinnar?
Steinunn lofar því að þetta muni ekki koma fyrir aftur! Auðvitað ekki, hún er kannski búin að gleyma að það hafa verið sett lög um hámarksstyrki til stjórnmálamanna. Hún skilur lögin kannski þannig að ef styrkurinn fer í kosningasjóðinn sé hann ekki til stjórmálamannsins og eigi því ekki við.
Steinunni Valdísi hefði verið betra að sleppa þessari grein og fara að vilja fólksins. Hún yrði meiri stjórnmálamaður fyrir vikið og ætti kannski afturkvæmt síðar.
Segir ásakanir á hendur sér rangar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.