Óstjórn og sviksemi stjórna sjóðanna
20.4.2010 | 05:36
Hvers vegna fá sjóðsfélagar ekki að kjósa í stjórnir líeyrissjóðanna?
Nú er það fyrirkomulag að stjórnir sjóðanna eru skipuð af fulltrúum atvinnurekenda og fulltrúum stéttarfélagana. Hvað koma lýfeyrissjóðirnir atvinnurekendum við? Þó þeir greiði í þessa sjóði á móti launþegum, þá er sú greiðsla hluti af launakjörum launþeganns og hans eign. Því ættu stjórnir sjóðanna að vera skipaðar fulltúum launþega og kosnar af þeim.
Þetta fyrirkomulag sem nú er í gildi er búið að sanna að það gengur ekki upp. Atvinnurekendur hafa notað þessa sjóði til kaupa á hlutabréfum í eigin fyrirtækjum, oft illa reknum fyrirtækjum. Þegar sjóðirnir voru stofnaðir á sínum tíma voru fyrirtæki ekki á hlutabréfamarkaði og var því ekki spáð í þessa hagsmunaárekstra.
Það hlýtur að koma sú krafa frá launafólki að þessu verði breytt, að fyrst og fremst verði hugsað um hagsmuni þess við rekstur á sjóðunum. Atvinnurekendur geta tekið lán í bönkunum. Á síðasta ári kom formaður eins stéttarfélagsins fram með þessa hugmynd en engar undirtektir voru af hálfu annarra félaga. Nú hljóta menn að fara að hugsa.
Valdið yfir líeyrissjóðunum til eigenda peninganna, launþeganna og það ekki seinna en strax.
Gildi skerðir aftur réttindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjá hér:
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tilnefndur af SA, formaður stjórnar.
Sem hefur nú viðurkennt að hafa tekið þátt í hjarðhegðun lífeyrissjóðanna og fjárfest með útrásarvíkingunum.
Á þessi Baugs-dindill ekki að fara að segja af sér ??
Sigurður Sigurðsson, 21.4.2010 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.