Köllum hlutina réttum nöfnum

Þetta er skattur og ekkert annað. Að reyna að telja fólki trú um að þetta sé einhverskonar gjald til uppbyggingar á vegakerfinu er út í hött. Nú þegar eru innheimtir skattar af eldsneyti, þeir skattar eru til uppbyggingar vegakerfisins. þessir skattar voru settir á með lögum og ætlaðir í vegakerfið. Það er því lögbrot af hálfu ríkisins að nota þá peninga til annar hluta.

Það er svo spurning hvort rétt sé að setja upp gjaldskýli inn í borgina til að auka tekjur ríkisins. Ef menn telja að hægt sé að totta meira út úr bifreiðareigendum þá gæti þetta verið aðferð til þess.

Það er svo sem vitað að margir stuðningsmenn VG finnst það lúxus að eiga bíl. Þetta fólk er náttúrulega ekki í takt við veruleikann, hvorki í þessu máli né öðrum.  Fyrir landsbyggðafólk er bifreiðareign lífsnauðsynleg, bæði til að sækja sér nauðþurftir og einnig til að geta stundað vinnu. Þetta blessaða fólk innan VG áttar sig ekki á að strætó gengur ekki um allt landið.

Ef þessi hugmynd um veggjald gengur eftir verða menn að átta sig á að um hreinan skatt er að ræða, skattur sem gengur til ríkisins og kemur vegaframkvæmdum ekkert við.


mbl.is Alfarið á móti vegtollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband