Gengur slökkvistarfið illa Steingrímur?

Þetta fólk er ekki með öllum mjalla. Þau halda að þeim sé leyfilegt að haga sér eins og þeim sýnist, setja lög hægri vinstri sem eru ekki í samræmi við sáttmálann, þar að auki hafa þau staðið illa og ekki við þann hluta sem að ríkinu snýr.

Það má vel vera að þessar lagasetningar hafi verið nauðsynlegar, en hvar er samstaðan og samvinnan, hefði ekki verið betra fyrir stjórnina að hafa hagsmunaaðila með frá upphafi.

Steingrímur hafði uppi stór orð á fyrstu dögum þessarar ólánsstjórnar, sagði að nú væri komið að slökkvistarfinu, nú þyrftu menn að bretta upp ermar til að slökkva það bál sem búið væri að kveikja. Það gengur illa að slökkva eldinn ef hann er alltaf kveiktur upp aftur.

Þessi stjórn er með öllu ófær um að stjórna landinu.

Stöðugleikasáttmálinn er löngu fallinn, hann breyttist í fastlaunasáttmála nánast strax.

 


mbl.is Ætla að hitta forustu SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Rétt hjá þér með að það gengur illa að slökkva, þegar eldarnir eru alltaf kveiktir aftur.

Því miður hefur ekki verið hægt að stoppa brennuvargana, þeir ganga enn lausir, þessir drullusokkar sem kveiktu eldana í upphafi.

Hamarinn, 23.3.2010 kl. 13:16

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

"Slökkviliðið" hefur verið drýgst við að kveikja eldana.

Það hefur ekki staðið steinn yfir steini, af því sem þetta ólánsama fólk sem kallar sig "ráðherra" , hefur sagt. Ekki er baklandið þeirra betra, hver höndin upp á móti annarri.

Gunnar Heiðarsson, 23.3.2010 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband