Verkfallsrétturinn

Verkfallsrétturinn er helgasti og heilagasti réttur hvers launþega. Þessi réttur er því vand með farinn.

Þegar allur almenningur er að taka á sig miklar kjaraskerðingar er varla hægt að segja að það sé skynsamleg notkun á þessum heilaga rétti, að hálaunastétt beytir honum sér til framdráttar. Það er að sama skapi ekki hægt að segja að stjórnvöld beri mikla virðingu fyrir þessu rétti launafólks að sett skuli lög sem taki hann af því.

Kröfur flugvirkja í þessari deilu eru ekki miklar í sjálfu sér og mjög skiljanlegar. Það gefur þeim þó ekki rétt til að misnota verkfallsréttinn. Ef um væri að ræða víðtæka samstöðu launafólks, horfði málið öðru vísi við. Það er bara ekki svo nú.

Menn verða að átta sig á því að verkfallsrétturinn er ekki réttur einstakra manna sem hafa aðstæður til að beyta honum, hann er réttur allra launþega. Það er háalvarlegt þegar fámennur hópur beytir þessum rétti, vitandi að lög muni verða sett, því í hvert sinn sem lög eru sett á verkfall, veikist rétturinn. Þessi fámenni hópur er því að veikja verkfallsréttinn fyrir alla aðra líka.

Nú er vinstri ríkisstjórn búin að setja lög á verkfall, verkfall sem olli að sjálfsögðu vandræðum í þjóðfélaginu en ekki neinni krísu. Þetta segir okkur að þegar í brýnu slær næst verður lögum beytt.

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að hægri stjórn hefði ekki komist upp með að setja þessi lög.  

  


mbl.is Lög á verkfall flugvirkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband