Ekki verið að skafa utan af því

Nú hafa Hollendingar opinberað það sem okkur hefur grunað. Þeir beyta AGS og ESB fyrir sig í deilunni.

Neðri deild þings þeirra hefur samþykkt að beyta auknum þrýsting á okkur, væntanlega þá í gegn um AGS. Einnig segir þingið að ekki verði að inngöngu Íslands inn í ESB að óbreyttu.

Þetta vekur upp spurningu um það hvort formenn stjórnarflokkanna hafi vitað þetta og ákafi þeirra til að samþykkja afarkosti sé vegna þess.

Formaður samfylkingar af ótta við að komast ekki í klúbbinn sinn, sem reyndar fæstir Íslendinga vilja.

Formaður VG vegna ótta við AGS, en eins og kunnugt er hefur hann sagt að þetta væru glæpasamtök, er sennilega eitt af því fáa sem hann hefur sagt af viti.

Úr þvi Hollendingar hafa kosið að fara þá leið að beyta hörku og bolabrögðum í þessari deilu, sé ég ekki annað en að svara verði í sömu mynnt.

 


mbl.is Hyggjast beita sér gegn samvinnunni við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er merkilegt hvað þú opnar augun fyrir staðreyndunum seint. Það hefur verið orðspor allan tímann að svona er málum háttað. Þeir sem eru í aðstöðu til að beita fyrir stofnunum sem íslendingar eru háðir gera það. Þetta er nú ástæðan fyrir þeim veiku röddum að það beri að semja til að komast útúr klemmunni sem fyrst. Maður kemst ekki langt á þjóðrembunni einni saman en hún er ágætt bland í poka á tyllidögum.

Gísli Ingvarsson, 11.3.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband