Vorið er ekki komið, en það kemur
6.3.2010 | 00:40
Vissulega er ekki enn komið vor í Íslenskt hagkerfi.
Það kemur ekki vor í það fyrr en tekið er á málum heimilanna. Meðan heimilin blæða getur ekki orðið hagvöxtur.
Það er heldur ekki farið að bæta rekstrargrundvöll fyrirtækja. Meðan ekki er gert neitt til að fyrirtækin geti starfað er ekki von til að rekstur heimilanna lagist og á meðan getur ekki orðið hagvöxtur.
Svo einfallt er það.
Það er allt kapp lagt á að bæta stöðu stórfyrirtækja, sem stjórnað hefur verið af þeim mönnum sem settu allt á kaldan klaka hjá okkur. Staða þeirra er bætt með gríðarlegum niðurfellingum skulda og oftar en ekki fá sömu stjórnendur að halda völdum og fá jafnvel forkaupsrétt sem veitir þeim ráðandi stöðu innan þeirra.
Á meðan meiga þau fyrirtæki sem ekki tóku þátt í græðginni, fyrirtæki sem voru vel rekin fyrir hrun, horfa upp á eigið fé þurkast upp. Það er ekkert gert til að létta þeim róðurinn.
Þetta er allt gert með vilja eða afskiptaleysi ríkisstjórnarinnar, stjórnar sem lofaði að slá skjaldborg um heimilin.
Ekki enn vor á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.