Niðurrifsöfl

Það er hálf undarlegt að lesa þetta viðtal Aftenposten við ráðherra viðskipta á Íslandi. Þessi ráðherra er sagður vera ópólitískur, annað er að sjá.

Þegar ráðherrar hafa möguleika á að halda uppi málstað okkar, kjósa þeir að niðurlægja þjóðin.

Þetta er ótrúleg vitleysa, þessir menn ættu að skammast sín.

Ef ráðherra getur ekki eða vill ekki standa með þjóð sinni á hann að segja af sér. Hann hefur kvorki vald né leyfi til að sitja lengur. Það versta sem nokkur ráðherra getur gert er að niðurlægja sína eigin þjóð, næst verst er að efast um lýðræðið.

Þetta gerir Gylfi sig sekan um í þessu viðtali, þetta hafa forsætis og fjármálaráðherrar einnig gert sig seka um, ekki einu sinni, heldur oft síðustu daga.

Þeim ber því að segja af sér, ef ekki rís þjóðin upp gegn þeim.

 


mbl.is Samningarnir geta reynst dýrari en Icesave-skuldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist þetta náttúrlega best, ekki satt? Þarftu þá nokkuð að vera að svekkja þig á þessum aulum sem ekkert vita? Þú gætir þá m.a.s. hætt þessu bloggi þínu, a.m.k. mér til mikillar ánægju.

Kári (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:30

2 identicon

Steingrimur (kári),essassu??? !?

ks (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 10:59

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Kári, bara svo ekki valdi neinum miskilning, þá er ég að blogga mér til skemmtunar, ekki þér.

Þér, eins og öllum öðrum er hinsvegar velkomið að tjá þig á þessu bloggi mínu. Ég eyði engu út og er sjóaðri en það að ég láti á mig fá þó mínum skoðunum sé mótmælt.

Eina krafan sem ég geri er að ekki séu persónulegar árásir settar hér inn.  Það er að segja árásir á aðra en mig.

Gunnar Heiðarsson, 5.3.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband