Þögn er sama og samþykki!!!

Veit Jóhanna ekki um hvað er verið að kjósa á morgun?

Miðað við ummæli hennar veit hún ekki um hvað kosið er, hún lætur að því liggja að verið sé að kjósa um hvort við borgum eða ekki. Þvílík vitleysa.

Kosningin er ekki um það, hún er um hvort við borgum samkvæmt lögum nr. 1-2010, lög sem eru um "samning" sem gerður var milli Breta og Hollendinga annarsvegar og samninganefndar Íslands hins vegar. Samning sem nauðgað var í gegn um þingið með hótunum. Samning sem er í raun krafa annars aðilans á hinn.

Það er ekki samningur, það er einhliða krafa.

Eins og marg oft hefur komið fram fer kosning fram. Það voru aðeins tvær leiðir til að koma í veg fyrir það, draga lögin til baka eða  vera með undirritaðan samning. Ef Jóhönnu finnst svo vitlaust að kjósa af hverju dró hún þá ekki lögin til baka? Það er orðið of seint núna.

Það liggur þegar fyrir að Bretar og Hollendinga hafa gert mun betra tilboð, það segir að lögin verður að fella, annars taka þau gildi.

Að hræðast það að Bretar og Hollendingar dragi sig út úr samningaviðræðum er bull. Þeir eru þegar búnir að viðurkenna að lagaleg staða þeirra er slæm, þeir munu því halda áfram samningum, það er eina leið þeirra til að fá meir en þeim ber.

Sú hugsana skekkja að skila auðu eða sitja heima er stór hættuleg. Þögn er sama og samþykki.

Nú eru hér á landi margir erlendir fréttamenn, það er ekki að sjá að stjórnvöld séu að nota sér það til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Ef þessi stjórn væri að vinna vinnuna sína, væri hún með látlausan áróður fyrir okkar málstað í gegn um þessa fréttamenn. Er stjórnin fréttafælin? Er henni alveg sama hvernig um okkur er fjallað á erlendri grundu? Það er ekki annað að sjá, eina sem kemur frá þeim er hvað allt sé tilgangslaust og hvað Íslendingar eru vitlausir.

Það er orðið fullreynt með þessa stjórn. Hún er búin að full sanna getuleysi sitt og áhugaleysi fyrir þjóðarheill.

Stjórnin á að segja af sér. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fólk í opinberum stöðum, að nú ekki sé talað um ráðherra verða að taka afstöðu til mála.  Ráðherra sem getur ekki gert upp hug sinn í máli sem búið er að ræða í á annað ár er óhæfur.  En því miður þá skilur Jóhqanna það líklega ekki.

Hrólfur Þ Hraundal, 5.3.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband