Björn Valur segir....
3.3.2010 | 12:51
Björn Valur viðist ekki vita hvernig samningaviðræður fara fram og hvert hlutverk samninganefnda er. Kemur kannski ekki á óvart.
Hann segir "andstæðingarnir hafi komið í veg fyrir að samninganefndin (ath. ekki stjórnarmeirihlutinn) sendi svar til Breta og Hollendinga".
Samninganefnd hefur ekki umboð til að koma með tillögu sem er í bága við þá ákvörðun þeirra sem hún hefur umboð frá. Samninganefndin hefur umboð frá stjórn og stjórnarandstöðu. Ef það umboð á að breytast verður stjórnin að ákveða það og tilkynna stjórnarandstöðunni að samstarfi sé lokið.
Það er svo sem ekkert skrítið að Björn Valur reyni hvað hann getur til að koma í veg fyrir þessa samstöðu.
Sú fullyrðing Björns Vals, að það verði að skýrast fyrripart dags, hvort samninganefndin hafi umboð frá stjórnarandstöðu er undarleg í meira lagi. Samninganefndin er með umboð frá stjórn og stjórnarandstöðu. Samninganefndin er því enn með fullt umboð. Nema stjórnin sé búin að rjúfa samstarfi formlega.
Hvort samninganefndin gefst upp á samstarfi við sína umbjóðendur finnst mér ákaflega ótrúlegt, enda vanir samningamenn á ferð.
Trúnaðarbrestur í Icesave-samningum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Forsetinn færði valdið til þjóðarinnar í þessu máli, þannig að þessi nefnd ásamt ríkisstjórn og stjórnarandstöðu hefur ekkert umboð til að gera einhverja samninga um þetta fyrr en að skýr afstaða þjóðarinnar hefur komið fram í Þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 6. Mars.
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.