Er á meðan er
2.3.2010 | 20:55
Þetta eru góðar fréttir. Það er að segja ef þetta er ekki eitthvert plott hjá stjórninni. Róa fólk niður og koma svo með nýjan samning daginn fyrir kosningu. Ónýtan samning sem erfitt eða útilokað verður að fella.
Það hafa heyrst þær fréttir utan úr hinum stóra heimi að ESB sé titrandi af hræðslu við að lögin verði felld í kosningunni. Ef þetta er rétt væri gaman að fá að vita hvers vegna.
Er það kannski af hræðslu við að í ljós komi að löggjöf þeirra er gölluð?
Ef svo er, ættu þeir þá ekki að gleðjast yfir að fá að vita það? Það er þá hugsanlega hægt að laga hana, áður en fleiri þjóðir lenda í sömu sporum og við.
Eða er það kannski ótti við að ein lítil lýðræðisþjóð sé sterkari en hið almáttuga ESB.
Ekki formlegir fundir á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.