Hún er takmarkalaus vitleysan
2.3.2010 | 13:39
Enn þrjóskast þau við, í hádegisfréttum RUV var viðtal við JóStein, þau lýstu miklum áhyggjum af ástandinu!! Þjóðaratkvæðagreiðslan væri marklaus, en færi engu að síður fram!! Nema, eins og Steini sagði, að grunnur undir nýjan samning yrði komin. Þá mætti sleppa henni.
Hvað eiga þau við, eigum við að sleppa því að kjósa? Ef við sleppum því að kjósa og stjórnin dregur ekki til baka lögin, öðlast þau þá ekki gildi?
Þetta er ákaflega undarlegur málflutningur og það frá tveimur valdamestu ráðherrum landsins. Ég er ansi hræddur um að Steini hefði hrópað landráð eða jafnvel eitthvað enn verra, ef hann væri í stjórnarandstöðu.
Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram, hún er ekkert grín. Það sem til þarf til að sleppa henni er annað tveggja; nýr undirritaður samningur eða að stjórnin dragi lögin til baka.
Það er ljóst að þó fullur vilji beggja aðila væri til staðar, næst ekki að ganga frá og undirrita nýjan samning. Til þess er tíminn einfaldlega of stuttur.
Stjórnin eru marg búin að lýsa því yfir að lögin verði ekki dregin til baka.
Eftir stendur, að kosning fer fram og væntanlega verða lögin felld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.