Hornsteinn

Íslenskur landbúnaður er og hefur verið hornsteinn í Íslensku atvunnulífi. Svo hefur verið frá því land byggðist og svo mun það vonandi verða um aldir.

Það eru hinsvegar blikur á lofti, einum stjórnmálaflokk hefur tekist að koma okkur inn í ferli sem gæti hæglega ógnað þessu. Umsókn inn í ESB.

Það er merkilegt að samkvæmt könnun Capasent skuli einungis 1/3 hluti þjóðarinnar vera hlynntur aðildarviðræðum, á sama tíma telja tæp 96% þjóðarinnar miklu máli skipta að landbúnaður verði stundaður hér á landi.

Íslenskum lanbúnaði stendur vissulega ógn af aðildarumsókninni. Það hefur þegar komið fram að við þurfum að breyta stjórnkerfi og lögum hér á landi, til samræmis við lög og reglur ESB. Það hefur líka komið fram að við getum ekki vonast til að við fáum sérmeðferð, hugsanlega gætum við fengið eitthvað svipað og Finnar en ekkert umfram það. Það er vitað að sú sérmeðferð sem Finnar fengu gerir þeim ansi lítið gagn, auk þess sem Finnar þurfa að greiða sjálfir að fullu fyrir þá sérmeðferð.

Það er vitað að opnun fyrir óheftann innflutning á landbúnaðarvöru til landsins mun veikja Íslenskan landbúnað, landbúnað sem varla má við meiru. Nú þegar er svo vegið að landbúnaði hér að sumstaðar er orðið erfitt að stunda hann. Ekki vegna landsgæða, þau eru mjög góð hjá okkur, heldur vegna mannfæðar og dreyfbýlis.

Óheftur innflutningur hefur líka í för með sér hættu á að ýmsir smitsjúkdómar eiga hæga leið inn í landið, sjúkdómar sem við höfum verið blessunarlega laus við, sjúkdómar sem eru að gera landbúnað í Evrópu erfiðara fyrir og er að leiða til hærra verðs á matvöru þar, matvöru sem er full af allskonar lyfjum. Þetta er auðlind sem ekki má vanmeta og alls ekki fórna.

Ekki má gleyma þeim fjölda fólks sem hefur sitt lífviðurværi af landbúnaði beint og óbeint. Þar er talað um að um 10.000 manns. Ég leyfi mér að efast um þá tölu. Það eru margir þéttbýliskjarnar sem gætu lagst alveg af, óháð því hvort fólkið vinnur við störf tengd landbúnaði. Þessi tala er að lýkindum mun hærri.

Það er sorglegt að einum stjórnmálaflokki skuli vera leyft að halda þessari aðildarumsókn til streitu. Af hverju er þessi vitleysa ekki stoppuð. Það er vitað að þetta kostar okkur  tugi ef ekki hundruð miljóna, enginn veit í raun ennþá hversu mikið. Það er allavega varlegt að treysta þeim tölum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Væri þeim pening ekki betur varið hér heima.

Það sem er þó alvarlegast í þessu öllu er að þegar loksins kemur að því að almenningur fær að kjósa um þetta mál þá verður það orðið of seinnt. Það verður þá þegar búið að breyta öllu hér til samræmis við vilja ESB og því ekkert um að kjósa lengur. Búið að læða okkur inn bakdyramegin.

Það má vel vera að landbúnaður á Íslandi vegi kannski ekki þungt í hagkerfinu okkar. Hann er engu að síður hornsteinn. Hornsteinar þurfa ekki að vera stórir en þegar þeir eru fjarlægðir hrynur húsið.

 


mbl.is Meirihlutinn á móti ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þakka góða grein.Mikill sannleikur í lokaorðunum.

Ragnar Gunnlaugsson, 28.2.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband