Stöndum á okkar rétti

Bretar orðnir hræddir, það er hið besta mál. Nú þarf samninganefndin að láta kné fylgja kviði og sýna að okkur Íslendingum er full alvara.

Þetta er í raun endanleg staðfesting á því að þeir eru búnir að viðurkenna að lagaleg skylda okkar er engin í þessu máli.

Þeir eru kannski líka búnir að átta sig á að skaðabótaskylda þeirra gagnvart okkur, vegna hryðjuverkalaganna sem þeir beyttu okkur gæti fléttast inn í þetta mál fyrir dómstólu.

Breskir dómstólar hafa þegar dæmt að hryðjuverkalögin megi ekki nota í slíkum tilgangi.

Stöndum á okkar rétti.


mbl.is Leynifundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það þarf að koma þessari skaðabótastefnu á Bretanna í gang eins flótt og hægt er. Það ætti að vera auðunnið mál. það á ekki að hafa neina fleyri fundi með þeim.

Óskar Arnórsson, 27.2.2010 kl. 20:38

2 identicon

Alveg rétt. Bretar vilja alls ekki fá þetta fyrir dómsstóla. Fleiri og fleiri óháðir lagaspekingar eru að koma fram og segja að við berum ekki lagalega ábyrgð á þessu. Verst að samninganefndin hefur sennilega ekki kjark til að segja það og standa við það.

Davíð (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband