Málfrelsi

Það er ekki undarlegt að svona skuli vera komið fyrir okkur Íslendingum, ef við erum með marga svona grautarhausa sem kennara í æðstu mentastofnunum okkar. Það er ekki nóg með að hagfræðingurinn komi fram með vafasama útreikning varðandi þessi mál, hann er líka að tjá sig pólitíkst á opinberum vettvangi í krafti stöðu sinnar. Verst er þó að hann heldur uppi ljótum áróðri gegn þjóð sinni á erlendri grundu.

Hvers vegna í ósköpunum heldur þessi maður stöðu sinni, hvers vegna er hann ekki settur af, að minnsta kosti tímabundið. Málfrelsi er vissulega dýrmætt og allir eiga rétt á því, það er vandmeðfarið og viðkvæmt og ætti alls ekki að misnota. Áróður gegn eigin þjóð í öðrum löndum er allt annað og verra mál.

Af hverju er þessi maður kallaður til fréttastofu RUV og látinn gefa sína bjöguðu sýn. Af hverju eru ekki aðrir kallaðir til.  Ég ætla að vona að Þórólfur sé ekki eini hagfræðingurinn á Íslandi!!


mbl.is Þórólfur ekki ósáttur við Icesave-tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér.

assa (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 21:44

2 identicon

Vonandi rétt það sem kemur fram í fréttinni að þetta sé lokatilboð frá frekjunum. Og við búin að segja kurteislega nei takk, treysti ég, þá mega þeir fýlupúkarnir bara fara drífa sig í málsókn gegn okkur. Kostnaðinn við þau málaferli skal ég með glöðu geði borga minn skerf.

assa (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 21:49

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála vanhæfur prófessor.

Sigurður Haraldsson, 25.2.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband