Klærnar viðraðar

Framkvæmdastjórn ESB viðraði klærnar aðeins í morgun, þegar sett var bann á útflutningi bóluefnis gegn covid til Íslands og reyndar fleiri landa. Eftir bréfaskriftir forsætisráðherra til forseta framkvæmdastjórnarinnar, varð að niðurstöðu að ESB ætli að standa við gerðan samning um bóluefnasendingar til Íslands, a.m.k. samkvæmt þeirri dreifingaráætlun sem í gildi er. Hvað svo veit enginn.

Framkvæmdastjórn ESB og þá einkum forseti hennar, hefur farið mikinn síðustu daga. Hótanir flæða í allar áttir og krafa um að staðið sé við gerða samninga gagnvart ESB. Undarleg er þó þessi barátta framkvæmdarstjórnarinnar, þegar hún telur réttlætanlegt á sama tíma að brjóta samninga við aðrar þjóðir.

Harka framkvæmdastjórnarinnar er komin á nýtt stig, hættulegt stig. Auðvita vita allir að ESB er ekki klúbbur góðgerðasamtaka. Þessi klúbbur var fyrst stofnaður um viðskipti, hörð viðskipti. Seinna þróaðist hann yfir í einskonar ríkjasamband og leynt og ljóst er verið að skerða völd aðildarríkja í þeim eina tilgangi að klára það verk sem Hitler mistókst, að setja alla Evrópu undir eina stjórn. Síðastliðin ár hefur þessi árátta smitast út fyrir sjálft sambandið og höfum við hér upp á Íslandi ekki farið varhluta af því, vegna aðildar okkar að EES samningnum. Samningi sem Alþingi samþykkti fyrir um þrem áratugum síðan, með minnsta mögulega meirihluta þingmanna og algerlega án aðkomu þjóðarinnar.

Í krafti þess samnings var gert samkomulag við ESB um dreifingu á bóluefni hingað til lands. En sem fyrr, horfir framkvæmdastjórnin öðrum augum til EES samningsins en til var stofnað í upphafi, enda var ESB ekki til þá, heldur var þessi klúbbur nokkurra Evrópuríkja einungis bandalag um viðskipti. Kallaðist Evrópubandalagið.

En sem fyrr segir, þá viðraði framkvæmdastjórn ESB klærnar, þó þær hefðu verið dregnar inn til hálfs gagnvart Íslandi, eftir alvarlegar athugasemdir forsætisráðherra. Gagnvart ýmsum öðrum löndum eru klærnar þó enn úti og tilbúnar í slaginn. Ef eitthvað stefnir heimsfriðinum í voða, er það framkvæmdastjórn ESB og þar fremst í flokki Ursula von der Leyen.  Heimurinn hefur ekki efni á stjórnmálamönnum eins og þeim sem fylla framkvæmdastjórn ESB, stjórnmálamönnum sem ekkert lýðræðislegt umboð hafa að baki sér.

Við lifum á viðsjárverðum tímum, þar sem allt getur farið á versta veg!

 


mbl.is Gengur í berhögg við EES-samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband