???

Einstaklega illa skrifuð frétt, eða fákunnátta fréttamanns.

Fyrir það fyrsta er ekkert tengivirki í landi Klafastaða utan tvö lítil fyrir hvora verksmiðju á Grundartanga. Hins vegar er stórt og fullkomið tengivirki á Brennimel í Hvalfirði.

Í öðru lagi er talað um í fréttinni að ekki sé búið að ákveða hvar á Holtavörðuheiðinn nýtt tengivirki verði staðsett. Tæplega er ætlunin að setja upp tengivirki þar, hlýtur að verða sett niður á veðursælli stað en upp á heiðinn. Beinast liggur auðvitað við að nýta tengivirkið í Hrútatungu, sem þegar hefur verið ákveðið að endurnýja og það komið í útboðsferli.

Það er lágmark, þegar fréttamenn skrifa frétt, að þeir kynni sér aðstæður og staðreyndir áður. Ekki þarf mikið til að kynna sér svona einfaldar staðreyndir, en hins vegar er spurning hvert mark er á fréttum þegar staðreyndir verða flóknari, þegar fákunnátta í bland við leti virðist srjórna skrifum fréttamanna!


mbl.is Undirbúa nýja línu yfir Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband