Fyrri talning, síðari talning eða uppkosning
21.11.2021 | 16:30
Það er aumt að hóta Alþingi, jafnvel þó menn lendi undir í kosningum. Reyndar má leiða líkum að því að sama hvernig Alþingi afgreiðir þetta mál, þá muni einhver fara með það fyrir MDE. En það er samt alveg óþarfi að vera með hótanir.
Skoðum þetta aðeins. Fallisti Viðreisnar í NV kjördæmi vill að fyrri talning verði látin gilda. Eru það réttar luktir málsins? Nei, alls ekki og ástæðan er einföld. Eftir að kjörnefnd NV kjördæmis skilaði af sér kom í ljós misræmi milli talinna atkvæða og fjölda kjörseðla. Því var ekki annað í myndinni en að telja aftur. Síðari talningin hlýtur því að gilda, annað væri í meira lagi undarlegt.
Um framkvæmd talningarinnar, gæslu á gögnum og endurtalninguna má síðan deila. Þar var margt sem ekki telst í lagi. Það breytir þó ekki því hvor talningin skuli gilda, einungis því hvort kjósa skuli aftur. Þá komum við að kosningalögunum. Þar eru skilyrði fyrir uppkosningu þau að galli á kosningu þurfi að hafa veruleg áhrif á úrslit kosninganna. Nú er það svo að endurtalningin hafði vissulega veruleg áhrif á einstaka frambjóðendur, en engin áhrif á fjölda þingmanna hvers framboðs. Því telst varla að um veruleg áhrif á úrslit kosninganna hafi átt sér stað.
Um framkvæmdina má vissulega deila, en vart verður deilt um það að síðari talningin hlýtur að gilda, svo fremi að ekki verði uppkosning. Sem eins og áður segir er vart skilyrði fyrir.
Nöldrarinn er kjósandi í NV kjördæmi.
![]() |
Vísa verði niðurstöðum kosninga til MDE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)