Sekur uns sakleysi er sannað

Hvort Jón Baldvin er sekur eða saklaus er mér nokk sama um, enda kemur mér það bara hreint ekkert við. Fjölmiðlar eru þó ekki í vafa og sumir stjórnmálamenn, bæði samherjar sem mótherjar hans, efast heldur ekki. Það segir þó ekki að hann sé sekur. Sjálfur hef ég sjaldan verið Jóni sammála í pólitík, en þar liggja einu kynni mín af honum. Hitt er ljóst að hvar sem sökin liggur, þá er þarna um skelfilegan fjölskylduharmleik að ræða, harmleik sem ekkert erindi á í fjölmiðla.

Og nú er Helga Vala orðin fórnarlamb, á að vera haldin stelsýki, að eigin sögn. Ég hafði reyndar aldrei heyrt þennan söguburð um Helgu Völu fyrr en hún sjálf nefndi hann og reyndar hef ekki getað fundið neitt um það mál síðan, nema frá henni sjálfri. Hellst dettur manni í hug að hún sé að reyna að mynda á sér einhvern samúðarstimpil og jafnvel að koma því svo fyrir að hægt verði að kenna öðrum um þann söguburð, hellst þeim sem hún nú ofsækir í nafni Alþingis.

Það er annars undarlegt hvað þetta vinstra fólk er áfjáð í að öll deilumál verði leyst á pólitískum grunni. Að dómstólum og þeim stjórnvöldum sem með rannsóknir fara, verði hellst haldið sem lengst í burtu. Fjölmiðlana hefur þetta fólk flesta á sínu bandi og fóðrar þá reglulega, til að byggja sín mál upp. Erfiðara er að fóðra lögskipaða rannsakendur og dómstóla á sögusögnum.

Í svokölluðu Klaustursmáli hafa þeir sem eru sagðir sekir, reynt að fá sitt mál rannsakað af réttum yfirvöldum, án árangurs. Helga Vala telur sig betri og vill ákæra þá í nafni pólitíkusar.

Ágúst Ólafur gerðist sekur um kynferðislegt afbrot. Því máli var haldið kyrfilega innan Samfylkingar í meira en hálft ár og lokum afgreitt á vettvangi hennar. Þar var löggiltum rannsakendum haldið utan máls og því kom ekki til kasta dómstóla að ljúka því. Niðurstaðan var enda á þann veg að fórnarlambinu og hinum seka greinir enn á um hvað gerðist og fórnarlambið því ekki fengið lausn á sínu máli.

Allir horfa á deiluna innan borgarstjórnar. Þar má ekki fela löggiltum rannsakendum málið til skoðunar, heldur skal þriggja manna hópur stjórnmálamanna, sem kominn er niður í tvo menn, útkljá málið. Annar þeirra er síðan sá sem öll spjót beinast að og talinn bera mestu ábyrgð á syndinni.

Hví er Samfylkingin og það vinstra lið sem henni að hænist, ekki vera búið að leggja fram tillögu um að sexmennirnir (átta) rannsaki bara sjálfir meint brot á Klausturbar?!

Þetta er hættuleg þróun sem hér ríkir og má segja að bylting hafi orðið í þessa vegu þegar Alþingi ákvað að hefja pólitískar ofsóknir gegnum pólitískan dómstól sem kallaður er Landsdómur, fyrirbæri sem er mun meira í ætt við Spænska rannsóknarréttinn en það réttarkerfi sem við teljum að eigi að ríkja.

Spænski rannsóknarrétturinn vann út frá þeirri hugsjón að allir væru sekir uns sakleysi var sannað og ef á þurfti að halda var sök búin til. Þetta var í raun stefið sem Landsdómur fékk fyrirmæli um að vinna eftir og gerði að hluta. Þetta er einnig stefið sem pólitíkusar nota, einkum á vinstri vængnum, og nýta til þess fjölmiðla í stórum stíl. Eina undantekningin er þegar sök beinist að samherja, rétt eins og hjá Spænska rannsóknarréttinum, þá gilda aðrar reglur!

 


mbl.is Segir sögurnar uppspuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband