Blessuð klukkan

Í sakleysi mínu hélt ég að umræðan umklukkuna hefði látist samhliða andláti Bjartrar framtíðar, en svo er alls ekki. Nú hefur formaður VG tekið málið inn á sitt borð og notar afl sitt sem forsætisráðherra til að koma því lengra innan stjórnkerfisins en áður hefur tekist. Virðist sem nú eigi að taka klukkumálið framhjá Alþingi.

Klukkan er eins og hvert annað mælitæki, mælir tíma. Hún getur ekki með nokkru móti haft áhrif á neitt annað, ekki frekar en tommustokkur. Hlutur stækkar ekkert þó notaðir séu sentímetrar til mælingar hans, í stað tommu. Því er röksemdarfærslan fyrir breytingunni út úr kú.

Í umræðunni hafa fyrst og fremst verið notuð rök um lýðheilsu unglinga, líkamsklukkuna og dagsbirtu. Þeir sem halda því fram að unglingar sem vaka fram eftir öllu og vakna illa sofnir til skóla, muni breyta þeirri hegðun við breytingu klukkunnar, eru utan raunveruleikans. Sá sem ekki fer að sofa fyrr en eftir miðnætti nú, mun halda þeirri hegðun áfram þó klukkunni sé breitt.

Líkamsklukkan er flóknara fyrirbæri en svo að klukkan hafi þar áhrif. Vaktavinnufólk veit sem er að eftir ákveðinn fjölda næturvakta, nálægt fjórum til fimm, breytir líkaminn klukku sinni til samræmis við svefn. Jafn langan tíma tekur síðan að snúa líkamsklukkunni til baka eftir að törn er lokið. Þetta styðja erlendar rannsóknir, þó tíska sé að halda á lofti eldgömlum rannsóknum sem segja annað.

Undarlegust er þó rökfærslan um dagsbirtuna. Syðsti oddi landsins okkar er norðan 63 breiddargráðu. Þetta gerir að stórann hluta árs er dimmt langt fram á dag og annan hluta bjart nánast alla nóttina. Ef stilla á klukkuna þannig að allir vakni við dagsbirtu, þarf að færa hana ansi langt aftur yfir vetrartímann og fram yfir sumarið. Að klukkunni yrði þá breytt í hverjum mánuði allt árið. Seinkun klukkunnar um eina klukkustund mun litlu breyta. Hitt má skoða, hvort betra sé að hafa meiri birtu yfir þann tíma sem fjölskyldur eru tvístraðar til vinnu eða skóla, eða hvort betra sé að sameiginlegur tími fjölskyldna falli meira undir dagsbirtu.

Þó ég sé í grunninn á móti hringli með klukkuna, svona yfirleitt, hugnast mér alveg að henni sé seinkað og þá um tvo tíma. Ekki vegna lýðheilsu, líkamsklukkunnar eða dagsbirtunnar, heldur vegna þess að þá færumst við nær Ameríku og fjær Evrópu og hádegi verður þá enn nær hápunkti sólar, hvern dag. Ókosturinn er að stundum til útiveru eftir vinnu, í björtu veðri, mun fækka. 

Hvert skref, þó einungis sé í tíma en ekki rúmi, sem við getum fjarlægst skelfingu ESB, er heillaskref.


mbl.is „Alls ekki klukk­unni að kenna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband