Færsluflokkur: Umhverfismál

Vindorkuver í Fljótsdalshreppi

Til umsagnar hjá skipulagsstofnun er matsáætlun um vindorkuver í Fljótsdalshreppi.

Mat þetta er á margan hátt illa unnið og í sumum tilfellum rangt. Þá er staðreyndum hnikað svo áhrif vindorkuversins geti talist minni en þau í raun eru. Ekki er tekið á öllum þáttum sem fylgja vindorkuverum.

Þarna er áætlað að byggja vindorkuver með 50 vindtúrbínum, hverri með allt að 7 MW uppsett afl, samtals uppsett afl upp á 350 MW.  Hæð hverrar vindtúrbínu er sögð um 200 metrar miðað við spaða í efstu stöðu. Því er ljóst að sjónmengun mun verða töluverð. Í skýrslunni er hins vegar gert lítið úr þessari sjónmengun og einna líkast að matið hafi farið fram bak við tré. Þó verður að segja að erfiðara er að átta sig á að á Egilsstaðaflugvelli, þar sem einn matsstaður sjónmengunar er, skuli sjónmengun vera talin lítilsháttar. Á milli vindorkuversins og þess staðar eru engin tré, einungis fallegur Lögurinn. Fleira má nefna í þessum dúr, þar sem minna er gert úr áhrifum en raun verður, enda stór hluti skýrslunnar lagður undir þetta atriði. Þá er haldið þeim möguleika að hægt verði að auka afl vindorkuversins upp í 500 MW. Ekki sagt með hvaða hætti en þar koma tveir möguleikar til. Annar er að fjölga túrbínum úr 50 í 72, eða að velja stærri túrbínur, með uppsettu afli upp á 10 MW. Þær eru auðvitað mun hærri og að öllu leyti umfangsmeiri. Þar sem þessi möguleiki er nefndur og miðað við að þetta verði innan þess virkjanasvæðis sem skýrslan fjallar um er ljóst að síðari kosturinn er líklegri. Hvor kosturinn sem valinn verður, þá er þessi skýrsla marklaus.

Á mynd 3.2 er klassísk fölsun á stærðarhlutföllum sett fram. Þar er teikning af vindtúrbínu, húsi fyrir safnstöð og bíl. Ef vindtúrbínan á þeirri mynd er 200 metra há, eins og skýrslan gerir ráð fyrir, er þetta einnar hæða hús um 8 metrar á hæð og bíllinn fyrir utan það3,5 metrar á hæð. Reyndar má ætla að hlutföllin séu enn skakkari, þar sem að á myndinni er hægt að sjá að húsið og bíllinn er nokkuð fjær en sjálf vindtúrbínan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona rangfærslur eru settar fram, virðast frekar regla en undartekning.

Varðandi sjálfa framkvæmdina er ljóst að áætlanir um fjölda þungaflutninga er vanáætlaður, jafnvel þó hvert æki er talið geta orðið allt að 150 tonn. Ekki er tiltekið hversu miklir flutningar verða vegna steypu í undirstöður, einungis að þær muni verða um 600 m2 undir hverja vindtúrbínu. Samkvæmt heimasíðum vindtúrbínuframleiðenda þarf sökkullinn að vera að minnsta kosti 4 metra djúpur, fyrir túrbínur af þessari stærð. Það gerir því 2000 m3, eða 5000 tonn af steypu undir hverja túrbínu. Þetta segir að það fara um 16,600 steypubílar, einungis í undirstöðurnar. Akstur þeirra má auðvitað takmarka með því að setja upp steypustöð á svæði, þó ekki sé minnst á þá lausn, en engu að síður þarf þá að aka hráefnum að þeirri stöð. Þannig mætti minnka það magn sem þarf að aka á svæðið úr 250.000 tonnum niður í 200,000 tonn, vegna steypunnar. En þessi kostur er ekki nefndur í skýrslunni.

Það er því ljóst að gífurlegir þungaflutningar munu liggja inn veg 931, sem er einungis sveitavegur. Hann er fjarri því að bera þennan þunga, reyndar engir vegir á Ísandi færir um það. Því þarf, ef þessi framkvæmd á að geta orðið, að endurbyggja veg 931 frá grunni. Hver á að gera það? Vegagerðin? Á að taka fé úr sveltandi ríkissjóð til að hægt sé að reisa vindorkuver sem liggur fyrir að muni aldrei getað borgað sig? Lítið er um þetta rætt í skýrslunni, einungis talað um að gera þurfi mat á því hvort vegurinn geti borið þessa umferð. Það má spara þann pening, það er víðs fjarri að að sá vegur geti borið þann þunga sem talað er um eða þá miklu umferð sem tengist þessari framkvæmd.

Í skýrslunni kemur fram að orkan sem þetta vindorkuver er ætlað að framleiða er ætluð til framleiðslu á rafeldsneyti. Sú verksmiðja þarf 250 MW stöðuga orku. Hvaðan á sú orka að koma, þegar rómaða lognið leggst yfir Fljótsdalinn? Ekki getur Fjarðarál verið stuðpúði fyrir það ástand og ekki er nein umframorka til í kerfinu. Því verður væntanlega að virkja vatnsorku einhversstaða svo þessi verksmiðja geti orðið að veruleika. Sú virkjun verður að getað skaffað a.m.k. 250 Mw. Engu breytir að fjölga vindtúrbínum á fljótsdalnum, sama hversu margar þær verða eða stórar. Þær stoppa allar ef ekki blæs! Það er eiginlega óskiljanlegt að einhverjum detti til hugar að ætla að byggja verksmiðju sem rekin verður á ótryggri orku. Þarna hlýtur eitthvað annað að búa að baki.

Lítið er rætt um áhrif vindorkuversins á dyralíf á svæðinu, einungis sagt að skoða þurfi betur þá þætti. Það hefði kannski verið betra að einmitt þeir þættir hefðu verið skoðaðir vandlega, áður en þessi skýrsla er lögð fram. En sennilega treysta verkkaupar skýrslunnar á að svo langt verði komið í ferlinu, þegar loks verður séð hver þau áhrif verða, að ekki verði aftur snúið. Það ætti ekki að vera mikið mál að afla upplýsinga erlendis frá um þessi áhrif. Það er t.d. vitað að það féll dómur í Noregi um loka skyldi vindorkuveri vegna áhrifa þess á hreindýr. Þá er einnig vitað að vilt dýr forðast að vera í nálægð vindorkuvera, einkum vegna lágtíðnihljóða frá þeim, hljóða sem mannseyrað nemur ekki en fjöldi annarra dýra er berstrípuð fyrir.

Það sem ekki er sagt.

Nýlega varð slys í nýlegri vindtúrbínu í Noregi. Gírkassinn tók að leka og fóru um 450 l af olíu niður í arðveginn. Hvernig er okkar viðkvæma náttúra, þar sem gróður berst við náttúruöflin, í stakk sett til að takast á við slíka ábót? Staðreyndin er að spaðar vindtúrbínu er látnir snúast sem næst 15 hringjum á mínútu. Þessu er stýrt með skurði blaðanna og ef vindur fer yfir ákveðin mörk er túrbínan stöðvuð. Þetta virðist ekki mikið, en þegar spaðarnir eru orðnir yfir 80 metrar á lengd er hraði þeirra við ytri enda orðinn geigvænlegur. En rafallinn þarf að ná a.m.k. 1800 snúningum á mínútu. Til að það sé gerlegt er notast við risastóra gírkassa, sem auka hraðann frá spöðum að rafal. Þessir gírkassar þurfa olíu og skipta þarf þeirri olíu út reglulega. Ef slys verður, annað hvort við skipti á olíunni eða ef gírkassinn sjálfur fer að leka, sér lögmál Newtons um hvert olían fer. Þá má ekki gleyma því að í hverri vindtúrbínu er spennir og hann þarf einnig olíu. Vandinn við þá olíu er að hún getur orðið geislavirk. Það er því ljóst að olíumengun frá vindtúrbínum er til, reyndar nokkuð algeng. Ekkert er minnst á þetta í skýrslunni.

SF6 gas, eða Sulfur hexafluoride, er gas sem er notað til kælingar á rofum í vindtúrbínum. Frá því vindorkuverum tók að fjölga verulega í Þýskalandi hefur orðið töluverð hækkun á mældu gildi þessarar gastegundar þar. SF6 gas er talið 26000 sinnum öflugri gróðurhúsagastegund en t.d. lífsandi okkar, Co2. Auk þess er endingatími SF6 einhver þúsund ár. Það er ekki neitt talað um þetta í skýrslunni, hvorki sjálfan vandann né hvort til standi að vakta þessi gildi. Reyndar er vöktun svo sem ekki neitt annað en að vitneskja um að skaðinn er skeður, kannski betra að láta hann ekki verða.

Nefndi áður lágtíðnihljóð frá vindorkuverum. Rannsóknir sýna að það hefur ekki einungis áhrif á þær skepnur sem heyra það, heldur getur það verið hættulegt mannskepnunni einnig. Áhrif þess hafa mælst um 15 km frá orkuveri. Þetta er orðið mikið vandamál t.d. í Hollandi, þar sem fólk er farið að flýja hýbýli sín. Ekkert er minnst á þetta í skýrslunni.

Það sem þó kemur mest á óvart er að hvergi er minnst á örplastmengun frá vindtúrbínum. Sumir reyna að gera lítið úr þeirri mengun en í þessari skýrslu er hún ekki nefnd. Örplastmengun er einhver hættulegasta mengun sem herjar nú á heimsbyggðina. Af þeirri ástæðu var t.d. skylda að festa alla plasttappa við flöskur og fernur, svo þeir skiluðu sér aftur í endurvinnslu. Spaðar vindtúrbína er að mestu gerðir úr trefjaplasti, þ.e. glertrefjar eru bundnar saman með epoxy plasti og húðaðar með sérstakri plasthúð. Þetta plast eyðist af með tímanum, misjafnt eftir veðurálagi, uns komið er inn í glertrefjarnar. Reynslan erlendis er að þetta taki kringum 10 ár, en þá er spöðum skipt út fyrir nýja. Einhver misskilningur er að glertrefjarnar séu hættulegastar. Vissulega eru þær hættulegar meðan þær eru enn glertrefjar, en síðna brotna þær niður og verða að sinni upphaflegu mynd, sandi. Það er hins vegar epoxyið og varnarlagið sem er hættulegt. Það er pjúra plast og trosnar af sem ósýnileg mengun er fellur ekki bara næst vindorkuverinu, heldur getur fokið langan veg uns það lendir. Þar fer það inn í flóruna, samlagast vatninu og skepnur og menn innbyrða það með ófyrirséðum afleiðingum.

Það verður alltaf ljósara og ljósara hversu mikill skaðvaldur vindorkuver eru fyrir náttúruna. Sjónmengun er auðvitað hlutlæg en hefur sannarlega neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Fasteignaverð lækkar þar sem slík orkuver rísa og fleira má nefna er tengist sjónmenguninni.  Olíumengun er eitthvað sem menn setja ekki í samhengi við vindorkuver, en er þó töluverð í þeim bransa. SF6 mengun er einhver hættulegasta mengun fyrir andrúmsloftið og ekki nein leið að sjá fyrir endann á henni. Örplastmengun er einhver mesta vá er mannkynið stendur frammi fyrir og miklir fjármunir lagðir til að reyna að vinna bug á henni. Ekkert er þó öflugra að vinna gegn okkur á því sviði en einmitt vindorkan. Ekki einungis meðan spaðar eru í notkun, heldur ekki síður þegar þeim er fargað. Ekki hefur fundist raunhæf leið til endurvinnslu þeirra. Allar þær leiðir sem reyndar hafa verið byggja á enn meiri mengun, bara á öðrum sviðum. Því hefur sú leið verið valin að urða þá, þar sem plastið úr þeim leysis smám saman upp og verður að örplasti sem fer inn í lífskeðju heimsins.

Því má segja að fáar ef nokkra aðferðir til að vinna raforku sé jörðinni skaðlegri en vindorka og kannski réttnefni að tala um örplastverksmiðjur.

 

Við björgum ekki náttúrunni með því að fórna henni!

 


Flestir læra af fortíðinni, öðrum er það fyrirmunað

Eitt það besta í fari mannskepnunnar er að geta lært af fortíðinni. Þannig hefur okkur tekist að komast á þann stað sem við erum nú, þannig hefur þróun mannskepnunnar orðið til. En sumir hafa ekki þennan eiginleika, er fyrirmunað að nýta sér þá visku sem fortíðin gefur okkur.

Fyrir nokkrum misserum komu erlendir aðilar til Íslands, í þeim tilgangi að koma sínum draumum í verk. Sá draumur var um að bjarga heimsbyggðinni. En þetta var bara draumur og eftir að hafa flutt hingað mikið magn af tréflís frá norður Ameríku, landað henni hér, skipað aftur á pramma og flutt hálfa leið til baka aftur og sturtað þar í sjóinn, vöknuðu menn upp við að þetta var enginn draumur, heldur martröð. Þáverandi bæjarstjóri Akraness var þessum mönnum til halds og trausts og greiddi veg þeirra. Var duglegur að mæra verkefnið. Taldi það gullsígildi fyrir heiminn og ekki síst nærsamfélagið sitt.

Nú er bæjarstjórinn orðinn forstjóri Orkuveitunnar. Ekki er hægt að sjá að hann hafi lært mikið af martröðinni. Hann er enn í draumheimum, eins og ekkert hafi í skorist. Nú er það ekki 8000 manna bæjarsjóður sem hann er að gambla með, heldur fjöregg okkar hér á suðvesturlandi, sjálfa Orkuveituna. Leggur hana og lífsafkomu hundruð þúsunda að veði í nýtt tilraunaverkefni sem er engu vitlegra en flísaævintýri Running Tide.

Það efast enginn um að hægt er að binda co2 í berg, langt niður í iðrum jarðar. Þetta er þegar gert í litu mæli. Hvort hægt er að binda það mikla magn sem til stendur að dæla í iður jarðar við Hafnarfjörð er allsendis óvíst. Um það snýst þessi tilraun. Ekki er einungis um mikið magn af co2 ásamt eiturefnum frá erlendum iðnfyrirtækjum, heldur er það vatn sem nota skal til niðurdælingarinnar af þeirri stærðargráðu að með ólíkindum er ef það hefur ekki áhrif á berggrunninn. Berggrunn sem er nærri virkum eldstöðvum. Enn eru sömu rök notuð, þetta er svo gott fyrir heimsbyggðina og ekki síst nærsamfélagið. Jafnvel farið að nefna háar upphæðir í gróða og byrjað að eyða honum.

En hvers vegna að dæla CO2 niður í jörðina og umbreyta í einhverjar steineindir? CO2 er dýrmætt vara og á bara eftir að aukast að verðgildi. Vistvænt eldsneyti er eitt af því sem heimurinn kallar eftir og þar kemur CO2 sterkt inn, enda einfalt að vinna eldsneyti úr þeirri afurð. Þá er þetta eitt af grunnefnum til að auka græna matvælaframleiðslu, sem íslenskir bændur nýta til að dæla inn í gróðurhús sín. Og ekki má gleyma öllum gosdrykkjunum sem við erum svo dugleg að drekka.

Stærsti markaðurinn fyrir CO2 verður þó til eldsneytisframleiðslu. Ekki víst að Orkuveitan geti keppt við þann markað. Hvað þá? Hvað ætlar Orkuveitan að gera ef verð á þessari auðlind hækkar meira en þeir ráða við? Hverjir þurfa þá að taka skellinn? Jú, þeir sömu og þurftu að taka skellinn vegna risarækjuverkefnis fyrirtækisins, þó sá skellur væri sem blíðasta klapp miðað við Carbfix ævintýrið.

Nú er það svo að CO2 í andrúmslofti hefur hækkað um fjórðung á stuttum tíma. Hvort það er gott eða slæmt eru vísindamenn ekki sammála um. Hitt er vitað að magn þessa lífsanda var kominn hættulega neðarlega, svo neðarlega að ef það hefði lækkað að sama skapi og það hækkaði, væri líf sennilega ekki lengur til staðar á jörðinni. Hugmyndir um eldsneytisframleiðslu úr þessum lífsanda okkar eru komnar lengra en margan grunar og kannski mun það verða jörðinni hættulegast. Að svo mikið af CO2 verði unnið úr andrúmsloftinu að líf geti ekki þrifist.


mbl.is Fjögur stórverkefni OR: 350 milljarðar til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn hafðir að fíflum

Það eru gömul sannindi að með aldri eykst viska. Menntun eykur hins vega þekkingu og ungt fólk getur haft góða þekkingu á ákveðnum sviðum. Best er þegar þetta tvennt fer saman, en því miður er ekki alltaf svo.

Þetta skaut upp í huga minn þegar bókun 35 við EES samninginn var tekin á dagskrá. Þeir sem voru komnir til vits og ára er sá samningur var samþykktur af Alþingi, með minnsta mögulega meirihluta, vita hver aðdragandi þess samning var. Þeir vita líka hver ástæða var fyrir frestun á samþykkt þeirrar bókunar. Þar voru ekki gerð mistök, heldur var frestunin gerð með vitund og vilja. Þannig og einungis þannig var hægt að fá samninginn samþykktan af Alþingi. Hvers vegna? Jú, vegna þess að ef sú bókun hefði verið samþykkt var komið skýrt brot á stjórnarskrá Íslands. Strax í kjölfarið hófst aðförin að stjórnarskránni. Að nauðsynlegt væri að breyta henni og ýmsar ástæður nefndar, þó að baki lægi alltaf sú hugsun að hægt yrði að uppfylla EES samninginn að fullu, þ.e. að Alþingi gæti samþykkti bókun 35.

Þetta vita allir þeir sem eru komnir til vits og ára í upphafi tíunda áratug síðustu aldar. Sumir vilja hins vegar ekki kannast við það en þar spila auðvitað pólitíkin inní. Aðalhöfundur samningsins, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur staðfest þetta.

Nú liggur fyrir Alþingi að samþykkja bókun 35 við EES samninginn. Sagan að baki virðist gleymd flestum þingmönnum, enda kannski von. Flestir þingmenn í dag voru enn á skólaskyldualdri er EES samningurinn var samþykktur og sumir jafnvel ekki fæddir. Sjálfur flutningsmaður þess að samþykkja þessa bókun var þá á leikskólaaldri og því með öllu óþekkt þeirri umræðu sem fram fór. Því þurfa þessir þingmenn að treyst á aðkeypta þekkingu um málið, viskan er ekki til staðar. Þekking er þó aldrei betri en þess er hana gefur og því miður er vilji til að hlusta á ráðgjöf þeirra sem yngri eru rík hjá yngra fólki, hlusta á ráðgjöf þeirra sem hafa ákveðna þekkingu en eiga eftir að öðlast visku. Þetta leiðir til þess að oftar en ekki getur þekking verið valkvæð, þó viskan sé alltaf sönn.

Því mun Alþingi, samansett að stórum hluta af fólki sem ekki hefur visku um málið, ákveða hvort samþykkja skal þessa bókun. Það sem kannski er óhugnanlegast við það er þó að allir þingmenn sverja eyð að stjórnarskránni okkar. Henni hefur ekki verið breytt ennþá svo hægt sé að samþykkja bókunina og því jafn brotlegt við hana nú og var árið 1992. Því er næsta víst að Hæstiréttur mun þurfa að skera úr um lögmæti samþykktarinnar. Sá úrskurður getur aldrei fallið nema á einn  veg.

Sumir ráðherrar okkar hafa lýst því yfir að bókun 35 við EES samninginn muni engu breyta. Hví er þá áherslan nú svo mikil á að samþykkja bókunina?

Þegar orkupakki 3 var samþykktur af Alþingi, þurfti að setja inn ákvæði um að enginn sæstrengur yrði lagður frá landinu, nema með samþykki Alþingis. Að öðrum kosti náðist ekki samkomulag um samþykki orkupakkans. Flestir telja þetta ákvæði marklaust, þar sem öll lög og allar reglugerðir orkupakka 3 voru samþykkt. Þar á meðal að yfirráð yfir flutningi á raforku milli landa væru færð ACER, orkustofnunar ESB. Aðrir telja að þetta ákvæði standi, enda samþykkt af Alþingi, æðsta valdi hér á landi. Líklegt er að á þetta muni reyna fyrir dómstólum.

Eftir samþykkt bókunar 35 mun ekki þurfa að fara með málið fyrir dómstóla. Þá verður þetta ákvæði sjálfkrafa marklaust. Þá þarf ekki að deila um hvort lagapakkinn sem fylgdi orkupakka3 væri fullgildur hér á landi. Þá væri greið leið fyrir hvern sem er að leggja héðan sæstrengi í fleirtölu, svo flytja megi sem mest af raforku til meginlandsins.

Þetta er frumástæða þess að hér sé hægt að fara í þá gífurlegu uppbyggingu á vindorkuverum sem plön eru um. Tenging okkar við meginlandið veldur því að raforkuverð hér verður tengt orkuverði við hinn enda strengjanna, mun því margfaldast. Þannig og einungis þannig er einhver glóra í að virkja vindinn hér á landi. Það orkuverð sem hér er gerir slíkar áætlanir að engu og jafnvel þó einhverjum langi að sóa sínu fé í slíka framkvæmd er hún dauðadæmd. Þegar vindur blæs mun þvílíkt magn orku verða til að okkar lokaða kerfi yfirfyllist af rafmagni og samkvæmt rökum utanríkisráðherra fyrir samþykkt orkupakka 3, um dásemd markaðslögmálsins, mun orkuverð falla niður á núllið. Því er frumforsenda þess að hér megi fórna landinu undir vindorkuvar, að lagðir verði sæstrengir til meginlandsins.

Kannski er það einmitt ástæða þess ofsa ráðherranna að samþykkja bókun 35, að þannig verði að engu gerður sá varnagli sem stjórnvöld neyddust til að setja svo orkupakki 3 fengi samþykki sitt. Svo greiða megi leiðina fyrir vindorkuverum og fórn landsins.

Að verið sé að hafa þingmenn að fíflum!


Þjóðin ber vissulega skaðann

Fyrir það fyrsta þá er vindorka, með þeirri tækni sem til er í dag, fjarri því að teljast "græn orka". Er mjög mengandi, bæði sjónrænt en ekki síður fyrir umhverfið. Af því mun þjóðin bera skaða!

Það er hins vegar alvarlegt þegar ráðherra hefur í hótunum, vegna þess að lögin eru honum ekki þóknanleg. Það er mjög alvarlegt mál.

Við lifum enn í lýðræðisríki og því fylgir að hver sem telur á sér brotið, eða brotið á þeim hagsmunum sem þeir vinna fyrir, geti leitað til dómstóla, þegar aðrar leiðir hafa verið fullreyndar. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur á öllum stigum málsins mótmælt áformum um vindorkuver Landsvirkjunar. Á þau mótmæli hefur ekki verið hlustað né reynt að bera klæði á deiluna. Ætt áfram eins og naut í flagi. Því var einungis eitt eftir í stöðunni, að kæra.

Náttúruverndarsamtök vöknuðu loks til lífsins um skaðsemi vindorkunnar. Þaðan hafa komið athugasemdir við skipulagstillögur vindorkuvera. Enn er ekki hlustað og því síðasta hálmstráið að kæra framkvæmdina.

Allra alvarlegast er þó að enn er Alþingi ekki búið að samþykkja nein lög um hvort eða hvernig staðið skuli að vindorkumálum hér á landi. Því er ekki hægt að segja hvort farið sé að lögum við þessi áform, eða ekki. Á meðan er fráleitt að gefa leyfi til framkvæmda.

Kærurnar snúa því ekki að því hvort lög um byggingu vindorkuvera hafi verið brotin, heldur að vernd náttúrunnar. Að ráðherra skuli ætla að breyta lögum svo auðvelda megi spillingu hennar er háalvarlegt mál.

Slíkur ráðherra er sannarlega skaðlegur fyrir þjóðina og okkar fagra land!

Það er ekki hægt að bjarga náttúrunni með því að fórna henni.


mbl.is „Þjóðin ber skaðann af þessari framgöngu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lægra verður vart komist

Hvert eru stjórnvöld að leiða þjóðina?

Þegar ríkissjóður er rekin með lánum er lofað stórkostlegum upphæðum til framkvæmda sem ekki er séð fyrir hvað muni að endingu kosta og enn síður hver síðan rekstrakostnaðurinn verður. Alls hefur verið gefið loforð fyrir 311 milljörðum til gæluverkefnis á höfuðborgarsvæðinu. Hægt hefði verið að leysa þann vanda með mun ódýrari lausnum og að auki mun hraðar. Þegar loforðið um 311 milljarðana var gefið var jafnfram tekið fram að þetta yrði ekki endanleg upphæð, hún muni hækka. Hversu mikið veit enginn.

Svo virðist sem ráðamenn kikni í hnjánum ef einhver kemur með hugmyndir til bjargar heiminum. Því fáránlegri, því betri í eyrum ráðamanna. Nýlega trosnaði upp slík svikamilla er snerist um að flytja hingað tréflís frá vesturheimi og sigla með hana hálfa leið aftur til baka og sturta í sjóinn. Kannski ekki stórar upphæðir sem Íslendingar lögðu fram í því rugli, en ríkis- og sveitastjórnir gerðu allt til að styrkja þetta fráleita verkefni. Jafnvel svo að þegar eftirlitsstofnanir, sem lögum samkvæmt áttu að fylgjast með verkefninu gerðu athugasemdir, tók ráðherra fram fyrir hendur þeirra og beitti ráðherra valdi gegn þeirri stofnun. Sá ráðherra vermir nú forsætisráðherrastólinn.  Þó fjárhagslegt tap okkar hafi kannski ekki verið stórt, varð trúveruleiki okkar á alþjóðavelli vart bættur.

Og nú á að fara að dæla niður co2 ´jörð undir Hafnafjörð. Til þess skal notað vatn af þeirri stærðargráðu sem erfitt er að gera sér í hugarlund. Á hverju ári magni sem nemur 7,5 metum ofaná Hafnafjarðarbæ og það skal gert í a.m.k. 30 ár. Aðstandendur þessa verkefnis segja þetta engin áhrif hafa á landið. Fyrir það fyrsta er vatn auðlind sem er takmörkuð um heiminn, þó við getum enn stært okkur af gnótt hennar. Að taka 75000 m3 af þeirri auðlind á ári, í 30 ár og dæla niður í jörðina er hrein og klár sóun, svo ekki sé meira sagt. Hitt er aftur öllu verra en það er hvaða áhrif slíkt magn hefur á jarðskorpuna. Að halda því fram að allt þetta magn af vatni, sem dælt er niður í berglögin, hafi engin áhrif á jarðskorpuna er í besta falli barnalegt. Þvílíku magni af vatni hefur aldrei verið dælt niður í berglögin, hvorki hér á landi né annarsstaðar. Þetta er því tilraunaverkefni og því útilokað að hægt sé að fullyrða um áhrif þess.

Nú er talað um að leggja nýjan gagnastreng til vesturheims, svo hægt verði að setja hér upp fleiri gagnaver. Þetta er ákveðið á sama tíma og okkur er talin trú um að orkan í landinu sé af skornum skammti. Gagnaver nærist eingöngu á raforku. Fá störf eru tengd þeirri starfsemi og afraksturinn fluttur beint úr landi, Skilja ekkert eftir sig. Eftir þessu hlaupa ráðamenn okkar, í stað þess að leitast til að nýta orkuna okkar til einhverrar verðmætasköpunar fyrir tómann ríkissjóð.

Raforka er eitthvað sem við getum stært okkur af. Hrein og tær orka, þar til orkuverin selja hreinleikann úr landi. Kringum þá vitleysu hefur orðið til heljarinnar batterí, ekki bara hreinleika orkunnar okkar, heldur hvað það sem hægt er að telja mönnum trú um að sé seljanlegur hreinleiki. Hvort heldur það kemur frá trjám eða einhverju öðru. Nú er ESB að rannsaka Kínverja fyrir blekkingaleik í þessum málum. Það gæti reynst örðugt, þar sem allt málið er einn blekkingaleikur. Það á kannski ekki hvað síst við um sölu okkar á hreinleika orkunnar til annarra landa, af þeirri einföldu ástæðu að útilokað er fyrir okkur að afhenda okkar hreina rafmagn til þeirra kaupenda. Spurning hvort ESB fari ekki að skoða þetta skjalafals eitthvað nánar.

Um vindorku hef ég skrifað oftar en mig langar til. Vildi gjarnan að sá kaleikur yrði tekinn frá mér. Það mun þó ekki gerst fyrr en slík orkuframleiðsla fær bann hér á landi. Því miður mun skaðinn þá verða skeður. Hvergi í heiminum er hægt að reka vindorkuver með hagnaði, jafnvel þó orkuverð sé margfalt hærra en hér á landi og vinnslan ríkisstyrkt með háum upphæðum. Samt vilja ráðamenn hér fara í þetta feigðarflan. Í stað þess að draga lærdóm af mistökum annarra ætla þeir freka að fylgja þeim í forarpyttinn. Nú er svo komið að flest vindorkuver sem enn lifa erlendis hafa stöðvað tímabundið eða alveg frekari stækkanir. Þar kemur einkum til hinn ævintýralegi kostnaður við þá orkuöflun. Auðvitað mun koma að þeim tímapunkti hér líka, að enginn vilji reisa hér vindorkuver, jafnvel þó ráðamenn kjósi svo. En þá verður skaðinn skeður, bara spurning hversu stór.

Landsvirkjun er komin með öll leyfi til að byggja fyrsta vindorkuverið á Íslandi. Reyndar liggur fyrir kæra á það verkefni, en Landsvirkjun hundsar hana. Þar með verður búið að stór skaða innganginn okkar að hálendinu, Sprengisandsleið og leiðinni inn á Fjallabak. Um þennan inngang fer fjöldi ferðamanna á ári hverju og ekki víst að upplifun þeirra verði jafn skemmtileg eftir að vindorkuverið rís. Annað vindorkuver er komið á lokasprettinn. Það er í landi eiginkonu barnamálaráðherrans og tengdaföður hennar. Vonandi mun vindorkuver Landsvirkjunar verða nægt til að augu almennings, en þó mun fremur augu ráðamanna opnist og það verði látið þar við sitja. Að skaðinn verði einungis bundinn við það svæði. Stór skaði en kannski óhjákvæmilegur úr því sem komið er.

Við erum fámenn þjóð í tiltölulega stóru landi, einangruðu frá stórveldum meginlandanna. Við eigum gnótt af auðlindum, Tært vatn, heitt vatn, fiskinn í sjónum umhverfis landið og síðast en alls ekki síst, fegurð landsins okkar. Þessar auðlindir ber okkur að verja og skila til afkomenda okkar.

Að nýta auðlindir er auðvitað nauðsynlegt. En það á þá ætið að gera á þann hátt að land og þjóð fái notið ávaxtanna. Okkur er talin trú um að orkuskortur sé í landinu. Má vera, en af hvaða orsökum? Skortur á orku verður auðvitað til þegar meira er selt en hægt er að framleiða. Þá vaknar sú spurning hvort verið er að selja orkuna til aðila sem litlu eða engu skila í þjóðarbúið, t.d. ganavera. Enn eigum við kosti til að auka orkuframleiðslu með vatnsafli og hitaorku. Þær aðferðir raska vissulega náttúrunni okkar en þó ekki nema brot að þeim skaða er vindorkan veldur. Og þar sem orkuauðlindin, eins og allar auðlindir, er takmörkuð, ber okkur skilda til að hugsa fyrst og fremst um framleiðslu hennar til arðbærra verkefna, verkefna sem skila aur í ríkissjóð. Þar erum við íbúar landsins auðvitað efstir á blaði og síðan fyrirtækin sem skaffa okkur vinnu og þjóðarbúinu tekjur. Aðrir eiga ekki að eiga aðgang að auðlindum okkar.

En ráðmenn okkar hugsa ekki svona. Þeim er skít sama um þjóðina. Mestu skiptir að koma vel fram á alþjóðavelli, eins og við séum eitthvert afl í umheiminum. Þvílíkur brandari. Ísland mun aldrei skipta neinu máli í heimspólitíkinni. Eigum nóg með okkur sjálf. Allar þær aðgerðir sem stjórnvöld vilja leggja peninga í. peninga sem þarf að taka að láni, skipta akkúrat engu máli, hvort heldur er til bjargar jörðinni frá stiknun, eins og fyrrum forsætisráðherra sagði á erlendri grundu, né til að afstýra einhverjum skærum eða styrjöldum milli annarra landa. Það er til lítils að aka um á rafbíl meðan farnar eru margar ferðir með flugi til útlanda. Það telst hræsni. Það dugir lítið að gleypa hvaða vitleysu sem er til að sporna gegn losun co2 í andrúmsloftið en versla sem vitfirringur vörur frá Kína, sem byggir hvert kolaorkuverið af öðru.

Ekki má gleyma þeirri staðreynd að mitt í þessu peningafylleríi og dekri við erlenda aðila, eru innviðir landsins að grotna niður. Vegakerfið er ónýtt, heilbrigðiskerfið er komið af fótum fram, skólakerfið í molum, aldraðir og öryrkjar búa margir langt undir sultarmörkum og sumir jafnvel á götunni. Ungafólki verður að búa í foreldrahúsum langt fram á aldur, vegna þess að það getur hvorki leigt né keypt sér húsnæði. Lægra verður vart komist!

Því miður er útlitið ekki gott. Stjórnvöld eru gjafmild á fé sem ekki er til, tekur erlend lán í gríð og erg sem afkomendur þurfa síðan að greiða.

Þá stefna stjórnvöld hörðum höndum að því að fórna auðlindum okkar. Náttúrunni verður aldrei bjargað með því að fórna henni.

Og hvað eigum við þá?

Hverju ætlum við þá að skila til afkomenda okkar?! Ónýtu landi án allra auðlinda og erlendar stórskuldir?


"bara sjálfstætt mál"

Allir sem vilja framkvæma eitthvað hér á landi þurfa því að fara að ákveðnum reglum og ef framkvæmd er meiriháttar eru þessar reglur strangari. Ef einhverjum dettur í hug að kæra framkvæmdina, þarf að afgreiða þá kæru áður en framkvæmdir geti hafist.

Þetta er svo sem eðlileg afgreiðsla mála. Að vel sé vandaður undirbúningur, allra leyfa aflað og almennt farið að lögum. Ef einhverjum sem málið varðar dettur til hugar að kæra framkvæmdina, annað hvort vegna þess að hann telur á sér brotið eða einhvers annars, ber að fresta framkvæmd þar til afgreiðsla þeirrar kæru hefur verið lokið.

Vissulega getur þetta tafið framkvæmdir, stundum þarfar framkvæmdir, um nokkurn tíma. Sennilega frægasta framkvæmd sem tafin hefur verið með slíkum kærum vegurinn um Teigsskóg. Aðrar þarfar framkvæmdir hafa einnig oft tafist vegna þessarar málsmeðferðar. Jafnvel einstaklingar, sem hafa haft allt á borðinu, aflað allra leyfa og verið klárir í minniháttar framkvæmdir, hafa þurft að sitja undir þessari reglu, að fresta framkvæmdum þar til kæra var afgreidd.

Þetta er það sem við köllum lýðræðisafgreiðsla, að allir séu jafn réttháir til að tjá sig og jafn réttháir til að hafa áhrif á hvernig við förum með landið okkar. Ef tjáning ein dugir ekki eða ekki er hlustað, eru dómstólar látnir skera úr um lögmæti framkvæmdarinnar, bæði gagnvart þeim er kærir sem og framkvæmdaraðila.

En nú ber nýtt við. Vindorkuver virðast vera utan laga og reglana hér á landi. Þar eru kærumál vegna framkvæmda "bara sjálfstætt mál". Engin ástæða til að bíða eftir dómstólum vegna kærunnar.

Ef þetta er tónninn sem gefinn er, erum við í verri málum en áður. Þá geta vindbarónar ætt hér yfir landið okkar og eytt því, í nafni þess að allar andbárur og jafnvel kærur séu bara "sjálfstætt mál" sem komi þeim ekki við!


mbl.is Munu hefja framkvæmdir þrátt fyrir kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhæfa í lýðræðisríki

Það eru stór orð sem umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra lætur frá sér. Líkjast meira orðum einræðisherra en ráðherra í lýðræðisríki. Ekki víst að hann geti staðið við þau og gerlega búinn að gera sig óhæfan til að fjalla um málið eða afgreiða það sem ráðherra. Hann verður því að víkja.

Fram hefur komið að sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hafi á öllum stigum málsins lýst sig andvíga hugmyndum Landsvirkjunar um vindorkuver. Ekkert tillit hefur verið tekið til þeirra sjónarmiða, né reynt að bera klæði á deiluna. Anað áfram eins og naut í flagi. Það er því varla undarlegt að sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps ákveði að kæra málið, reyndar hefði verið stór undarlegt ef hún hefði ekki gert það.

Mikið er látið með að Landsvirkjun hafi unnið að málinu í tvo áratugi og að fyrirtækið hafi farið eftir öllum leikreglum í málinu. Hvernig má það vera? Hvernig má það vera að fyrirtækið hafi farið eftir leikreglum? Hvaða leikreglum?

Enn hafa engar leikreglur verið settar um vindorku á Íslandi. Ríkisstjórnin samþykkt þó fyrir örfáum dögum tillögu umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um lagasetningu varðandi þetta mál. Alþingi á þó eftir að samþykkja þau lög. Þannig að enn eru engin lög eða leikreglur um hvort eða hvernig landinu okkar verður fórnað undir vindorkuver. Og vonandi mun Alþingi sjá sóma sinn af því að fella þessa tillögu ráðherrans um málið, eða í það minnsta gera verulegar breytingar á þeim. Það er engum hollt og allra síst öfgafólki eins og því er nú sitja í ráðherrastólum, að fá slík völd sem orku-, umhverfis- og loflagsráðherra er þar að skapa sér.

Slíkt er óhæfa í lýðræðisríki!

Náttúrunni verður ekki bjargað með því að fórna henni!


mbl.is Ósáttir við kæru sveitarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og enn er nöldrað um vindorku

Það er alveg magnað að hægt sé að byggja vindorkuver á mörkum sveitarfélaga, án samráðs þeirra í milli. Ef ég vil byggja mér lítinn skúr á lóð minni þarf ég að hlíta ströngum kröfum um hæð hans og flatarmál og ef hann er nær lóðamörkum nágrannans en 3 metrar þarf ég skriflegt samþykki hans. Samt geta vindbarónar byggt himinhár vindtúrbínur, allt að 200 metra háar á mörkum jarða og sveitarfélaga án nokkurs samráðs við nágranna sína! 

Sú deila sem er uppi milli sveitarstjórna á suðurlandi um staðsetningu vindorkuvers Landsvirkjunar, við innganginn á hálendið okkar, sýnir að fjarri fer að einhver sátt sé um þessa aðferð orkuöflunar. Reyndar er annað dæmi til þar sem svipuð staða er uppi, þ.e. í landi eiginkonu barnamálaráðherrans og tengdaföður hennar, Sólheimum í Dalabyggð. Þar er franskt fyrirtæki með áætlanir um byggingu vindorkuvers, reyndar töluvert öflugra en Landsvirkjun ætlar að reisa. Töluvert hærri og öflugri vindtúrbínur.

Staðsetning þessa vindorkuvers er á mörkum Dalabyggðar og Húnaþings Vestra. Framkvæmdasvæðið og einnig helgunarsvæði þessa vindorkuvers nær klárlega yfir sveitarfélagsmörk og hugsanlega mun einhverjar vindtúrbínur lenda í landi Húnaþings Vestra. Landamörk þarna á milli eru ekki skýr. Þó hefur hvorki það sveitarfélag, né þeir bændur er eiga lönd að, eða inná svæði vindorkuversins neina aðkomu að þessari framkvæmd. Þvert á móti er tekið illa í athugasemdir þeirra.

Nú veit ég ekki hvort Húnaþing Vestra hafi gert athugasemdir til Skipulagsstofnunar um þessa framkvæmd, geri þó fastlega ráð fyrir því. Frestur til að skila slíkum athugasemdum rann út núna á miðnætti. Þetta vindorkuver verður númer tvö í röðinni, hér á landi, á eftir vindorkuveri Landsvirkjunar.

Ef vindorkuver væru umhverfisvæn mætti hugsanlega horfa framhjá þeirri sjónmengun sem þau valda. Svo er þó ekki. Mengun þessara mannvirkja er mikil og mest mengun sem ekki er afturkræf.

Ef vindorkuver væru hagkvæm í rekstri mætti kannski horfa til þessara framkvæmda með blinda auganu. En fjarri fer að einhver hagkvæmni finnist í rekstri vindorkuvera. Í löndum þar sem orkuverð er margfalt hærra en hér á landi, reynist ekki unnt að reka þessa orkuöflun með hagnaði. Niðurgreiðslur til þeirra er gríðarleg og dugir þó ekki til. Einu vindorkuverin sem geta sagt að þau séu rekin með hagnaði eru þau orkuver sem fá greitt fyrir að framleiða ekki rafmagn. Þegar einn skoskur eigandi að slíku orkuveri var spurður hvort ekki væri fráleitt að byggja vindorkuver sem ekki mætti framleiða rafmagn, sagði hann stoltur að þetta minnkaði viðhaldskostnað og yki endingu vindtúrbínanna sinna. Honum var slétt sama þó almenningur væri að greiða fyrir ekkert.

Byggingakostnaður vindorkuvera er gjarnan greiddur með styrkfé og lánum. Fyrirtækin sem að baki standa eru fæst burðug til að greiða þann kostnað. Vel er þekkt erlendis að menn láti sig hverfa með stórann hluta þess fjár í skattaskjól. Er einhver ástæða til að ætla að erlendir vindbarónar sem hingað koma hagi sér eitthvað öðruvísi?

Að byggja vindorkuver á Íslandi, þar sem næg orka er til í fallvötnum og jarðhita, er álíka gáfulegt og að höggva skóg í vesturheimi, brytja hann niður í flísar og sigla tugi þúsunda tonna af slíkri flís til Íslands. Landa henni hér og skipa síðan aftur út á pramma sem dreginn er hálfa leið aftur til vesturheims, þar sem öllum þessum tugum þúsunda er sturtað aftur í sjóinn.

Fyrir þessari vitleysu féllu stjórnvöld hér á landi og margir sem töldu þarna veri gríðarleg tækifæri fyrir land og þjóð. Þegar eftirlitsstofnanir gerðu athugasemdir tóku ráðherrar fram fyrir hendur þeirra.

Sömu aðilar hafa fallið fyrir vindorkudraumunum. Sumir af því þeir hafa beina hag af því, aðrir af fávisku.

Hvenær í ósköpunum ætlar þjóðinni að auðnast að fá til starfa fyrir sig, við stjórn landsins, fólk sem hefur þann kost að geta lært af mistökum annarra þjóða?


mbl.is „Gríðarlega hættulegt fordæmi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segjum hlutina eins og þeir eru

Í viðtengdri frétt er rætt um vindmillur. Milla malar, t.d. korn. Ein slík var í Reykjavík á fyrrihluta síðustu aldar. Þekktasta land af vindmillum er Hollland, en einnig var nokkuð um að vindur væri notaður til að mala korn vítt um heiminn. Landsvirkjun er því ekki að fara að reisa vindmillur, enda ekki kornframleiðandi.

Vindtúrbínur er orð sem allstaðar er notað yfir þau fyrirbæri sem Landsvirkjun hyggst reisa við innganginn á hálendið okkar. Reyndar farið að tala meira um iðnaðarvindtúrbínur (IWT eða Industrial Wind Turbine). Undir það flokkast allar vindtúrbínur sem ná ákveðinni hæð eða 120 metra, einnig ef vindtúrbínur eru lægri ef um fleiri en þrjár er að ræða. Túrbínur Landsvirkjunar flokkast því sannarlega undir iðnaðarvindtúrbínur.

Þá kallar Landsvirkjun þetta nýja orkuver sitt Búrfellslund. Flestir íslendingar þekkja merkingu orðsins lundur, einkum átt við skjólsæl svæði, gjarnan í skógum. Það er með öllu fráleitt að telja að vindorkuver sem telur 30 vindtúrbínur, 150 metra háar á 17,5 ferkílómetra svæði, sem einhvern lund. Þetta er 17,5 ferkílómetra iðnaðarsvæði sem mun sjást víða að. Það eru engar aðgerðir til svo minka megi þá sjónmengun, þó forstjóri Landsvirkjunar lofi slíku.

Sárt er að horfa til þess að sveitarfélagið þar sem þessi virkjun á að rísa í skuli telja einhvern meðbyr með slíkri framkvæmd og í raun er sveitarstjórinn búinn að lofa að framkvæmdaleyfið verði veitt. Bara formsatriði að samþykkja það. Sérkennileg stjórnsýsla það. Það sem hann þó setur á oddinn er að sveitarfélagið njóti einhvers ábata af verkefninu. Hvaða ábata? Ef ekki er hægt að reka vindorkuver með hagnaði þar sem orkuverð er margfalt hærra en hér á landi, er nánast fáviska að ætla að slíkt sé hægt hér og alger fáviska að halda að hægt sé að næla í einhvern ábata þess vonar hagnaðar.

Tölum um hlutina eins og þeir eru, tölum um vindorkuver og vindtúrbínur, jafnvel iðnaðarvindtúrbínur. Leifum ekki einhverja gaslýsingu á þessum hlutum. Leyfum ekki þeim sem vilja næla sér í styrki til að reisa þessi orkuver ráða orðræðunni, fegra þá hluti sem ekki er með neinu móti hægt að fegra!


mbl.is Myllur hafa meðbyr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt fyrir land og þjóð

Þá hefur ríkisstjórnin afgreitt þingsályktun og lög umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um vindorkuver hér á landi. Alþingi á reyndar eftir að samþykkja þessa ráðstöfun ríkisstjórnarinnar, en sennilega er það einungis formsatriði. Þar með hefur verið opnað fyrir slátrun landsins undir vindorkuver og getur hver sem er gengið til þeirra óhæfuverka, erlendir sem innlendir. Reyndar má segja að franska fyrirtækið Qair, sem Tryggvi Herbertsson er í bitlingum fyrir og alþjóðafyrirtækið Zephyr, sem Ketill Sigurjónsson er starfsmaður hjá, sé búin að sölsa undir sig nánast öllu landinu og því fáir kostir eftir fyrir aðra.

En hvað um það, vindorkubrjálæðið er hafið hér á landi. Þökk sé GÞÞ, erkiglóp okkar landsmanna. Þetta mun leiða hörmungar yfir landið okkar, orkuverð mun hækka enn frekar. Því miður mun það ekki veita þessum orkuverum rekstrargrundvöll. Eina von þeirra er að héðan verði lagðir sæstrengir til meginlandsins. Einungis þannig er örlítil von um rekstrarhæfi, þó veik sé. Slíkir strengir duga hvorki Norðmönnum né Svíum til að reka sín vindorkuver yfir núllinu.

Gulli er ekki viss hvort vindurinn sé auðlind eða ekki. Svolítið vandræðalegt þar sem hann er jú umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra landsins. Ráðuneytið hans er þó með þetta á hreinu, þar fer ekki á milli mála að loftið, hvort sem það er kjurt eða á fullri ferð, er skilgreint sem auðlind. Kannski Gulli ætti að vera í svolitlu betra sambandi við eigið ráðuneyti eða í það minnsta lesa yfir það sem það færir honum til að bulla um. 

Þá telur Gulli að engin ástæða sé til að ræða þessi mál neytt meira, vill bara að verkin tali. Er hann þar að segja að Alþingi komi málið ekki við? Þó hingað til hafi einungis einn tveggja manna þingflokkur staðið fast gegn þessum áformum, þá nálgast kosningar óðfluga. Margir aðrir þingmenn er vanir að haga sínum málflutningi eftir því sem vindur blæs á samfélagsmiðlum. Telja það best til atkvæðaveiða. Og nú er að sjá eitthvað hik á VG liðum í þessu máli, enda algjört harakírí fyrir þá að samþykkja þetta rugl. Flokkurinn er þegar orðinn að örflokki og mun endanlega þurrkast út, samþykki hann ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar VG hafa reyndar þegar samþykkt þetta en þingflokkurinn væntanlega ekki. Það er því allsendis óvíst að þessi þingsályktun og lög nái samþykki Alþingis, svo það er kannski von að Gulli vilji hellst ekki leifa Alþingi að ræða málið.

Það er annars merkilegt, eða kannski ekki, að mogginn skuli ekki fjalla um málið. Þar er talið merkilegra að segja frá því að ruslabíllinn muni halda áætlun, að uppistandari hati uppistand, að enn sé beðið eftir gosi og fleiri fréttir í þeim dúr. Að við séum að afhenda landið okkar erlendum aðilum undir vindorkuver þykir ekki merkilegt á þeim bænum.

Fyrir hrun var Gulli nokkuð hallur undir "fjármálasnillingana", þessa sem settu landið á hausinn. Eftir hrun hagaði hann sér nokkuð betur, var næstum því ágætur þingmaður. Hélt jafnvel uppi sjálfstæðisstefnunni, sem átti mjög undir högg að sækja í flokknum. En svo var eitthvað sem gerðist í haus hans. Hann tók þá einstöku og fráleitu ákvörðun um að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og var þar rasskeltur, rétt eins og flestir sem reyna slíkt. Eftir þetta hefur hegðun Gulla verið með ólíkindum og spurning hvort hann sé ekki í vitlausum flokki. Ekki einasta orð um sjálfstæðisstefnu flokksins kemur frá honum, reyndar ekkert orð um sjálfstæði landsins og vörn þess, yfir höfuð. Þess í stað hefur hann unnið hörðum höndum fyrir erlenda auðmenn, einna líkast því að hann telji sig sækja sitt umboð til ESB. Menn hafa verið dæmdir fyrir landráð af minna tilfelli.

Kannski blandast þarna einhverjir eiginhagsmuni inní en það skýrir þó ekki þetta hegðunarmynstur Gulla. Það er sorglegt hvernig komið er fyrir honum. Og það er líka sorglegt fyrir Sjálfstæðisflokk að sitja uppi með 11svona mann.

10

462F9BEDFD5E2F2271975DE918A41D82C950BD4884D4736EE5BDC4B0EF59876A


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband