Færsluflokkur: Evrópumál
Fullveldið 105 ára og sjálfshól rásar 2.
1.12.2023 | 16:45
Mikil mistök voru gerð fyrir fjörutíu árum síðan, þegar rás 2 var hleypt út í loftið. Ekki var hægt að velja verri dag en sjálfan fullveldisdaginn til að starta þeirri útvarpsrás.
Rás 2 má muna sinn fífil fegurri. Nú er svo komið að fáir hæla þessari stöð sem einhverjum meiriháttar menningarmiðli. Því er einungis eitt til ráða hjá starfsfólki hennar, að hæla sjálfu sér! Hvert sinn sem ég hef álpast inn á þessa útvarpsrás í dag, hefur dunið á manni sjálfshólið. Fer reyndar lítið fyrir hóli á það fólk sem ruddi þar brautina, en þess meira hæla starfandi starfsmenn stöðvarinnar sjálfu sér. Sjálfshól er einn angi minnimáttarkenndar og ekki annað séð en innan stöðvarinnar sé fólk haldið alvarlegri minnimáttarkennd.
Í dag er fullveldið 105 ára. Ekki er minnst á þann áfanga hjá starfsfólki rásar 2. Ekki frekar en þegar við héldum upp á aldarafmæli fullveldisins, fyrir fimm árum síðan. Þá voru starfsmenn stöðvarinnar svo uppteknir af því að halda upp á 35 ára afmæli rásarinnar. Taldi það merkari tímamót en aldarafmæli fullveldis okkar.
En hvað sem starfsfólk rásar 2 segir, þá eigum við þjóðin stórafmæli, fullveldisafmæli. Fullveldið gaf þjóðinni yfirráð yfir löggjafavaldinu, dómsvaldinu og framkvæmdavaldinu. Urðum fullvalda þjóð í konungsríki. Þetta var stærsta og afdrifaríkasta skrefið í átt til stofnunar lýðveldis Íslands.
En það eru blikur á lofti. Löggjafavaldið og jafnvel dómsvaldið hefur verið fært í litlum en mörgum skrefum undir erlend yfirráð. Framkvæmdavaldið telur sig ekki lengur starfsfólk landsmanna, talar frekar máli þessara erlendu aðila. Enn er talað um að Ísland sé fullvalda lýðveldi. Fullveldið byggir á fullum yfirráðum yfir eigin þegnum. Svo er ekki í dag. Við gerð EES samningsins var bent á að fullveldinu væri að hluta fórnað. Að sá samningur stæðist ekki stjórnarskrá. Síðan eru liðnir um þrír áratugir og hægt og sígandi verið gengið á rétt landsmanna og stjórnarskrá, gegnum þann samning. Hin síðari ár hefur svo keyrt um þverbak. Regluverk ESB, gegnum EES samninginn flæðir inn í landið. Fæstir þingmenn nenna að kynna sér allt það regluverk og samþykkja hljóðalaust. Þannig höfum við glatað sjálfræði yfir einni mestu auðlind okkar, orkuauðlindinni.
Á starfandi þingi nú liggja svo fyrir áætlanir um að samþykkja enn frekari eftirgjöf af fullveldinu, með svokallaðri bókun 35. Þar fer fyrir málinu formaður þess stjórnmálaflokks sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar. Kaldhæðnin getur vart orðið meiri. Verði af samþykkt þeirrar bókunar, verður ekkert fullveldi eftir til að halda uppá.
Þá getum við glaðst með sjálfhverfa starfsfólkinu á rás 2, þann 1. des hvert ár. Gætum jafnvel sent skjaldarmerki rásarinnar til Winnipeg í Kanada, þar sem það gæti staðið við hlið styttunnar af Jóni Sigurðssyni. Hætt er þó við að afkomendum íslendinganna sem þangað fluttu, þegar sjálfstæðisbarátta okkar stóð sem hæst, þyki slík gjöf móðgandi. Þar vestra er minning Jóns Sigurðssonar og fullveldisstofnunin í hávegum höfð.
Það færi betur ef landsmenn ræktu arf sinn jafn vel og afkomendur þess fólks sem þurfti að flýja héðan náttúruhamfarir, örbyrgð og fátækt, mitt í baráttunni um fullveldi landsins okkar.
Það færi betur ef við stæðum vörð þeirrar baráttu er forfeður okkar unnu, í skugga hafísára, stórgosa, fátæktar og landflótta.
Draugar fortíðar, Glámur og esb.
25.9.2023 | 09:33
Enn hefur draugur esb aðildar verið vakinn upp. Það sem mest kemur þar á óvart er hver stendur að þeirri uppvakningu. Ekki þeir hefðbundnu talsmenn þess að við "deilum" sjálfstæði þjóðarinnar, nei, þar að verki er einn öflugast starfsmaður verkalýðshreyfingarinnar, Vilhjálmur Birgisson formaður SGS og Veralýðsfélags Akraness. Þó segist Villi vera á móti aðild að esb.
Þennan draug vakti Villi upp með samráði við atvinnurekendur, að eigin sögn, um að fá "óháða" erlenda aðila til gera úttekt á upptöku annars gjaldmiðils og ástæðan er léleg hagstjórn hér innanlands. Hann svarar allri gagnrýni að þetta eigi að vera óháð athugun sem mun leiða "sannleikann" í ljós.
Fyrir það fyrst er nokkuð undarlegt að Villi skuli hafa farið með þetta viðkvæma, pólitíska stórmál fyrst til atvinnurekenda, áður en það var rætt og afgreitt á vettvangi launafólks.
Hvað varðar "óháða aðila" ætti Villi að vita best að þeir finnast hvergi í veröldinni, Enda gefur hann lítið fyrir nokkur hundruð blaðsíðna úttekt um þetta málefni. Ástæðan er að Seðlabankinn stóð að þeirri skýrslugerð. Að henni kom fjöldi álitsgjafa, bæði innlendra og erlendra, en það dugir Villa ekki. Það væri hægt að fá hóp hagfræðinga til að gefa út í löngu máli að jólasveinninn væri til, bara ef einhver er tilbúinn að borga.
Varðandi hagstjórnina þá breytist hún ekkert við upptöku á erlendum gjaldeyri, Auðvitað kostar það okkur að halda eigin gjaldeyri, en sá kostnaður er smámynt í heildarsamhenginu. Jafnvel ekki þó við gengjum í esb mun það engu breyta í hagstjórninni hér. Það sannað Hrunið okkur. Jafnvel þó við afsöluðum algjörlega sjálfstæði okkar til erlends ríkis og legðum niður Alþingi, mun hagsæld okkar áfram miðast að þeirri staðreynd að við erum fámennt samfélag í stóru landi á eyju langt frá umheiminum. Hitt er ljóst að ef við ekki ráðum eigin gjaldmiðli og stjórn hans tekur mið af allt öðru hagkerfi en hér er, mun veða erfiðara að stýra hagkerfinu og því líklegt að vextir hækki enn frekar og það sem kannski verst er fyrir launafólk, atvinnuleysi eykst. Sjálfur vil ég frekar halda vinnu, jafnvel þó hagurinn skerðist tímabundið vegna misvitrar stjórnunar landsins.
Þetta vanhugsaða brölt Villa er óskiljanlegt. Ber því við að fleiri og fleiri hagfræðingar telji krónuna ónýta. Inn á þetta er ég búinn að koma.
Hins vegar hefur þetta brölt hans vakið upp draug esb aðildar. Fjölmiðlar farnir að vitna í hagfræðinga um ágæti evru, sennileg sömu hagfræðinga og tókst að dáleiða Villa. Enginn ræðir norska krónu, Kanadadollar eða usadollar. Og auðvitað ræðir enginn dönsku krónuna, enda sá gjaldmiðill fasttengdur evru. Það væri því óþarfa millistig með tilheyrandi flækjum að taka upp þann gjaldeyri.
Villi ætti að lesa Grettissögu og baráttu Grettis við drauginn Glám. Þann draug þorði enginn að eiga við, flestir forðuðust hann, þeim fjáðu tókst að semja við óværuna. Það þurfti heljarmenni sem búið var að gera útlægann úr samfélaginu, til að berjast við drauginn og að lokum fella hann. Gretti bauðst að gera samning við Glám, en valdi frekar að útrýma honum. Barátta Grettis við Glám er að öllu leyti dæmisaga, þar sem útlægt heljarmenni tekur sér stöðu gegn vá almennings, það var enginn efi í huga Grettis, enda engir hagfræðingar til að hvísla í eyru hans.
Þeir sem hafa lesið pistla mína vita að ég hef verið ötull varðmaður fyrir Villa, á þessum vettvangi hér. Mér er ómögulegt að verja hann í þessari nýju vegferð sem hann hefur haldið í. Þetta hef ég tilkynnt honum en vona innilega að hann sjái að sér.
Þeir sem fara að leita hins eina sanna sannleiks hafa tekið að sér óendanlegt verkefni. Hann mun hvergi finnast.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sirkusinn við Austurvöll
27.4.2023 | 09:13
Þegar eitthvað klikkar eða slys verða í sirkusum eru trúðarnir kallaðir á sviði. Til að draga athygli fólks frá því sem misfórst.
Nú er athygli þingmanna og almennings dreginn að einhverjum minniháttar dægurmálum, meðan verið er að fórna stjórnarskrá okkar og lýðveldi yfir til ESB og fórna afkomu okkar um alla framtíð.
Landráðamenn kallast þeir sem þessa bókun samþykkja.
![]() |
Bókun 35 hraðað á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30 til 50 árum á eftir ...
23.4.2023 | 01:09
Skýrsla starfshóps umhverfis og iðnaðarráðherra um nýtingu vindorku var opinberuð við mikla athöfn síðasta miðvikudag. Ráðherrann var ekki lengi að sjá kjarna skýrslunnar, "Ísland 30 til 50 árum á eftir öðrum þjóðum". Svo mörg voru hans orð. Reyndar kemur þetta hvergi fram í sjálfri skýrslunni, en hvað með það. Frasinn er góður að mati ráðherra. Og forsætisráðherra hamrar síðan járnið í fréttum á ruv, þar sem hún hræðir okkur landsmenn með miklum komandi sköttum, takist ekki að minnka hér losun co2 út í andrúmsloftið, en mat þeirra allra heilögustu í Brussel er að okkur gangi það frekar illa.
Aðeins um skýrsluna, eða kannski öllu heldur bókina. Þar kemur fátt fram. Í skipunarbréfi starfshópsins kemur fram hvaða atriði skuli skoðuð. Þessi atriði eru talin upp aftur og aftur, án neinnar niðurstöðu. Greinilegt að hópurinn þorði hvorki að segja af eða á eð nokkurn skapaðan hlut. Þó má segja að ef skýrslan er grannt skoðuð, að nýting vindorku hér á landi sé vart gerleg. Í lokaorðum kristallast kjarkleysi hópsins til að taka afstöðu til málsins, en þar segir m.a.:
"Starfshópurinn telur brýnt að stjórnvöld setji skýra stefnu um hagnýtingu vindorku, óháð
því hvort hún falli undir lög 48/2011 um rammaáætlun eða ekki. Vel útfærð og formlega
samþykkt heildarstefna myndi án vafa geta myndað skýran ramma fyrir alla þá aðila,
opinbera sem einkaaðila, sem vinna að málefninu og getur stuðlað að sátt".
Frekar þunnur endir á langri bók, svo ekki sé meira sagt.
Ráðherra umhverfis og auðlindamála telur hins vegar skýrsluna mikið afrek. Eins og áður segir gat hann lesið úr henni að við værum langt á eftir öðrum þjóðum í nýtingu vindorkunnar, auk þess sem hann taldi skýrsluna vera kjörna til að vinna frekar að framgangi vindorkuvera hér á landi. Allir vita hvar hugur ráðherrans liggur í því efni. Kannski einhverjir hagsmunir fyrir hann, svona eins og suma kollega hans.
Það er stundum sagt að við Íslendingar viljum alltaf finna upp hjólið, aftur og aftur. Þetta hefur á stundum leitt þjóðina í mikla eymd. Skemmst að minnast bankahrunsins, á þessari öld en hugsa má lengra aftur í tímann, jafnvel aftur til þrettándu aldar, til að sjá hversu vitlausir við erum. Að vera 30 til 50 ár á eftir einhverjum öðrum gefur þann kost að læra af mistökum þeirra. Svo er með nýtingu vindorkunnar. Við getum lært af mistökum þeirra sem eru komnir svo langt fram úr okkur á því sviði. En nei, íslensk stjórnvöld vilja ekki læra, þau vilja finna upp hjólið!
Orðum fylgir ábyrgð. Það er háalvarlegt mál þegar ráðamenn þjóðarinnar lofa einhverju sem ekki er hægt að standa við, sér í lagi í samskiptum við aðrar þjóðir. Ísland gerðist aðili að Kyoto bókuninni og hefur fylgt þeim þjóðum eftir sem að henni komu í markmiðum að minnkandi losun co2 út í andrúmsloftið. Markmiðum sem allir vita að ekki verður náð. En okkar forsætisráðherra bætti um betur á einum þeirra funda sem þjóðhöfðingja flugu til og lofaði að Ísland yrði kolefnislaust árið 2040 og að árið 2030 yrði samdrátturinn kominn í 40%. Hins vegar er talað um 30% minni losun meðal annarra þjóða og það markmið er víst í húfi, hjá okkur. Náist það ekki munum við þurfa að greiða háar upphæðir fyrir kolefniskvóta, af einhverjum sjóðum sem eru á höndum ESB. Strax í upphafi var séð að þessu markmiði yrðu vart náð og alls ekki hér á landi, þar sem orkuskipti til húshitunnar hafði þegar farið fram og ekkert tillit tekið til þess. Þetta er sú orkunotkun sem vegur hæst í almennri orkunotkun og algjörlega galið að ekki skuli tekið tillit til þess. Þá er spurning hvaða áhrif á þessa útreikninga háu herranna í Brussel, sala slíkra kvóta úr landi hafa. Þurfum við að kaupa kolefniskvóta erlendis frá, vegna þess að orkan okkar er sögð vera framleidd með kjarnorku og kolum?
Það er ekki tilviljun að forsætisráðherra bryddar upp á þessu malefni í fréttum. Helstu rök vindbaróna fyrir að leggja land okkar undir slíkan óþrifnað sem vindorkuver eru, er einmitt skuldbinding okkar til kolefnisjöfnunar. Þeir hafa þó vit á að nefna ekki kolefnisleysi, eins og ráðherra, enda slíkt með öllu ófært.
Vindorkan hefur verið nýtt erlendis um nokkurn tíma, 30 til 50 ár að mati orkumálaráðherra, en staðreyndin er að nýtingin á sér mun lengri tíma. Þó við förum nú ekki aftur til miðalda, þegar vindur var látinn knýja kornmillur, hefur vindur til raforkuvinnslu verið þekktur um langa tíð. Smárellur á sveitabæjum var víða þekkt, jafnvel hér á landi. Seinna fóru stærri mannvirki að sjást erlendis, þó hér væri þróun hæg. Það sem kannski veldur er að við þurfum ekki vindorkuver, ólíkt ýmsum öðrum þjóðum. Við höfum nægt vatn og vatnsorkuver hefur alla yfirurði yfir vindorkuna. Stöðugleiki vindorku er mjög lítill, jafnvel svo að setja þarf upp meira en helmingi meira uppsett afl en það sem nýtist. Það eitt og sér gerir vindorkuna óhagstæðari en vatnsorkuna. Landsvæði sem þarf fyrir vindorkuver er margfalt meira en fyrir vatnsorkuver, að miðlunarlónum meðtöldum.
Að bera Ísland saman við þjóðir eins og Danmörk, þar sem engin virkjanleg á rennur, er fráleitt. Vindorkuver geta undir einstökum tilfellum verið réttlætanlegar, svo sem á eyjum og svæðum þar sem enginn annar hreinorkugjafi er til staðar. Reyndar er langt seilst að kalla vindorku hreinorku. Liggur nærri olíuorkuverum að hreinleika og mun óhreinni en gasorkuver. En það er efni í annan pistil. Seinna.
![]() |
Ísland 30 til 50 árum á eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fótboltavellir og vindtúrbínur
12.4.2023 | 23:29
Það er nokkuð absúrd þegar ESB ætlar að leggja bann við notkun innfylliefna á gervigrasvelli, vegna örplastmengunar, en á sama tíma styrkja stórkostlega uppsetningu vindorkuvera. Fátt eða ekkert er eins örplastmengandi og spaðar vindtúrbína.
Það er sjálfsagt mál að sporna við örplastmengun og vel getur verið að innfylliefni á gervigrasvelli sé þar eitthvað sem þarf skoðunar við. En mesti áragur næst þó alltaf þegar stærstu orsakavaldarnir eru teknir úr notkun. Þar tróna vindtúrbínur yfir flestu eða öllu öðru, þegar að örplastmengun kemur.
Meðan ESB styrkir byggingu vindorkuvera, er trúverðugleiki þess í baráttu við örplastmengun hjómið eitt.
![]() |
Bann á örplasti nær til 197 gervigrasvalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landráð?
4.4.2023 | 20:14
Það er undarleg sýn sem ráðherra hefur á fullveldi landa, eða stjórnarskrá. Að fela sig bakvið það að um "leiðréttingu á innleiðingu" sé að ræða er vægast sagt fráleitt.
EES samningurinn var gerður við Efnahagsbandalag Evrópu, var fyrst og fremst viðskiptasamningur. Síðan þá hefur orðið mikil eðlisbreyting á samstarfi Evrópuþjóða. Í stað Efnahagsbandalags er komið Evrópusamband. Eðlið orðið breytt og samstarf þessara þjóða orðið mun pólitískara en það var er EES samningurinn var samþykktur á Alþingi, með minnsta mögulega meirihluta.
Mesta eðlisbreytingin var í byrjun desember 2010, er Lissabonsáttmálinn var samþykktur. Sá sáttmáli lagði grunnin að enn frekara sjálfstæði ESB frá aðildarlöndum þess. Sambandið fékk þá ráðherra á ýmsum sviðum, s.s. utanríkismálum og aðild að stofnunum Sameinuðu þjóðanna, sem hvert annað þjóðríki.
Segja má að þegar þessi eðlisbreyting varð á Efnahagsbandalagi Evrópu og það varð að Evrópusambandi, hafi EES samningurinn fallið úr gildi. Í það minnsta hefði átt að endurskoða hann í samræmi við breytingu á EB yfir í ESB.
Allt frá upphafi samþykktar okkar í EES hefur hallað á okkar hlut í því samstarfi. Það var þó ekki fyrr en eðlisbreytingin úr EB yfir í ESB, sem fyrst fór að verða mikill halli þar á. Áður var það svo að hluti síðasta dags Alþingis, hverju sinni, fór í að samþykkja tilskipanir frá EB, en nú tekur daga að samþykkja þessar tilskipanir, í lok hvers þings. Þær eru bornar fram á færibandi og sjaldnast nokkur umræða um þær. Fæstir þingmenn hafa hugmynd um hvað þeir eru að samþykkja.
Nú er það svo að allir samningar færa hvorum samningsaðila eitthvað gott, þó láta þurfi undan í öðrum málum. Svo er einnig varðandi EES samninginn. Hann er ekki alvondur þó áhöld hafi verið um gildi hans gagnvart stjórnarskrá þegar hann var samþykktur. Í dag þarf hins vegar enginn að efast um að ýmsar tilskipanir sem Alþingi hefur samþykkt, höggva svo nærri stjórnarskránni að ekki verður við unað. Þegar hoggið er að stjórnarskrá ríkis er verið að veikja sjálfstæði þess.
Við eigum auðvitað að eiga góð samskipti við aðrar þjóðir Evrópu, bæði þeirra er eru innan sem utan ESB. Við eigum hins vegar aldrei að láta slíkt samstarf vega að okkar eigin sjálfstæði. Þegar svo er komið að tilskipanir eru samþykktar án umræðu. á Alþingi, er ekki lengur hægt að tala um sjálfstæði þjóðarinnar.
Því þarf að óska eftir upptöku EES samningsins, koma honum í það horf er hann var hugsaður, viðskiptasamning. Að slíta sundur viðskiptatengsls frá stjórnmálatengslum. Þeir stjórnmálamenn sem ekki átta sig á þeirri staðreynd hvert komið er, eiga ekkert erindi á Alþingi. Þeir munu aldrei standa vörð lands og þjóða, eins og þeim ber. Það er landráðafólk.
![]() |
Hvorki vegið að stjórnarskrá né fullveldi framselt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Erfiðara að komast til Tene
5.3.2023 | 20:55
Þetta er vissulega stórt hagsmunamál fyrir Ísland, en fjarri því að vera það stærsta. Lang stærsta hagsmunamál Íslands, eftir að EES samningurinn var samþykktur, er auðvitað sú ákvörðun Alþingis að taka þátt í orkustefnu ESB. Þar var stærsti naglinn negldur með samþykkt orkupakka 3 og svo virðist sem verið sé að negla enn stærri nagla varðandi orkupakka 4, bakvið tjöldin. En einnig má nefna önnur stór mál, sem eru stærri en þetta, s.s. Icesave samninginn, sem Alþingi samþykkti tvisvar en þjóðin hafnaði jafn oft.
En auðvitað væri slæmt ef flug skerðist til og frá landinu. Reyndar virðist, samkvæmt fréttum, þetta fyrst og fremst snúa að millilendingum flugvéla yfir hafið. Það bitnar á flugfélögum, sem eru ekki burðug fyrir. Skelfilegra væri þó ef þetta gerði erfiðara fyrir landann að komast til Tene, eða fyrir stjórnmálamenn að hoppa út um allan heim í tíma og ótíma.
![]() |
Stærsta hagsmunamál Íslands frá upptöku EES |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Grunnhyggnir töframenn Viðreisnar
22.2.2023 | 00:01
Þeir sem halda fram töfralausnum eru yfirleitt grunnhyggnir. Hagkerfi hvers ríkis er sérstakt og bundið við það ríki. Hvernig gengur að stjórna því kemur ekkert gjaldmiðli þess við. Hann getur hins vegar verið mælikvarði á stjórnun hagkerfisins, hafi ríki sinn eigin gjaldmiðil.
Lausn Viðreisnar felst í því einu að ganga í ESB og taka upp evru. Það er galdralausn þess stjórnmálaflokks. En jafnvel innan ESB er hvert ríki með sitt eigið hagkerfi, þó þau notist við sameiginlega mynt. Það sýnir sig líka að verðbólga innan þessara ríkja ESB er mismunandi, sumstaðar mun hærri en hér á landi, sé sama viðmið notað, en hér er mæling verðbólgu með öðrum hætti en innan ESB ríkja. Jafnvel þó notuð sé hin sér íslenska mæling verðbólgu, getum við talist á nokkuð góðu róli miðað við lönd ESB. Þá eru vaxtakjör innan ESB ríkja mismunandi, eftir því hvernig hagkerfi þeirra gengur. En þar sem þau ráða ekki hvert og eitt yfir gjaldmiðlinum, verður hagstjórnin erfiðari.
Því er fjarstæða að halda því fram að einhver töfralausn liggi í því að ganga í ESB og taka upp evru. Hagkerfið hér mun lítið breytast við slíka ráðstöfun og fráleitt að ætla að vaxtakjör breytist til batnaðar. Á fundi Efnahags og viðskiptanefndar Alþingis var seðlabankastjóri yfirheyrður. Þar kom meðal annar þetta fram:
Ásgeir tók hann einnig fram að ef Ísland væri með evruna væri verðbólgan hérlendis mun hærri og nefndi 7% hagvöxt á síðasta ári og aukna atvinnuþátttöku sem dæmi um góðan árangur. Þú finnur ekki annað Evrópuland í þessari stöðu.
Reyndar er ótrúlegt að löggjafaþingið, sem á að stjórna hagkerfinu, skuli kalla þann embættismann fyrir nefnd sem þarf að þrífa skítinn upp eftir óstjórn stjórnvalda. Það fólk ætti að líta sér nær. Það má vissulega deila um þau verkfæri sem seðlabankinn notar við þau þrif, ég fæ t.d. ekki séð hvernig slá megi á verðbólgu eða lántökur með því að hækka vexti á þegar teknum lánum. Varla fer fólk að skila þeim aftur í bankann.
Þingmenn Viðreisnar ættu kannski að átta sig á því að við búum á eyju langt frá öllum öðrum ríkjum. Það kostar að búa við slíkar aðstæður. Þó hugsanlega megi telja til einhvern kostnað við að halda eigin mynt, er sá kostnaður lítill á við annan kostnað við að búa afskekkt. Innganga í ESB og upptaka evru breytir ekki staðsetningu Íslands á hnettinum, þvert á móti má gera ráð fyrir að vandinn yrði enn stærri.
Grunnhyggnir töframenn leysa sjaldnast neinn vanda!
![]() |
Halda fast í pínuoggulitla örmynt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Að útvíkka samstarf
25.1.2023 | 17:05
Það má túlka á ýmsa vegu að "útvíkka samtarf". Fyrir ESB er túlkun þess þó einföld; enn frekari völd.
Útvíkkun samstarfs við ESB táknar það eitt að við höldum áfram þeirri óheilla vegferð að verða hluti af sambandinu, án þess þó að Alþingi eða þjóðin komi að þeirri ákvörðun. Þetta hentar einstaklega vel núverandi ríkisstjórn, en eins og ráðherra bendir á er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar að ganga opinberlega í ESB, þó margur stjórnarliðinn horfi þangað hýru auga. Hin leiðin þykir henta betur, að sneiða sjálfstæðið í litlum sneiðum yfir til ESB, hægt en örugglega þar til ekki verði aftur snúið.
Samstarf okkar við Evrópulönd, hvort sem þau eru innan ESB eða ekki, er með ágætum. Þetta samstarf er vissulega mikilvægt okkur, jafnt sem þeim og ber að hlúa að. Hins vegar er ekki það sama að segja um samstarf okkar við ESB, gegnum EES samninginn. Þar þarf að bæta úr. Túlkun þess samnings af hálfu ESB er skýr og því miður hafa stjórnvöld hér á landi ekki staðið í lappirnar í að verja þau gildi sem sá samningur var gerður um. Því hefur oftar en ekki hallað á okkar hlut í því samstarfi.
Þegar svo forsætisráðherra okkar gefur því undir fótinn að það samstarf þurfi að "útvíkka" er voðinn vís.
![]() |
Katrín og Scholz vilja útvíkka samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vindorka og gallar hennar
23.1.2023 | 00:46
Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að telja upp alla þá galla við að beisla vindinn til raforkuframleiðslu. Ætla hér einungis að nefna eitt dæmi, stöðugleika og áreiðanleik slíkrar orkuframleiðslu.
ESB hefur markað sér stefnu í orkumálum og illu heilli samþykkti Alþingi að ganga til liðs við þá stefnu. Okkur var talin trú um að þessi orkustefna hefði ekki áhrif hér á landi, nema ef lagður yrði sæstrengur til meginlandsins. Því miður er þetta ekki rétt, því í krafti þeirrar ákvörðunar Alþingis að ganga til liðs við ESB í orkustefnu, er þegar hafið hér á fullu aðlögun að þeirri stefnu, undir forsjá Orkumálastjóra, sem er sérlegur talsmaður orkustefnu ESB hér á landi og starfsmaður ACER, undirstofnunar ESB er sér um að framkvæma orkustefnu sambandsins. Má þar nefna að verið er að koma á svokölluðum raforkumarkaði, í fámenninu hér. Raforkumarkaði sem gerir í raun það eitt að bæta enn fleiri afætum á orkuna okkar.
En það er fleira sem fylgir þessari ákvörðun Alþingis, vindorka. Ráðherrar og þingmenn tala fjálglega um að allar ákvarðanir um nýtingu vindorku verði ákvörðuð af Alþingi. Það er rétt, svo langt sem það nær. Þó má gera ráð fyrir að þeir erlendu aðilar sem vilja reisa hér vindtúrbínur á hvern hól og hafa þegar eitt stór fé í rannsóknir og skýrslugerðir, vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð. Að látið verði á það reyna fyrir EFTA dómstólnum, ef íslensk stjórnvöld hafna öllum þeim fjölda umsókna sem þegar eru komnar og bíða á borðinu. Ekki er víst að Alþingi komi burðugt frá dómi þess dómstóls.
Þetta var nú bara smá útúrdúr, snúum okkur að stöðugleika og áreiðanleik vindorkunnar.
Danir hafa verið duglegir að reisa vindorkuver og einnig þjóðverjar. Svo vill til að þegar duglega blæs í Danmörku, er einnig góður blástur í norðurhluta Þýskalands. Þetta getur og hefur leitt til þess að suma daga verður orkuframleiðsla svæðisins mjög mikil en engin þegar lygnir. Mikil orkuframleiðsla leiðir til lækkunar á orkuverði, lítil hækkar það. Þarna á markaðurinn, eða öllu heldur framboðið, að stýra verði. En það er þó ekki svo. Þessi orkustefna ESB. sem ACER fylgir eftir og á að snúast einmitt um þetta, gerir það bara alls ekki. Með samþykki ACER hafa vindorkuframleiðendur í Þýskalandi getað greitt þeim dönsku fyrir að stoppa sín vindorkuver, svo halda megi uppi verði orkunnar.
Í Svíþjóð er einnig mikil vindorkuframleiðsla. Þar er hins vegar enginn tilbúinn að greiða vindorkuverum fyrir að stoppa þegar vel blæs og halda þannig orkuverði uppi. Það leiðir til þess að verð orkunnar getur orðið mjög lágt þegar blæs og hækkað aftur mikið þegar lygnir. Þetta eru vindorkuframleiðendur þar í landi mjög óhressir með, telja óréttlátt að þeir geti einungis selt sína orku þegar verðið er lágt. Eða öllu heldur að verðið lækki alltaf þegar orkuver þeirra geta framleitt raforkuna. Talsmaður vindorkuframleiðenda þar í landi hafa óskað eftir því að stjórnvöld bæti þeim "tapið".
Hvernig snýr þetta að litlu einangruðu orkukerfi, á eyju langt norður í Atlantshafi?
Þær áætlanir sem þegar hafa litið dagsins ljós, hér á landi, hljóða upp á fjölda vindorkuvera með samtals 3000 til 4000 MW uppsett afl. Það er þó ekki raunframleiðslugeta á ársgrunni, þar sem bæði vindur og viðhaldsstopp gera raunframleiðslu á ársgrunni mun minni. Þeir bjartsýnustu tala um 40% orkunýtingu en gera má ráð fyrir að hún sé mun minni.
En það er ekki orkan á ársgrunni sem er vandamálið, heldur frá degi til dags. Þegar vel blæs má þá búast við að framleiðslan verði mikil, mjög mikil, reyndar mun miklu meiri en heildarframleiðslan í dag. Svo þegar lygnir þá hverfur öll sú orka út úr kerfinu. Menn hafa talað um að hægt sé að samstilla vindorku við vatnsorku, þegar blæs sé lækkað í vatnsorkuverunum og þegar lygnir eru þau keyrð á fullu. Þetta er svo sem rökhugsun, meðan vindorkuver eru fá og lítil. Á alls ekki við um þau gígatísku áform sem erlendir aðilar hafa hér á landi.
Þó eru áhöld um hvort hagkvæmt sé að keyra saman vindorku og vatnsorku. Hagkvæmni vatnsorkunnar liggur í stöðugleikanum og ef hann er rofinn með því að keyra vatnsorkuverin upp og niður, eftir því hvernig vindur blæs, er hætt við að hagkvæmni þeirra sé fyrir borð borin og raforkuverð hækki hressilega.
Gallar vindorkuframleiðslu eru margir og óstöðugleiki í framleiðslu orkunnar sennilega þeirra stærstur, fyrir utan auðvitað að landinu og náttúrunni er fórnað.. Það fer enginn að kasta hundruðum milljarða í byggingu einhverskonar iðnaðar og þurfa síðan að treysta á duttlunga veðurguðina í rekstri. Það er slík fásinna að engu tali tekur.
Hins vegar geta sveiflur í rekstri vindorkuvera hér á landi, spilast ágætlega við samskonar rekstur á meginlandinu. Þegar vel blæs hér getur lognnið verið ráðandi þar. Þetta er það sem öll áform um vindorkuver hér á landi snúast um, að koma orkunni til meginlandsins. Að lagður verði sæstrengur milli Íslands og meginlands Evrópu. Þetta verður fólk að átta sig á og fylgifiskum þess. Allt tal um að hér muni rísa fjöldi vetnisverksmiðja sem gæti leitt af sér enn frekari framleiðslu, m.a. áburðarframleiðslu, er út í hött. Slík starfsemi þarf stöðuga og trygga orku.
Allt tal stjórnmálamanna er ákaflega loðið um þessi mál, engu líkara en ákvörðun sé þegar tekin, einungis eftir að finna einhverja leið til að opinbera hana. "Við verðum að leggja okkar að mörkum" er vinsæll frasi forsætisráðherra. Orkumálaráðherra slær úr og í, enda er hann með tvo hatta í ráðuneytinu, hatt orkumála og hatt umhverfismála. Þriðja hattinn mætti kannski líka nefna, hatt einkamála.
Í núverandi ríkisstjórn eru a.m.k. tveir ráðherrar sem hafa beinan hag af því að vindorkuáætlunum verði ýtt úr vör og seglin þanin. Fleiri mætti nefna sem hafa óbeinan hag af þessum áætlunum, gegnum fyrirtæki sem þeir tengjast. Því er ljóst að ríkisstjórnin og reyndar Alþingi, er óhæft il að taka ákvörðun um hvort eða hvernig vindur skal beislaður hér á landi. Stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í því að láta þjóðina sjálfa um þá ákvörðun, ef það er þá ekki orðið um seinan. Þjóðin á landið, með kostum þess og göllum.
Það er vægast sagt undarlegt að nokkrum manni detti til hugar, jafnvel þó trúin á manngert veður sé sterk, að það þjóni hagsmunum heildarinnar að land, sem býr að einstakri náttúru og hefur í marga áratugi verið með hreinustu orku í heimi, sé fórnað. Slíkt gera einungis fávitar.