Ófremdarástand

Það setur um mann hroll að lesa viðhengda frétt. Af einhverjum ástæðum hefur Samfylkingin snúist um 180 gráður varðandi innflytjendamál. Um þetta fjallar formaður flokksins í spjallþætti og ekki laust við að margir rækju upp stór augu.  En þetta er vissulega góð stefnubreyting og ber að fagna. Reyndar hefur komið í ljós að málið er enn órætt innan flokksins.

Nú kemur varaformaðurinn í fréttaviðtal og segir þetta í raun enga breytingu hjá flokknum. Að komið sé upp ófremdarástand í málaflokknum og það sé fyrst og fremst Sjálfstæðisflokk að kenna. Það má svo sem taka undir það að sá flokkur, sem hefur haft með þessi mál að gera um nokkuð langa hríð, ber sök að nokkru leyti. Ekki þó því að hafa ekki viljað breyta, heldur sök á því að láta stjórnarandstöðuna stöðva slíkar breytingar trekk í trekk.

Þar hefur Samfylkingin verið dugleg að vinna að því að halda opnum landamærum fyrir hvern sem er, hvort sem þörf er á eða ekki. Hefur verið dugleg við að standa gegn öllum breytingum í átt til að ná tökum á vandanum.

Og vissulega er komið upp ófremdarástand í þessum málaflokk. Þar ratast varaformanninum rétt orð af munni, aldrei þessu vant. Blóðugir bardagar eru háðir milli innflytjenda, íslenskar sem erlendar konur eru komnar í hættu, þeim nauðgað og limlestar. Enda eru konur annars flokks í hugum karlkyns múslima. Þegar svo glæpamenn eru fluttir úr landi og meinuð innganga í landið, birtast þeir á götum borgarinnar jafnvel áður en fylgdarlið þeirra kemst til baka. 

Kostnaður ríkisins vegna málaflokksins er orðinn af stærðargráðu sem útilokað er að lítil og fámenn þjóð ráði við. Heilbrigðiskerfið er að grotna niður, bæði vegna skorts á fjármunum, sem betur væri varið til þess en í ólöglega innflytjendur, sem og vegna þess að þessi mikli fjöldi innflytjenda fær forgang fram yfir íslendinga á heilbrigðisstofnunum.

Það má sannarlega segja að um ófremdarástand sé að ræða, ef til eru sterkari orð má nota þau. Þannig verður þegar hleypt er hingað fólki sem enginn veit deili á, fólki sem er alið upp við hatur frá blautu barnsbeini, fólk sem er alið upp við að annað fólk sé réttdræpt vegna trúarskoðana, fólki sem jafnvel nánustu nágrannar og trúbræður vilja ekki hleypa inn í sitt land, heldur byggir varnarveggi til að halda því burtu. 

Það er gott að Samfylkingin sé farin að sjá að sér. Það breytir þó ekki því að þingmenn og fylgisfólk þess flokks hefur barist einna harðast gegn því að tekið skuli á málinu, allt til þessa. Sök Sjálfstæðisflokks er einungis aumingjaskapur, að þora ekki að standa í lappirnar gegn minnihluta Alþingis.

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, er kominn á efri ár. Þetta viðtal við hann er þvílíkt bull að jafnvel elliglöp geta vart afsakað hann. Sögufölsun hefur sannarlega verið eitt aðalsmerki krata, fyrst Alþýðuflokks og síðan Samfylkingar. Þessi saga er þó svo ný að honum er ófært að reyna að falsa hana.


mbl.is „Ófremdarástand“ í útlendingamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður erfitt að setja X-ið við bókstaf í næstu kosningum. Sá flokkur sem leggur fram gáfulega og heilsteypta innflytjendastefnu fær mitt atkvæði. Það verður, reyndar fyrir lögu, að skrúfa fyrir kranann. Læra af mistökum Þjóðverja, Svía og Dana sem hafa fengið að súpa á seyðinu. 

Þegar nágrannalöndin t.d. við Gasa loka sínum landamærum eigum við ekki að galopna þau fyrir fólki sem hefur allt annan menningarbakgrunn og Íslendingar.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2024 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband