Er það svo?

Er alveg klárt mál að þessi svokölluð "brot úr Berlínarmúrnum" sé endilega úr þeim illræmda múr?

Ég fæ ekki betur séð en þetta séu venjulegir T-steinar, steyptir í samskonar mót og flestar stærri steypustöðvar hér á landi eiga og alþekkt eru erlendis. Þetta eru einingar sem nýttar eru í ýmsum tilgangi, s.s. tímabundna veggi.

Og ef svo er, ef þessir T-steinar eru virkilega úr Berlínarmúrnum, hvert er sögulegt gildi þeirra. Í fréttinni segir að á steinana sé máluð "listaverk" eftir 29 ára gamlan mann, sem kallar sig listamann. Þessi maður hefur því verið nálægt fjögurra ára aldri þegar múrinn féll og hæpið að hann hafi málað á steinana svo ungur. Man sjálfsagt óglöggt eftir þeim degi er múrinn opnaðist og örugglega lítið sem hann hefur fengið að kynnast þeim hörmungum sem urðu við þann múr, meðan hann stóð. Því á málverk eftir þennan unga "listamann" ósköp lítið skylt við Berlínarmúrinn og allar þær hörmungar sem kringum hann var.

Það verður því vart annað séð en borgarstjórn hafi látið fífla sig enn og aftur. Að þarna sé um ósköp venjulegan T-stein að ræða, myndskreyttann af ungum "listamanni", sem vart hefur verið kominn af bleyju er múrinn féll. Ef þessi T-steinn er virkilega úr múrnum er ljóst að sögulegt gildi hans glataðist við það að mála á hann fígúrur, löngu eftir að múrinn féll.

En Dagur brosir breytt sínu heimskulega brosi og telur sig hafa himinn heimt.


mbl.is Berlínarmúrinn kominn til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það mætti eflaust skúra heima hjá allnokkrum eldri borgurum, fyrir kostnaðinn af þessu rugli, já eða kaupa handa þeim "róbót".

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2015 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband