Allt er hægt að kaupa

Fátt er sannara en að peningar tala. Þeir sem yfir fjármagni ráða geta keypt það sem þeim sýnist. Fræðimennskan víkur fljótt þegar fjármunir eru í boði. Svo virðist vera með þá "sérfræðinga" hjá KPMG, sem þessa skýrslu unnu.

Það þarf enga sérfræðinga til að sjá hversu arfavitlaus þessi skýrsla er. Fyrir það fyrsta er evra ekki í boði nema með aðild að ESB og aðild að ESB er ekki í boði meðan fjármagnshöft eru í gildi. Því er tómt mál að tala um að losun hafta með evru. Þau verður að losa fyrst af öll, síðan er hægt að gerast aðili að ESB, með öllum gæðum og göllum þess sambands, þá loks er hægt að sækja um aðild að evrusamstarfinu. Þetta vita höfundar skýrslu KPMG, eða ættu a.m.k. að vita. En peningar eru betri en einhverjar helvítis staðreyndir.

Í öðru lagi hefur ESB stöðvað stækkun sambandsins næstu fimm ár, a.m.k. Varla vilja SA menn og erlendu kröfuhafarnir að í fyrsta lagi eftir fimm ár verði hægt að ræða afnám fjármagnshafta. Þessi staðreynd er auðvitað jafn máttlítil og hin, þegar peningar tala.

Í þriðja lagi er ástandið innan ESB, sérstaklega þeirra landa sambandsins sem nota evru sem lögeyri, með þeim hætti að óvíst er hvort "frjáls" evra sé betri gjaldmiðill en króna í höftum, þegar litið er til þeirra landa sem eru utan ESB. Heimurinn er nefnilega nokkuð stærri en bara þau 28 lönd ESB.

Í fjórða lagi hefði verið fljótlegt fyrir "sérfræðinga" KPMG að búa til þessa skýrslu til handa SA. Nóg hefði verið að lýta til fortíðar, ekki þó svo langt aftur í tímann, einungis til sumarsins 2009 og fram til vors 2013. Á þeim tíma var Ísland sannarlega umsóknarríki að ESB. Hjálpaði það okkur eitthvað efnahagslega? Var eitthvað unnið af viti í losun fjármagnshaftanna á þessum tíma? Kom ESB eitthvað að því máli? Og hvað með icesave?

Það liggur ljóst fyrir að við höfum þegar reynslu af því að vera umsóknarríki og við vitum að það hjálpar okkur ekkert, hvorki fjárhagslega né á nokkurn annan hátt. Það liggur fyrir að enginn tekur upp evru nema ganga fyrst í ESB og enginn hefur kost á inngöngu meðan fjármagnshöft gilda. Það liggur fyrir að ESB ætlar ekki að taka inn eitt einasta umsóknarríki fyrr en eftir a.m.k. fimm ár.

Því er deginum ljósara að "sérfræðingar" KPMG eru ekki fræðimenn, hvorki á sviði fjármála né nokkurs annars. Þetta eru bara betlarar sem láta peninga ráða orðum, láta peningana tala!!

 


mbl.is Heppilegra að losa höftin með evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er endalaust hamrað járnið, versta er það það er alveg ískalt.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2015 kl. 14:53

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt Ásthildur, þeir hamra á köldu járninu og berja svo hausnum í stein á eftir.

Gunnar Heiðarsson, 31.3.2015 kl. 15:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já einmitt, hlýtur að vera frekar sárt.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2015 kl. 18:39

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Leyfum þeim þá að berja hausnum við steininn.

Það gæti jafnvel hjálpað þeim að gera gat á hausinn og tappa af þrýstingnum sem blokkerar alla rökræna hugsun. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2015 kl. 19:23

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt cool

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2015 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband