Kjarasamningar ?

Það er alltaf gleðilegt þegar ráðherrar tala um skattalækkanir, einkum ef um lækkun tekjuskatts er að ræða. En orðum fylgir ekki alltaf athafnir og oftar en ekki höfum við skattgreiðendur einungis haft ánægju af orðum ráðherra, í gegnum tíðina.

En nú eru uppi viðsjárverðir tímar. Á síðasta ári hafa stjórnvöld samið um verulegar launahækkanir til sumra af sínum launþegum, sum fyrirtæki landsins hafa einnig verið dugleg við launahækkanir, einkum til stjórnenda. Þetta hefur allt gerst á meðan almennir launþegar urðu að sætta sig við 2,8% launahækkun, í nafni kjarasamnings sem sagður var stöðugleikasamningur. Sá samningur rennur út eftir einn og hálfann mánuð og ljóst að almennir launþegar í landinu vilja fá eitthvað fyrir svik ríkisins og atvinnurekenda á þeim samningi, þau svik að lofað var að ekki yrði samið um hærri launahækkanir til þeirra sem á eftir komu.

Ráðherrann veit hvert stefnir og því má líta þessi orð hans um lækkun tekjuskatts sem tilraun til að róa fólk. Hvers vegna kom ráðherrann ekki með þetta útspil í tengslum við gerð kjarasamninga við lækna? Telur hann að verkafólkið sé ginkeyptara fyrir orðagjálfri en læknar?

Ef vilji ráðherrans er raunverulegur hefði hann lagt áherslu á þennan þátt við gerð fjárlaga fyrir þetta ár, komið með það spil til framkvæmda áður en kæmi til kjaraviðræna og stuðlað þannig að lausn þeirra og stöðugleika. 

Nú er staðan hins vegar þannig að stórir hópar launþega hafa fengið ríflegar launahækkanir, meðan aðrir fá nánast ekkert. Þetta verður að laga. Og jafnvel þó ráðherrann gæti lækkað tekjuskattinn, sem erfitt er í framkvæmd sökum þess að fjárlög hafa þegar verið samþykkt, þá lagar slík skattabreyting ekki misræmið sem orðið hefur á kjörum fólks í landinu.

Það er nánast víst að deilur verða harðar í vetur og verkföll alls ekki óhugsandi. En það skapast einungis af þeirri ástæðu að í fáfræði sinni skrifuðu fulltrúar launþega upp á kjarasamning fyrir rúmu ári síðan sem byggður var á munlegum loforðum. Loforðum um að ekki yrði samið um meiri launahækkanir til þeirra sem á eftir kæmu.

Það var ekki þornað blekið þegar fulltrúar atvinnurekenda fóru að hækka laun annarra mun meira og mest þó eigin laun. Ríkið fylgdi svo á eftir, með kjarasamninga sem voru í fyrstu einungis helmingi hærri en almennir launþegar fengu, en síðan stig mögnuðust launahækkanir ríkisins og náðu hámarki nú í janúar. Þá var munurinn kominn upp í marga tugi prósenta launahækkanir.

Komi til verkfalla í vetur er ábyrgð á þeim alfarið í höndum atvinnurekenda og ríkisins. Þessir aðilar fengu tækifæri fyrir rétt rúmu ári síðan, til að halda launum í skefjum. Því tækifæri förnuðu þeir og nú er komið að skuldadögum!!

 


mbl.is Vill lækka tekjuskatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Ég er þér hjartanlega sammála Gunnar, en er hrædd um að launþegar láti plata sig með loforðum um eingreiðslu og þessar skattalækkanir sem Bjarni er að koma fram með einmitt núna. Einn er þó sá hópur sem alltaf verður útundan og ekki einu sinni reynt að berjast fyrir af hálfu ASÍ, og það eru öryrkjar og eldri borgarar við urðum fyrir svo mikilli skerðingu 2009 að engu tali tók en var lofað leiðréttingu um leið og hægt væri en Jóhanna og Steingrímur gátu ekki séð sóma sinn í endurgreiða það til baka þegar hægt var, heldur einungis sín laun. Í dag kemur svo Eygló fram í fjölmiðlum og talar um að búið sé að leiðrétta þetta, en ég get staðhæft það að þetta er ekki rétt.

Sandy, 14.1.2015 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband