Sakna reiðhjólafólksins

Ég er svo heppinn að búa ekki í Reykjavík og til borgarinnar fer ég ekki nema eiga brýnt erindi.

Nú hafa örlögin hagað því svo að seinnipart sumar og það sem af er vetri hef ég þurft að ferðast til borgarinnar nokkuð oft, oftast snemma dags. Það fyrsta sem maður tekur eftir er að ef ætlunin er að fara til vestari hluta borgarinnar, er mjög mismunandi hversu langann tíma maður þarf að ætla sér gegnum borgina, eftir tíma dags. Meðan mesta umferðin er þarf að ætla sér mikinn tíma til að komast leið sem tiltölulega stuttan tíma tekur að aka þegar umferðarálag er minna.

Auðvitað er alltaf spurning við hvaða álagstíma skal miða þegar umferðamannvirki eru hönnuð, en mér sýnist flestar aðalgötur borgarinnar hannaðar fyrir minnsta umferðaþunga dagsins. Einungis þá er hægt að ferðast um borgina á því sem kalla mætti eðlilegum tíma. Þar fyrir utan taka þessi ferðalög meiri tíma en eðlilegt getur talist í borg, sé miðað við borgarumferð í þeim löndum sem við hellst viljum miða okkur við. 

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið dugleg við að leggja reiðhjólastíga og er það hið besta mál.Vandséðara er hvers vegna samhliða þessum reiðhjólasígum þurfi að þrengja gatnakerfinu sem ætlað er bílum. Á þeim kafla Grensásvegar sem Hjálmar vill nú þrengja, er nægt pláss fyrir reiðhjólastíg. Tilefni til þrengingar götunnar er því ekkert, nema auðvitað sú fyrirhyggjupólitík sem borgarstjórn stendur fyrir.

Það er auðvitað alltaf gott þegar stjórnvöld, hver sem þau eru, sjá sér sóma af því að gera sem flestum hópum léttara fyrir. Það á þó að vera hægt án þess að öðrum hópum sé gert lífið erfiðara. Hvaða mið skal tekið er erfitt að segja til um, stundum eru óskir meirihluta hafðar að leiðarljósi en stundum einhver önnur óráðnari rök höfð til réttlætingar.

Mikil urðu vonbrigði mín þegar ég sá að næsta lítil umferð var á þessum reiðhjólastígum, nýjum sem gömlum. Einu sinni hef ég séð mann á ferð eftir reiðhjólastignum yfir Elliðaárvoga, en sá ekki hvort hann var gangandi eða hjólandi. Með Sæbrautinni liggur flottur reihjólastígur. Sjaldan sést nokkur þar á ferð, hellst er að sjá einhvern á þessum stíg næst miðborginni. I einni ferð minni til borgarinnar ákvað ég að aka hið ummdeilda Borgartún, þar sem Hjálmar og félagar hafa gert miklar breytingar. Enginn var þó þar á ferð á reiðhjóli, þó bílumferð þar væri mikil og hæg. Lengi má nefna reiðhjólastíga, vítt um borgina. Flestir eiga það sammerkt að umferð þar er lítil sem engin. Þetta er sorglegt.

Ekki veit ég hvernig ákvarðanir eru teknar innan borgarstjórnar, en þær byggja greinilega ekki á rannsóknum um þörf mannvirkja. Þar virðist ætt af stað án þess að skoða málin til mergjar. Skammsýni pólitíkusa fær þarna að njóta sín sem mest. Þetta sést í þeirri frétt sem þessi skrif eru tengd við. Þar gefur Hjálmar í skyn að málið sé á skoðunnarstigi, en þegar grannt er lesið er einungis eftir að skoða hvernig skuli að götunni þrengt, ekki hvort.

Þá verður að segjast ansi forneskjuleg hugsun að ætla með góðu eða illu að ákveða hvernig fólk ferðast. Að ætla að þvinga fólk til að ferðast með almenningssamgöngum eða á reiðhjóli og yfirgefa einkabílinn. Svona forneskja þekktist á árum lénsherra og stórbænda, fyrr á öldum, en í dag þekkist ekki svona hugarfar, nema auðvitað hjá borgarstjórn Reykjavíkur.

Þá ættu borgarstjórnarmenn að vera búnir að átta sig á að slík fyrirhyggjupólitík virkar ekki, eftir nærri fimm ára tilraunir til þess, án árangurs!! Er ekki nóg komið af bullinu og vitleysunni hjá borgarstjórn.

Í þessum ferðum mínum til borgarinnar, undanfarna mánuði, átti ég von á að sjá reiðhjólafólk um allt. Miðað við þær fréttir sem dunið hafa á landsmönnum, undanfarin ár, hefði mátt ætla að borgin væri full af reiðhjólafólki. Fréttir af nýjum reiðhjólastígum, fréttir af þrengingum gatna og síðast en ekki síst fréttir af miklum innflutningi reiðhjóla. Og vissulega væri það gleðileg sýn, auk þess sem aukinn notkun reiðhjóla myndi að sjálfsögðu létta á gatnakerfinu, þannig að þeir sem ekki eiga kost eða getu til að ferðast um borgina á reiðhjóli, ættu auðveldara með að aka um hana.

En því miður, reiðhjólafólkið lætur á sér standa.

 


mbl.is Grensásvegur verði þrengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Hjólaumferð yfir Elliárvoga er umtalsverð. Ég hjóla þarna oft sjálfur. En borgin hefur tölur sem eru nákvæmari en hvað og ég og þú "höldum".

Á hjólastíg við Suðurlandsbraut er staðsettur teljari og hann sýndi eftir sumarið nú 2014 að umferð hafði aukist um ca. 45% milli ára.

Hvað Grensásveg varðar þá er það augljóst þeim sem ferðast um þennan kafla vegarins að það er alls engin þörf fyrir alls fjórum akreinum, sem hvetja til hraðaksturs og kljúfa sundur hverfið og er fjandsamlegt fyir gangandi sem þurfa að fara yfir veginn. Svo það er jákvætt að verið sé að breyta götunni.

Einar Karl, 15.11.2014 kl. 11:32

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég "held" ekkert Einar, er einungis að segja frá því sem ég hef sjálfur séð. Sjálfsagt er meiri umferð eftir reiðhjólastígnum yfir Elliðaárvoga en þessi eini sem ég hef séð þar á ferð, en varla er hægt að tala um mikinn umferðaþunga þar.

Og auðvitað ræður borgin yfir tölum um umferðarþunga á reiðhjólastíga kerfi sínu, eða ætti a.m.k. að hafa þær upplýsingar. Einhverra hluta vegna hefur verið erfitt að nálgast þær upplýsingar, nema í formi prósentuaukningar einstakra staða. En prósentuaukning segir lítið, það er fjöldinn sem skiptir máli.

Varðandi Grensásveg, þá hef ég ekki séð að umferðahraði þar sé vandamál. Vissulega skiptir þessi gata hverfum, en sú skipting kom samhliða uppbyggingu þeirra. Það vandamál má hins vegar auðveldlega leysa á betri hátt en með þrengingu, enda vandséð hvernig hún leysir hann. Umferðin verður væntanlega svipuð og áður, bara í einfaldri röð í stað tvöfaldrar. Þetta sést kannski best í Borgartúninu. Þar hefur umferð í sjálfu sér lítið minnkað, en ekki er að sjá að gangandi eða hjólandi umferð eigi þar auðveldara að komast yfir götuna.

Ég skora á þá, sem yfir upplýsingum um umferðaþunga hellstu reiðhjólastíga ráða, að opinbera þær ásamt tölum um umferðaþunga þeirra gatna sem liggja samsíða þessum stígum. Þá er hægt að sjá hversu duglegir reiðhjólamenn eru og hvernig þeirra dugnaður kemur okkur letingjunum til góða, í því að komast um borgina.

Gunnar Heiðarsson, 15.11.2014 kl. 11:58

3 identicon

Það er í sjálfu sér ekkert að því að vilja fjölga reiðhjólastígum en öllu verra þegar illa tekst til.  Ég er t.d. ekki hissa á því að reiðhjólafólk láti ekki sjá sig í Borgartúninu.  Lýsingin þar hefur versnað til mikilla muna við breytingarnar.  Gangandi og hjólandi fara þar allra sinna ferða í svarta myrkri.  Borgaryfirvöldum er einfaldlega ekki treystandi fyrir áframhaldandi breytingum.  Markmið þeirra virðist hreinlega vera að auka umferðaróöryggi í borginni.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 12:02

4 identicon

Nýja valshverfið á að vera með 0.2 bílastæði per íbúð og stórar hjólageymzlur...

GB (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 13:13

5 identicon

Það er æskilegt markmið að minnka bílaumferð með því að auka umferð reiðhjóla. Þannig minnkar mengun í borginni. Minni mengun og meiri hreyfing bætir heilsu íbúanna. Færri bílar og færri bílastæði gera borgina mun meira aðlaðandi.

Það er alls ekki verið að neyða neinn til að hætta að aka bíl. Þvert á móti er verið að auka valkosti um ferðamáta. Bíllinn hefur nánast verið eini valkosturinn.

Nú stefnir í að strætó og hjólreiðar geti bæst við sem aðlaðandi ferðamÁtar og er það vel. Það er afleit staða ef allir eru nánast neyddir til að eiga bíl.

Umferð um Grensásveg er augljóslega miklu meiri norðan Miklubrautar en sunnan. Mér sýnist því nokkuð ljóst að ein akrein í hvora átt muni nægja sunnan megin.

Slík breyting hefur þegar átt sér stað í Lönguhlíð sunnan Miklubrautar með góðum árangri. Þar ek ég á hverjum degi á ýmsum tímum og hef aldrei orðið var við mikinn umferðarþunga.

Mín reynsla er sú að bílaumferð í Reykjavík sé miklu liprari en i evrópskum borgum. Þar er umferðin svo þung að jafnvel þeir sem eiga bíl nota lestar og strætisvagna úr og í vinnu.

Varðandi sérstaka hjólastíga þá stöndum við flestum erlendum borgum langt að baki allavega í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við.

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 13:25

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er látið eins og hjólafólk hafi aldrei getað hjólað hérna. Látið eins og það hafi ekkert pláss verið fyrir það...

Það þurfti ekki sér hjólastíga til að geta hjólað hérna áður fyrr, og ég er ekki frá því að fréttum af hjólaslysum hafi fjölgað hérna á höfuðborgarsvæðinu eftir allar þessar breytingar sem búið er að gera fyrir hjólafólkið sem átti að vera til að auka öryggið...

Borgarstjórn segir að ekki sé til peningur til að koma á móts við Tónlistarkennara sem eru í verkfalli svo lítið eitt sé nefnt í rangri forgangsröðun...

Það er líka alltaf hægt að finna staði sem eru öðruvísi en okkar.....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.11.2014 kl. 13:44

7 identicon

Aðlaðandi ferðamáti?  Skokkari sem ég þekki var hjólaður niður í svarta myrkri fyrir stuttu.  Borgarskipulagið einkennist af fullkomnu fyrirhyggjuleysi.  Lýsing, eða öllu heldur vöntun á henni, er aðeins eitt dæmi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 15:19

8 identicon

Ásmundur, strætó og reiðhjól hafa aldrei getað og munu aldrei geta verið í alvöru samkeppni við einkabílanna, sama hvað sósíalisku forræðishyggjuhyskið gólar og veinar.

Varðandi Borgartúnið, sem gnarristarnir eyðilögðu. Ég á oft erindi þangað og um daginn vað ég vitni að einstökum atburði: Það kom maður á reiðhjóli. Fólk stanzaði og starði. Þá kom allt í einu þrungandi einmanakennd yfir reiðhjólamanninn og hann sneri við.

Já, þrenging Borgartúns var sannarlega skemmdarverkaf hálfu grunnhygginna manna.

1. Borgartún er ekki íbúðarhverfi, ekkert ofsalega mikið um fótgangendur og óþarfi að hafa gangstéttir eins breiðar og á Manhattan.

2. Það var alveg nóg að hafa reiðhjólastíg öðrum megin götunnar eins og er á Laugaveginum milli Kringlumýrarbrautar og Höfðatúns, þar sem hjóla 1000 sinnum fleiri en í Borgartúninu.

3. Heimskulegt og skaðlegt var að hafa ekki innskot fyrir strætó sem stöðvar alla umferð á götunni við biðstöðvarnar. Einhver benti Jóni Gnarrr á þetta vandamál, en það var eins og að segja fæðingarhálfvita einhverja staðreynd, sem hann getur ekki skilið, vegna þess að rökhugsun á erfitt uppdráttar hjá honum. Jón Gnarr var sem borgarstjóri eins og Georg Bjarnfreðarson, duglaus og kreddufastur.

4. Það á ekki að hafa ljótt drasl sem snobbarar og aðrir sem vita ekki hvað list er kalla list, neins staðar í Borgartúninu, sbr. það sem lýtir hringtorgið við Höfðatún.

Eins og nú er, er hreinasta martröð að keyra Borgartúnið. Ég gizka á, að eftir 10 ár verða öll fyrirtæki og stofnanir flutt þaðan og gatan leggst í eyði.

Það sem HEFÐI átt að gera við Borgartúnið var eftirfarandi:

Láta allt vera eins og það var, nema mála beygjureinar, ýmist til vinstri eða hægri á miðja götuna. Þá myndi greiðast fyrir umferðinni. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 15:38

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Til að útiloka allan misskilning, þá hef ég ekkert á móti hjólreiðafólki, reyndar dáist ég að elju þeirra sem hjóla til og frá vinnu í hvaða veðri sem er.

Ég hef heldur ekkert á móti því að aðstæður fyrir reiðhjólafólk séu bættar, svo fremi þær bætur séu nýttar að einhverju marki. En það á þó ekki að vera á kostnað annarra.

Það sem ég gagnrýni er fyrst og fremst sú hugsun borgaryfirvalda að telja sig geta stjórnað fólki. Að hægt sé að stýra því hvernig fólk ferðast, með því að þrengja svo að einum ferðamátanum að stórhætta skapast.

Þá auglýsi ég eftir þessu duglega fólki, sem borgarstjórn hefur malbikað fleiri fleiri hektara fyrir, í formi hjólabrauta. Ég hefði viljað sjá mikla umferð reiðhjólafólks á þessum stígum, a.m.k. á morgnanna þegar fólk er að fara til vinnu og gatnakerfið er kolstíflað.

Ef þessir stígar eru ekki notaðir, væri nær að nýta þann pening sem í þá eru lagðir til að greiða fyrir bílaumferð, bæta hættuleg gatnamót og fleira í þeim dúr.

Það er tilgangslítið að leggja hundruði kílómetra af reiðhjólastígum ef nýting þeirra er léleg.

Þá er undarlegt að meðan gatnakerfið annar ekki bílaumferð og innan þess eru stórhættuleg gatnamót, skuli vera markmið borgarstjórnar að þrengja götur.

Þarna er unnið gegn öllum skynsamlegum rökum!!

Gunnar Heiðarsson, 15.11.2014 kl. 17:09

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Flest allir sem ég hef séð á hjóli þarna niðurfrá í kringum borgartún og laugarveg/suðurlandsveg (hjá Hilton) nota ekkert þessa blessuðu hjólastíga, þessir aðilar hjóla ýmist á götunni eða gangstéttinni hinu megin við götuna.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.11.2014 kl. 18:32

11 identicon

Einar Karl,prósentur segja ekkert til um aukin fjölda notenda reiðhjólastíga  4 er td 50% aukning frá 2,,,

alfreð (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband