Verðug verkefni fyrir ASÍ

Heldur kveður við mildari tón hjá ASÍ vegna breytinga á virðisaukaskatti en áður hefur heyrst. Kannski menn hafi gefið sér smá tíma til að skoða málið.

Hellsta áhyggjuefni ASÍ nú er að afnám vörugjalda og lækkun efra þreps muni ekki skila sér til neytenda og má vissulega taka undir þær áhyggjur. Þá er merkilegt að fylgjast með því, nú þessar vikurnar, að verslunin virðist hafa nokkurt borð fyrir báru, a.m.k. verslun með raftæki. Þar er nú geta til lækkunnar allt að 20% og geta til að keyra verslunina áfram í þrjá mánuði með þeirri lækkun. Vörugjd verða ekki afnumin fyrr en um áramót og tekur á sama tíma gildi breyting virðisaukans. Þessum gjöldum þarf verslunin að skila, þó hún rukki ekki kaupendur. Því er ljóst að nokkuð borð er fyrir báru innan verslunarinnar, til lækkunnar á verðum hjá sér.

Atvinnuleysi er alltaf til staðar, því verður aldrei útrýmt að fullu. Hins vegar má segja að ástæða þess hversu illa gengur að ná því niður nú sé fyrst og fremst aukinn innflutningur á ódýrara vinnuafli. Aftur erum við farin að sjá hegðun atvinnurekenda á því sviði sem svo þekkt var fyrir hrun.

Það eru því verðug verkefni sem liggja fyrir ASÍ.

Annars vegar að hafa aðhald á versluninni, að hún skili því til launþega sem fjárlög ætla. Þar ætti að vera hæg heimatökin fyrir forseta ASÍ, þar sem samflokksmenn hans ráða yfir stæðstu verslanakeðjunum hér á landi, þessum sem hafa hald á einokuninni, auk þess sem samflokksmenn hans eru í hellstu stjórnum samtaka verslunnar og þjónustu. Þetta ætti því að verða létt verk fyrir forseta ASÍ.

Hins vegar er verkefni fyrir ASÍ að sjá til þess að íslenskir kjarasamningar séu virtir gagnvart innfluttu vinnuafli. Sé það gert er ljóst að hagnaður fyrirtækja af slíkum innflutningi er enginn og því ætti að ganga betur að ná niður atvinnuleysinu, niður að því marki sem mögulegt er.

  


mbl.is Neikvæð áhrif hækkunar VSK á ráðstöfunartekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þann 16.10 sl. skrifaði ég blogg um þessa VSK breytingu, því mér ofbauð algjörlega hversu umræðan um þessi mál var gjörsamlega án nokkurra raka og drifin áfram af "tilfinningarugli" og "múgæsingu".  Þarna fóru þingmenn "vinstri flokkanna" alveg hamförum með hverja rangfærsluna á fætur annarri og það hefði mátt ætla að þeim hafi verið borgað fyrir þvæluna sem þeir létu út úr sér og ekki var forysta ASÍ skárri og meira að segja "hagfræðingar" þar á bæ endurtóku þvæluna frá fyrrnefndum þingmönnum.  Bloggfærsluna má nálgast HÉR.

Jóhann Elíasson, 21.10.2014 kl. 16:45

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ekki hafa áhyggjur.

Ég er með hundruður blaðsíðna og 220MB af gögnum með mér til þings.

Óskar Guðmundsson, 21.10.2014 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband