Brennt barn forðast eldinn

Óðinn Jónsson, fréttastjóri ruv, er hissa á að Gunnar Bragi vilji að viðtöl við sig verði annað hvort birt í heilu lagi eða í beinni útsendingu. Þegar menn horfa upp á hvernig fréttastofan matreiðir sínar "fréttir", hvernig viðtöl eru klippt til þannig að fréttin fellur gjörsamlega út úr sínum raunveruleik, þarf engan að undra þessa kröfu Gunnars Braga. Væntanlega munu fleiri stjórnmálamenn fylgja eftir hans kröfu.

Það sem kannski vekur umhugsun við þessa frétt eru ummæli þeirra fréttamanna sem til er vísað. Þeir kalla eftir því að Gunnar Bragi sé í almannaþjónustu í lýðræðisríki. Mikið rétt, en hvað með þá sjálfa? Eru fréttamenn ruv ekki í almannaþjónustu í lýðræðisríki? Ruv er eini fjölmiðilinn sem enginn fær undan skorist. Allir landsmenn, hvar sem þeir eru í pólitík, eða jafnvel algjörlega utan pólitísks hugsanagangs, eru skyldugir að greiða sín gjöld til stofnunarinnar. Það er því ekki eingöngu vegna þeirra laga sem um stofnunina eru sett, heldur ekki síður vegna þess að enginn getur skorast undan því að greiða sína tíund til hennar, sem starfsmenn stofnunarinnar verða að vanda sína vinnu.

En hvað er vandamálið með að birta viðtal við Gunnar Braga, eða hvern þann sem óskar, óklipt? Hvað er það sem fréttastjórinn og fréttamenn ruv óttast við slíka meðferð? Ætla mætti af þessum ummælum fréttastjórans og hans undirmanna, að þeim þyki eitthvað vera af sér tekið vald, með þessari ósk. Vald til að "laga" fréttina til!

 

 


mbl.is „Ef þið klippið ekki allt til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

RUV er algjörlega að missa trúverðugleika sinn, og fyrir þetta þarf maður að greiða nauðungaráskrift.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2014 kl. 17:28

2 identicon

http://www.ruv.is/frett/setur-skilyrdi-fyrir-vidtali?sid=76815

Hvað er því til fyrirstöðu að ráðherrann fái allt viðtalið í hendur eða að það sé sent beint? Er það ekki einmitt í anda upplýsingar? Er bara Óðinshanadrit Híðar&Hólm í boði? Þessi fésbókarslefskipti RUV-starfsmanna í almannaþjónustu valda almúganum ekki aðeins klígju, því þeir gefa þar hver öðrum ekki bara undir fótinn, heldur líka orðómnum um hlutdrægni RUV!

Abraham (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 17:53

3 identicon

það er orðið alveg tímabært að láta sverfa til stáls gagnvart þessari fársjúku stofnun sem RUV er.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband